Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 51

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 51
51 Fundarskrifarinn, sem líka var prófastur, og þar að auki alþingismaður, tók við tillögunni og fór að færa hana inn í fund- arbókina. »Tillagan liggur fyrir til umræðu,« sagði prófasturinn og fór makindalega að öllu. Meðan hann beið eftir því, að einhver bæði um orðið, tók hann upp silfurdósirnar sínar og fékk sér ofurlitla tölu upp í sig — auðvitað með prófastslegri hæversku. — Framan við grindurnar, sem stóðu þvert yfir gólfið í fundarsalnum, var troðfult af fólki. Pað voru alt áheyrendur, sem komnir voru þangað af forvitni og kannske líka af kristilegum á- huga. Hver veit —? Flestir sátu á bekkjunum, sem stóðu út frá veggjunum beggja megin. En þeir, sem ekkert sæti höfðu getað fengið, stóðu í þröng frammi við dyrnar. Fundurinn var haldinn í Good-Templarahúsinu í Vogabúðum. En af því að sama húsið var líka notað fyrir fundi hreppsnefnd- arinnar og sýslunefndarinnar og uppboð sýslumannsins, voru þessar grindur til, til að setja þær þvert yfir gólfið, þegar skilja þurfti sauðina frá höfrunum. Stöku sinnum var húsið líka notað fyrir réttarhöld, og þá voru grindurnar dómgrindur. Prestarnir voru það frjálslyndari en allir aðrir, sem húsið notuðu með grind- unum, að þeir létu hliðið standa opið. Tað var óhætt. Vogabúða- menn voru svo vel siðaðir, að enginn þeirra tróð sér inn fyrir til prestanna. Peir sátu því afskektir í öllum heilagleik sínum og höfðu rúmt um sig í instu sætunum, sem von var, því að það voru þeir, sem leigt höfðu húsið til fundarhaldsins. Allir aðrir, sem þar sátu, voru gestir þeirra, sem þeir gátu rekið út. En þeim var nú eitthvað annað í hug. Peir sátu þar allir sælir og ánægðir, sem von var, því að þeir höfðu allir nýlega lesið það í »Eimreiðinni«, að prestarnir væru og hefðu jafnan verið aðalfrömuðir íslenzkrar menningar. Enginn hafði mótmælt því, og þá var það auðvitað satt. Þeir brostu allir góðlega og glaðlega, því að sjaldan hafði nokkur þeirra ljómað fyrir jafn- fjölmennum söfnuði, sem þarna var. Og þeir létu sér koma prýðilega saman, þó að þeir væru sinn af hverjum stjórnmála- flokkinum og allir vissu það. Nú fundu þeir það á sér, að þeir áttu að vera fólkinu til fyrirmyndar. Séra Halldór á Hraunsstað sat í einskonar hásæti fyrir miðj- um gafli, með bjöllu á borðinu fyrir framan sig, sem táknaði vald 4’

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.