Eimreiðin - 01.01.1915, Side 34
34
höfundinn, að hann leiti uppi alt, sem fundið verður um band
vetlinga og bandsokka; spái ég því, að honum fénist margt
skrítið í þeirri leit, en þó því að eins, að hann líti upp úr bók-
unum og leiti frétta af íslenzkum alþýðukonum.
Orðið band er nú, meðal annars, haft um ullarþráð (spunn-
inn), og það veit víst enginn, hvað gömul sú merking er; þar
af er dregið bandhnykill, bandprjónn. í nútíðarmáli eru prjónaðir
vetlingar kallaðir bandvetlingar, og prjónaðir háleistar bandhdleistar.
Um vetlingana veit ég, að til skamms tíma voru þeir sumstaðar
saumaðir úr vaðmáli, og þá ekki kallaðir bandvetlingar. Ein
norðlenzk kona hefir sagt mér, að hún hafi séð vaðmáls-
vetlinga.
En það er víst, eins og höf. segir, að prjónles var ekki til í
fornöld, svo að orðið bandvetlingar hefir þá táknað eitthvab annað
en prjónaía vetlinga.
Hinsvegar er jafnvíst, að þráður var spunninn úr ull, og
kallaður ullband — og sennilega blátt áfram band, eins og enn
gerist. Úr ullbandinu voru vabmdlin ofin. Og ég held sumir
ókunnugir hugsi, að þá hafi verið ofib úr öllum ullarspuna og
bandið ekki haft til annars, ekkert unnið úr því annað en vað-
málsvoðir. Úr bandi hafa reipi verið fléttub (ullarreipi) og hnapp-
heldur, og söðulgjarðir brugðnar (þó oftast úr hrosshársbandi), —
alt fram á þennan dag. Netin ríbum við, og net voru riðin hér
úr bandi (togþræði) á öndverðri 19. öld, á stríðsárunum þá.
Körfur ríbum við líka enn í dag úr tágum — þótt fátítt sé orð-
ið. En bindum við nokkuð? Meira en svo. Eg veit ekki, hvað
fótavefnaburinn er gamall; en það veit ég, að þannig eru sokka-
bönd kvenna sumstaðar ofin enn í dag, og prýðilegur frágangur;
og það veit ég líka, að þau bönd eru ekki ætíð kölluð ofin,
heldur einnig bundin; það hafa sagt mér konur bæði úr Eyja-
firði og Borgarfirði — og rétt í þessu rekst inn til mín Rang-
vellingur, sem kannast vel við þessi bundnu bönd.
Hér er því enn í dag talað um að binda (= bregða eða vefa)
og bundin (sokka-)bönd.
Getur nú ekki hugsast, að konur hafi áður bundib (brugðið,
riðið) ýmislegt annað en sokkabönd? Og getur ekki hugsast, að
»bandvetlingar« fornmanna hafi verið bundnir (brugðnir, riðnir)
vetlingar? ’)
!) Auðvitað er þetta hugsanlegt, en miklu líklegra virðist þó hitt,