Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 36

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 36
36 Manntöl á íslandi á 18. öld. Brot úr sögu Reykjavíkur. Fyrsta manntal, sem til er og tekið hefir verið á íslandi, er tekið árið 1703, að tilhlutun þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Manntal þetta er tekið fyrra hluta ársins 1703 um alt land, nema í einstöku sveitum er það tekið í desembermánuði 1702, og hafa hreppstjórarnir, er þá voru vanalega 5 í hverjum hreppi, séð um framkvæmd þess, hver í sinni sveit. Manntal þetta er geymt í Ríkisskjalasafni Dana, og er hið merkilegasta á marga lund. Er það, að kalla má, í frumriti úr öllum sýslurn landsins, nema Vestmannaeyjasýslu; skýrslan úr henni er geymd í safni Árna Magnússonar, nr. 464 fol. í^ar er og skýrslan um gripaeign Vestmanneyinga, ásamt jarðabók þeirra Árna og Páls, bæði á íslenzku og dönsku yfir Vestmannaeyjar og á dönsku yfir Rangárvallasýslu. Kalla má, að allar skýrsl- urnar séu í frumriti, þó svo sé reyndar ekki; því úr mörgum sýslunum (t. d. Rangárvalla, Snæfellsness, Dala, Stranda, Eyja- fjarðar, Pingeyjar, Vestur-ísafjarðar, Austur-Skaftafells sýslum) hefir sýslumaðurinn látið afrita allar hreppaskýrslurnar, og sett þær í eina skýrslu, og svo staðfest þessa skýrslu, ýmist með því, að rétt væri afritað eða rétt samantekið eftir hreppaskýrsl- unum. Er manntal þetta nærfelt IOO árum á undan tímanum, því það er fyrst 1. febr. 1801, að slíkt manntal sem þetta er tekið um alt veldi Danakonungs, og manntalið 1801 er fyrsta manntalið, sem til er í Danmörku. Manntalið 1703 er ekki á prentuðum eyðublöðum, og fyrirkomulagið á því er ofurlítið mis- munandi úr hinum einstöku sýslum landsins, en alstaðar nærfelt hefir það inni að halda alt það, er manntölin 1801, 1835 og 1840 hafa inni að halda, eða hið sama og manntölin lengst niður á 19. öldina, er fæðingarstaðardálknum sleppir. Innihald mann- talsins er: 1. Nöfn allra heimilismanna, og hver fjölskylda með þjónustu- fólki sínu. 2. Aldur hvers manns.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.