Eimreiðin - 01.01.1915, Page 50
50
kaupa leyfisbréf og halda brúðkaupið í kyrþey, án opinberunar
eða lýsinga.
En þegar hún sá Björn, í fyrsta skifti eftir að hún hafði trú-
lofast Pétri, — það var við vígsluna í kirkjunni, því hann hafði
forðast fundi við hana, og hún hafði einhvernveginn ekki haft
kjark í sér til þess, að leita fundar við hann, enda lítið haft viö
hann að tala, — sá hún ekki annað en hrygð í svip hans; —
— enga fyrirlitningu. Aðeins sára og djúpa sorg. . . .
Og nú var hann farinn eitthvað út í buskann. Og honum
hafði ekki fundist nauðsyn bera til, að skýra neinum frá, hvert
hann ætlaði sér.
— — — Og nú var hún orðin húsfreyja á ríkasta heimili
sveitarinnar, — og sú staða var jafnvel álitlegri en staða
prestsfrúarinnar. Og þegar hún á morgnana opnaði augun, bar
ekkert það fyrir sjónir, sem ekki væri hennar eign. Jafnvel
landið í kringum bæinn, í fleiri mílna fjarlægð, átti hún. En þó
þráði hún nú þá morgna, þegar hún vaknaði í litla, fátæklega
herberginu heima hjá sér, — þráði þá, vonlaust, og það var eins
og þegar væri kominn einhver sljóleiki í þrá hennar.
Bví þó hún ætti alt, sem hún sá í kringum sig, — já, þó
hún hefði átt gjörvallan heiminn — —
ilmur daganna var horfinn.
GUNNAR GUNNARSSON.
Séra Keli.
Eftir JÓN TRAUSTA.
»Pað er komin fram tillaga, sem hljóðar svo: Fundurinn skor-
ar á Alþingi, að gera ráðstafanir til, að bæta launakjör presta.«
Hans háæruverðugheit, prófasturinn á Hraunsstað, hallaði sér
makindalega aftur að bakinu á formannssætinu, og leit í náð til
prestanna beggja megin við sig.