Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 34
34 höfundinn, að hann leiti uppi alt, sem fundið verður um band vetlinga og bandsokka; spái ég því, að honum fénist margt skrítið í þeirri leit, en þó því að eins, að hann líti upp úr bók- unum og leiti frétta af íslenzkum alþýðukonum. Orðið band er nú, meðal annars, haft um ullarþráð (spunn- inn), og það veit víst enginn, hvað gömul sú merking er; þar af er dregið bandhnykill, bandprjónn. í nútíðarmáli eru prjónaðir vetlingar kallaðir bandvetlingar, og prjónaðir háleistar bandhdleistar. Um vetlingana veit ég, að til skamms tíma voru þeir sumstaðar saumaðir úr vaðmáli, og þá ekki kallaðir bandvetlingar. Ein norðlenzk kona hefir sagt mér, að hún hafi séð vaðmáls- vetlinga. En það er víst, eins og höf. segir, að prjónles var ekki til í fornöld, svo að orðið bandvetlingar hefir þá táknað eitthvab annað en prjónaía vetlinga. Hinsvegar er jafnvíst, að þráður var spunninn úr ull, og kallaður ullband — og sennilega blátt áfram band, eins og enn gerist. Úr ullbandinu voru vabmdlin ofin. Og ég held sumir ókunnugir hugsi, að þá hafi verið ofib úr öllum ullarspuna og bandið ekki haft til annars, ekkert unnið úr því annað en vað- málsvoðir. Úr bandi hafa reipi verið fléttub (ullarreipi) og hnapp- heldur, og söðulgjarðir brugðnar (þó oftast úr hrosshársbandi), — alt fram á þennan dag. Netin ríbum við, og net voru riðin hér úr bandi (togþræði) á öndverðri 19. öld, á stríðsárunum þá. Körfur ríbum við líka enn í dag úr tágum — þótt fátítt sé orð- ið. En bindum við nokkuð? Meira en svo. Eg veit ekki, hvað fótavefnaburinn er gamall; en það veit ég, að þannig eru sokka- bönd kvenna sumstaðar ofin enn í dag, og prýðilegur frágangur; og það veit ég líka, að þau bönd eru ekki ætíð kölluð ofin, heldur einnig bundin; það hafa sagt mér konur bæði úr Eyja- firði og Borgarfirði — og rétt í þessu rekst inn til mín Rang- vellingur, sem kannast vel við þessi bundnu bönd. Hér er því enn í dag talað um að binda (= bregða eða vefa) og bundin (sokka-)bönd. Getur nú ekki hugsast, að konur hafi áður bundib (brugðið, riðið) ýmislegt annað en sokkabönd? Og getur ekki hugsast, að »bandvetlingar« fornmanna hafi verið bundnir (brugðnir, riðnir) vetlingar? ’) !) Auðvitað er þetta hugsanlegt, en miklu líklegra virðist þó hitt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.