Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 43

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 43
43 flóa hafi, að minsta kosti á vetrarvertíðinni, mest verið notuð fjögramannaför. Árið 1903 voru 10 fjögramannaför í Rvík, og eitt sexmannafar, og er það hiklaust eins mikið eða meira, en verið hefir 1703; en auk þess áttu Reykvíkingar 1903 35 þil- skip. Væri eignum Reykvíkinga nú skift jafnt milli allra íbúa bæjarins, kæmi allmiklu meira á hvern íbúa, en 1703, og fátækt manna minni nú en þá; en það, sem máske er þó ennþá ein- kennilegast og mest eftirtektarvert, er, að landbúnaður Reyk- víkinga er meiri nú, en þegar landið var að öllu leyti notað til ræktunar, eftir þeirrar tíðar hætti. Petta virðist mér vera ein af sönnunum þess, að bættar samgöngur bæti landið, þ. e. betri markaður; og það er ég sannfærður um, að ekkert gæti bætt og eflt landbúnaðinn meira en járnbraut frá Rvík norður sveitir til Akureyrar, og járnbraut frá Rvík til Rangvell- inga. Næsta manntal, er farið hefir fram á íslandi, mun hafa farib fram árib 1727. I »Skýrslum um landshagi« I, 2 er manntalið 1769 talið næsta manntalið; en það er ekki rétt. Víst er um það, að Hannes skjalavörður Porsteinsson á manntal frá 1727 yfir Rangárvalla, Árness og Hnappadals sýslur; eru það frumrit og með sama fyrirkomulagi og manntalið 1703. Að líkindum hafa þessi manntöl verið tekin þá í tilefni af bygging Grænlands. Það var þá mikið rætt um Grænlands bygging, og að fá íslend- inga til að flytja þangað; en ekkert varð úr því. En um mann- tal fyrir aðrar sýslur en þessar 5 fyrtöldu er ókunnugt. Árið 1735 hafa verið taldir allir heimilisfeður á íslandi. Sú skýrsla er gjörð með tilliti til verzlunarinnar og hvar hver bóndi á að verzla. Pær skýrslur eru í frumriti í Ríkisskjalasafni Dana. Árið 1762 fer fram manntal á íslandi, og það lítur út fyrir, að um það manntal hafi þeim verið með öllu ókunnugt, er hafa haft með hagfræðisskýrslur landsins að gera. Petta manntal er á prentuðum eyðublöðum, og er geymt í Ríkisskjalasafni Dana. Er það í fjórum pökkum, en talsvert vantar á, að það sé úr öllum sveitum landsins. Munu sumir skýrslusemjendur ekki hafa gjört skyldu sína í þessu efni, og sumpart hefi ég líka fundið skýrslur úr þessu manntali í öðrum pökkum frá íslandi, óskyldum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.