Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 27

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 27
27 auk þess hver sú samstafa, er hefir grannan raddstaf með tveimur eða fleirum samhljóðendum á eftir, þ. e. hún er löng við stöðu sína (positione). En stuttar eru þar á móti allar sam- stöfur með grönnum raddstaf (a, e, i, o, u, y, ö), er einn sam- hljóðandi fylgir. T. d. bauð, mann eru langar, en boð, man stuttar. Fornmálið okkar gamla miðaði kveðskap sinn við þenn- an hljóðþunga (quantitas) samstafnanna, en nú miðar nútíðarmál- ið okkar hann við hreim eða áherzlu (accentus), og einmitt í þessu liggur einn hinn stærsti munur, sem er á fornu máli og nýju. Eftir þessu eru líka tungurnar nefndar ýmist skvantíter- andi« mál eða »aksentúerandi«. Nú fann danskur maður, að nafni Jessen, það árið 1863, að síðari hendingin í hverju vísuorði í dróttkvæðum hætti hefði upp- haflega verið löng. En Jón Porkelsson fann meira 1887, að eigi einungis allar hendingar, heldur og allar htjóðstaflegar (»allítter- andi«) samstöfur hefðu líka verið langar að fornu. Eftir þessu eiga allar stuðla, höfuðstafs og hendingasamstöfur að vera lang- ar. Hinar fyrstu eru 8, aðrar 4 og hinar síðustu 16, eða sam- tals 28 af 48 í öllu erindinu, og er þá vísan hrein og flekklaus að forminu til. Fegurra væri — að öðru jöfnu —, að nútíðar- skáldin keptust eftir, að skipa hljóðstöfum þannig, að þeir féllu á þungar samstöfur. Við það yrði hljóðstafasetningin eða »allí- terasjónin« hljómmeiri og hljómfegurri. Hér er mörgu slept, sem mátt hefði taka fram, svo sem um setning stuðlanna; en þar er bót í máli, að tilfinningin segir þar betur til. Húsavík 19. sept. 1905. BJARNI BJARNARSON. Aths. þessa litlu ritgerð hefir íslenzk skáldkona sent Eimr., og segir, að sér virðist hún gott dæmi þess, hvernig greindur alþýðu- maður geri sér grein fyrir áhugaefni, án þess að hafa notið lærdóms hærri mentastofnana. Segir hún höf. (sem dó 1905) hafa ritað hana á banasænginni og sent sér daginn eftir að þau höfðu átt langt tal saman um dróttkvæðan hátt. Sami maður kvað og hafa samið all- mikla íslenzka hljóðfræði, og ættu erfingjarnir að senda Landsbóka- safninu hana, því vera má, að í henni finnist athuganir, sem öðrum mættu að gagni koma.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.