Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Side 61

Eimreiðin - 01.01.1915, Side 61
6i »Nú tek ég af þér orðið. Nú verður þú að fara héðan út með góðu. Annars . . .« Séra Keli brýndi röddina: »þú tekur ekki af mér orðið, Halldór prófastur, riddari af Dannebrog, — prœter plura! Eg þekki þig frá gamalli tíð. Hempunni þinni get ég ekki svift þig, en þá hempu, sem þú hefir ofið þér sjálfur með lygum og svikum og óheiiindum, skal ég svifta utan af þér, svo allir sjái, ef þú hefir þig ekki hægan.« Prófasturinn fölnaði í framan og hætti að hringja. Séra Keli var nú kominn í slíkan algleyming, að engin von var til, að hann tæki neinum sönsum. Augu hans brutinu af hálfgerðri tryllingu, og viprurnar í andliti hans urðu enn þá ægi- legri. Menn horfðu á hann kvíðablandnir, og sumir, einkum kvenfólkið, með hálfgerðri skelfingu. Allir vissu, að hann mundi verða látinn út, en jafnframt, að það mundi ekki ganga stimp- ingalaust. Sumir höfðu gaman af þessu öllu saman og unnu prestunum með góðu geði þeirrar meðferðar, sem þeir fengu hjá honum. Peir litu svo á málið: Margt af þessu, sem karlinn segir, er í raun og veru satt, og fuh þörf á að segja það, þó að fáir hafi viljað verða til þess. Og prestarnir eru vísir til að þola séra Kela það, sem þeir mundu ekki þola öðrum — eða eitthvað því um líkt. En það leyndi sér ekki, og því gleymdi heldur enginn mað- ur, að þessi maður var veiklaður á geðsmunum. Ur því að hann hafði náð að byrja, gat hann ekki stilt sig, fremur en kletturinn, sem veltur fram af brekkubrúninni. Hann varð að halda áfram, þar til kraftar hans væru tæmdir, eða eitthvað annað yrði til að stöðva hann. Petta, sem hann nú jós yfir prestana, var ekkert nýmeti. Pað var beiskja, sem hann hafði búið lengi yfir, ef til vill síðan hann var »rekinn út úr Paradísinni«, eins og hann hafði stundum komist að orði. Beiskja, sem ef til vill hafði eitrað alt líf hans og verið hin sanna orsök í öllu óláni hans — gert hann illan og óþjálan og óviðráðanlegan öllum þeim, sem vildu vera honum góðir. Pessi beiskja hafði búið í honum í leyni, þegar hann sat við það, að kenna smá-krökkum að stafa. Hún hafði verið föruuautur hans, er hann gekk einsamall yfir langar heiðar, og hún hafði vaxið honum yfir höfuð, er hann lá í hálmfleti í lestarúmi gufuskipanna og gallið gekk upp í kverk-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.