Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 62
62 arnar á honum. Hún var ef til vill orðin annað eðli hans. Og nú brauzt hún út með öllu því afli, sem í honum var. Séra Keli stóð ofurlitla stund þegjandi og sótti í sig veðrið. Síðan mælti hann: »Einu sinni naut ég þeirrar sæmdar, að standa í stólnum í dómkirkjunni í Reykjavík. Pað eru mörg ár síðan, eins og þið vitið. Biskupinn sat í stúkunni sinni rétt við vangann á mér, og landshöfðinginn í stúkunni hinumegin, því að þá var enginn ráð- herra hér á landi. Ojæja. Eg stóð þar ekki nema einu sinni. Eg hefi aldrei kunnað þá list, að ráðast á garðinn, þar sem hann var lægstur. Mér var kent það í ungdæmi mínu, að það gerði enginn annar en sá, sem ekki var talinn eftirbreytnisverður. Nú þykir það fair play. — Nei, ég miðaði á höfuðið að því sinni, og hvort ég hafi hitt — ja, um það skulum við ekki tala hér. Ekki heldur um afleiðingarnar. En þó skift sé nú hamingju og hlutur minn smár, iðrast ég ekki eftir þeim orðum, sem ég talaði þar. Einhverntíma uppsker ég launin fyrir þau.« »En?þið« — séra Keli brýndi aftur röddina og krepti hnef- ana — »þið standið í stólnum sunnudag eftir sunnudag, einir um orðið, ábyrgðarlausir, nema fyrir guði himnanna einum. fið horf- ið ofan yfir bekkina. Pangað safnast allur þessi ósómi, sem gengur vel til fara, alt þetta, sem skreytir sig með yfirskini drengskapar og föðurlandsástar, alt þetta, sem lifir á þjóðarlyg- inni og heldur henni feitri og fallegri, — og þið flettið ekki af því flíkunum. Eið sjáið hræsnina, óheilindin og yfirdrepsskapinn í öllum sínum aumkvunarlegu myndum, sjáið í gegnum það alt saman og inn í fúann og ýlduna, sem undir býr. Pið þyrftuð ekki annað en blása á þessar páfuglafjaðrir, til þess að þær fykju í allar áttir, en þið gerið það ekki. Nei, þið haldið lygunum og svikunum undir ykkar prestslegu vernd . . .« Séra Keli þagnaði í miðri setningunni, og prófasturinn í for- setastólnum greip tækifærið til að hringja bjöllunni og hrópa: »Svona! Nú er nóg komið. Hættu nú og farðu út!« En séra Keli byrjaði aftur og hafði hærra en bæði prófast- urinn og bjallan: »Eg bið ykkur að afsaka, herrar mínir. En nú var ég sjálf- ur farinn að fara með ósannindi. — Pið horfið ekki ofan á neitt úr stólnum, annað en bekkina. Par sitja engir — ekkert af því, sem ég nefndi áðan. Kirkjurnar ykkar eru tómar. Menn vita það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.