Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 63

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 63
63 fyrir löngu, að það, sem þið segið, er blóðlaust og bragðlaust og særir hvorki né græðir. Kærleikurinn, sem þið látið klappa öllu, illu og góðu, er hálfvolg sætsúpa, sem enginn hefir lyst á. Eng- inn sækir prédikanirnar ykkar, nema uppgefnar aumingja kerling- ar, sem búnar eru fyrir langa-löngu að taka út á sál og líkama hegninguna fyrir æskuyfirsjónir sínar, og nú koma í kirkjuna, til að spara sér að leggja í heima hjá sér.« »Söfnuðurinn« fór að hlæja, þó lágt væri. En nú var prestunum nóg boðið. Áskoranirnar til formanns- ins um að gera enda á þessu urðu altaf háværari og háværari. Nú sáu allir, að ekki mátti fresta því lengur, að láta séra Kela út. Séra Keli lét sem hann hvorki sæi eða heyrði, hvað nauðað var innan við grindurnar, en hélt áfram: »Og þið sjálfir — prestarnir — eruð orðnir svo gagnsýrðir af þjóðarlygunum, sem þið lifið og hrærist í og andið að ykkur, — svo drukknir af víni þessarar — Babýlonar, að þið sjáið ekki sjálfir, hvar þið eruð staddir. Kirkjan ykkar er á undanhaldi. Virki eftir virki hefir hún orðið að gefa upp síðasta mannsaldur- inn. Hún er að gliðna sundur og ganga af göflunum, og þið sjálfir eruð að yfirgefa hana eins og sökkvandi fleytu. Hver sem betur getur, reynir að ná sér í einhverja aðra stöðu, þeir í þing- menskuna, sem ekki eiga annars von. Enginn ykkar finnur gleði og svölun í prestsþjónustunni; enginn ykkar er prestur af köllun. Allir hafið þið hugann á einhverju öðru. Lang-flestir prédika ut- angarna, af skyldurækni og til þess að glata ekki kiól og kalli, og varast þá auðvitað að segja annað en það, sem kemur sér bezt. . . .« »Látið hann út!« hrópaði prófasturinn og hringdi formanns- bjöllunni. »Látið hann út!« Enginn hreyfði sig, og séra Keli skerpti röddina enn þa betur: »Við, sem aldir erum upp í kirkjunni fyrir svo sem þrjátíu árum, þekkjum okkur ekki í henni lengur. Hún er orðin skuggi fyrri tilveru sinnar; mér liggur við að segja, að það sé lygi — eins og svo margt annað — að hún sé lifandi. Alt, sem gaf henni hnykla í brýrnar og vald til aga og umvöndunar, er skor- iS burtu, svo að ekkert er þar eftir, nema örin og sárin. Helvíti er kulnað út — djöfullinn dottinn úr sögunni. . . .« »Látið hann út, látið hann út!« hrópaði prófasturinn og hringdi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.