Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 48
48 en nú vakti það einhverja andstygð hjá henni, er hún hugsaði um hana. Ef til vill hefði það verið það, sem gjörði þá Björn og Pétur svo óaðskiljanlega vini, að Pétur . . . altaf . . . hefði verið á varðbergi? Pað var einkennilegt — nú fyrst mundi hún eftir, að svipurinn í augum Björns og hljómurinn í rödd hans hefði ekki æfinlega verið jafn-vinalegur, þegar hann skifti orðum við — vin sinn. Hvernig stóð á því, að hún hefði ekki fyr veitt því eftirtekt? Ónei, henni hefði víst verið Björn, og það, sem þeim fór á milli, of ríkt í huga til þess, að hún hefði tekið eftir nokkru öðru. Og þegar svo Pétur einn góðan veðurdag kom einsamall — og bað hennar, — hefði hún tekið honum undir eins. Alt hefði gjörst eins og af sjálfu sér, eins og það hefði verið undir- búið bæði vel og lengi. Hún hefði hreint ekki orðið vör við, þegar hann kom. Hann hefði líklega farið sér hægt og rólega, eins og hann átti vanda til. I hvert sinn, sem Björn kom, buldi rómur hans strax gegnum allan bæinn. En hún hefði verið frammi í eldhúsi, þegar Pétur kom, og dyrnar út í göngin hefðu staðið opnar, svo hann hlyti að hafa farið framhjá þeim, án þess hún yrði þess vör, á leiðinni inn í baðstofuna til foreldra hennar, — til þess að tala fyrst við þau. Hún hefði aldrei hugsað út í þetta áður. ... — Pað kom alt í einu drengur fram til hennar, og bað hana að koma inn í herbergi foreldra hennar, — þau vildu tala við hana. Hún fór inn, og inni hjá þeim hitti hún Pétur, sem heilsaði henni með slíkri alvöru, að henni flaug í hug, að hann hlyti að vera kominn til að flytja þeim fregn um eitthvert mannslát. Strax flaug henni Björn í hug, — að eitt- hvert slys kynni að hafa hent hann. En henni gafst enginn tími til frekari hugsana, því móðir hennar, sem var farin að tár- fella af gleði, bar undir eins fram bónorð Péturs. Hún mundi óglögt eftir, að hún alt í einu hafði séð sjálfa sig í anda sem húsfreyju á stærsta heimili sveitarinnar, og áður en hún eiginlega vissi, hvað hún gjörði, hafði hún gefið honum jáyrði sitt. En það versta var, að hún fann á sjálfri sér, að þó hún hefði beðið um frest og hefði hugsað málið, þá mundi hún — samt sem áð- ur — hafa játast honum. Pað var það, sem var eitthvað svo ógeðfelt, og sem gjörði, að henni fanst hún vera svo mikið ó- hræsi og svo léleg manneskja. En hefði hún nú átt að gjöra það upp aftur, þá hefði hún aldrei játast honurn, — aldrei!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.