Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 28
28 Þótt 'nér sé aðeins rætt um dróttkvæðan hátt, og nokkuð fljót* yfir sögu farið, þar sem hvorki er getið um rannsóknir S. Bugges, Sievers né annarra, sem Jón Þorkelsson hafði á að byggja, né heldur um »Bragfræði-< Finns Jónssonar, hyggjum vér, að mörgum muni greinin þó kærkomin, jafnljós og hún er og framsetningin alþýðleg. RITSTJ. Oddny Eykyndill. i. Sól, er land mitt ljóma sveipar langan dag og blíð-kvöld rótt, lýsir þú til ljósra drauma ljúfvin mínum hverja nóttf Vekur þú til æsku-yndis elskhugann, sem nú er fjær? Myrkvast aldrei angurskýjum augun djúp og himinskærf Vængi stormsins vildi eg eiga, varma þinn og geislaskraut, svo ég gæti um hann andað, öllum skuggum dreift á braut. En mér vaxa aldrei vængir, enginn vinur kveðju ber þangað, sem ég þrái dreymin, þangað, sem að vor mitt er. Strjúk þú, blær, hans bjarta enni blítt og stilt, sem ástrík hönd, er þú, létt sem löngun hjartans, líður burt frá minni strönd. Líknskin bjart, sem ástaraugum yfir lítur sæ og grund, kyss þú hlýtt á hönd og vanga hann á hverri, hverri stund. II. Lít ég þig, hetja, löngum vinna afreksverk stór í ókunnum löndum Alvitur þín er ég og yfir höf flýg fagurvængjuð með fleyi þínu. Lít ég þig, ljúfvinur,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.