Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 59
59
átti við. Þetta var það, sem menn kölluðu »fluguna í höfðinu á
honum«.
Séra Keli hélt áfram:
»Pað eru sérréttindi ykkar prestanna, sem engum hefir dott-
ið í hug að skerða, að mega tala þar, sem engir aðrir hafa
málfrelsi. Hvernig notið þið þessi sérréttindi? — Eða hefir
ykkur aldrei komið til hugar, að einhvern tíma kynnuð
þið að þurfa að svara til þess, sem þið segið í stólnum?*
»Það er um launakjör presta, sem hér er verið að tala,«
dirfðist fundarstjórinn að grípa fram í, og hringdi bjöllunni
um leið.
En séra Keli lét ekki slá sig af laginu.
»Já, það er einmitt um launakjör presta, sem ég er líka að
tala,« mælti hann, og var þá alment hlegið. »En ég vil minnast
á það um leið, hvað þeir hafa til launanna unnið. — Eg var kom-
inn að lyginni, vinir mínir. Lyginni — þessari dóttur djöfulsins,
sem sáir illgresi í alt okkar þjóðlíf. — Eg tek rétt til dæmis:
Á þessum síðustu og verstu tímum eru hér á landi tveir stjórn-
málaflokkar, annar, sem hefir völdin, hinn, sem vill ná þeim. En
lygin skiftist á milli þeirra. Henni er þjónað í báðum flokkun-
um. Stjórnarflokkurinn ver gerðir stjórnar sinnar með lygum;
hinn flokkurinn reynir að steypa henni með lygum. Við allar
kosningar lýgur hvor flokkurinn blygðunarlaust upp á annan.
Lygar, sem allir vita, að eru lygar, eru breiddar út hátt og í
hljóði, í því trausti, að einhver glæpist á þeim og ekki sé hægt
að hnekkja þeim fyr en um seinan. Og prestarnir? Hvað gera
þeir? f*eir skiftast auðvitað á báða flokkana, eins og lygin. En
þeir rísa auðvitað móti henni af alefli og beita sínum miklu og
góðu áhrifum til að hnekkja lygunum og brennimerkja lygarana.
Er ekki svo? — O-nei, þeir eru nú betri flokksmenn en svo,
blessaðir! Peir hylla lygina, eins og aðrir, og halda fyrir henni
skildi. Peir styðja hana, þjóna henni og þykir vænt um hana,
gera sér gælur við hana eins og góða veiðibrellu, líða flokki
sínum að nota hana sér til hagsmuna, nota hana sjálfum sér
til gengis og — fljóta sumir inn á þingið fyrir hennar full-
tingi.«
»Petta er ósatt!« gall við í prófastinum, sem líka var þing-
maður.