Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 56
56 sPað er ekki ætlast til, að aðrir en prestarnir ...» stamaði hann. »Má ég gera eina fyrirspurn?c Röddin var fastari og styrkari en áður, og séra Keli var staðinn upp. Hann var mikill vexti og luralega vaxinn, axlirnar og hendurnar stórbeinóttar og kraftalegar. Barmurinn á frakkan- anum hans gljáði af óhreinku. Öll fötin hans báru það með sér, að hann var þriðja flokks farþegi á skipinu og hafði legið í lesta- rúminu, líklega veikur af sjósótt, að minsta kosti vanhirtur af öllum. Allra augu hvíldu á honum. Það var undrun og meðaumkv- un í augum manna, kvíði og hálfgerð angist. Pað var sem horfðu menn á fallið stórmenni. Pessi maður hafði þó eiriu sinni staðið skrýddur hempu og hökli og rykkilíni. Og nú stóð mönnum geigur af honum, er hann stóð upp á prestafundinum í óhreinum görmum, eins og menn sæju mannskaðaveður vera að skella yfir. »Má ég gera fyrirspurnina?« Pað var eindregin skipun í röddinni, en ekki snefill af bæn- arauðmýkt. Prestarnir horfðu til fundarstjórans. Einn þeirra mælti hálf- hátt: »Við skulum lofa honum. . . .« »Jæja þá. Ósköp stutta fyrirspurn.« »0, það er nægur tími,« mælti séra Keli. »fað er nú búið að eyða hálfri klukkustund til ónýtis.« Svo rétti hann sig upp og sótti í sig veðrið. »Pað, sem ég vildi spyrjast fyrir um, er að eins þetta: Eru það launakjör presta á himni eða jörðu, sem á að bæta?« Húsið ætlaði að klofna af hlátrinum, sem upp laust. Prest- arnir hlógu með sjálfir. Eini maðurinn, sem ekki hló, var séra Keli sjálfur. Honum stökk ekki bros. Hann stóð grafkyr og alvarlegur á svipinn og lét hláturinn svella alt í kringum sig eins og hafrót. Það var auðséð á honum, að hann ætlaði sér að segja meira. Einn af prestunum rétti honum tillöguna og benti honum á orðin: Fundurinn skorar á Alþingi, Séra Keli lét sem hann sæi það ekki.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.