Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 67

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 67
67 Ritsjá. B0NAÐARRITIÐ. XXVII. ÁR. Rvík 1913. í*að byrjar með leiðbeiningum og tillögum um hlý og rakalaus steinhús, eftir prófessor Guðm. Hannesson. Hann telur okkur nú komna á steinsteypu-öld, að vaxa frá timburhúsunum. Hér gefst þjóð- inni kostur á að kynna sér nokkuð af reynslu hans og þekkingu á þessu sviði. Bent er á nokkra galla hinna nýju steypuhúsa, t. d. veggina ein- falda, óvatnshelda og kalda. Lýsir hann þeirri gerð veggja, er hann tel- ur hagkvæmasta í landi voru. Margar ágætar leiðbeiningar gefur hann, er að gagni munu koma við steypuhúsagerð. — í’á er erindi eftir Pál Jónsson, kennara á Hvanneyri: »Eldur«. Er það aðallega um sparnað á eldsneyti, er hann telur gjörlegan með haganlegum eldavél- um og moðsuðu; og um rétt val á eldsneyti. Sú hlið málsins öllu víð- tækari og vandleystari. Sjálfsagt virðist, að hrinda sem fljótast af sér þeim skrælingjahætti, að brenna áburðinum, og rétt er atlaga Páls gegn honum. Sýna verður það, helzt bæði í orði og verki, að beinn óhagur sé það búendum, að brenna taðinu; en vart má enn sýna með laukréttum tölum óhag þann, er af því leiðir; rannsóknir og reynslu brestur. Vonandi, að Páll haldi áfram baráttu sinni 'gegn áburðar- brenslu. — TorfiBjarnason ritar all-langa grein: »Enn um hey- ásetning«. Og þar höfum við 1000 ára reynslu að baki. Fellisárin hafa komið þetta við og við yfir okkur, og enn er ekki fyrirsjáanlegt, að þau hverfi algjörlega úr þjóðlífi voru. í grein þessari fer saman per- sónuleg reynsla og útdráttur úr búnaðarskýrslum, er sýnir Ijóslega hið gífurlega tjón, sem bændastéttin hefir biðið af heyskorti og horfelli. En gamlar landsvenjur eru seiglífar, og það veit Torfi. Honum er ljóst, að mikið má að gera, ef duga skal, til þess að þjóð vor standi hervædd gegn »víkingnum grænlenzka*. Skýtur hann máli sínu til þings og stjórnar, sem hér á nauðsynjaverk fyrir höndum. Heyskoðun og forða- búr telur hann vörnina beztu. Rétt mun það vera og nauðsynlegt í bráð. En sjálfsagt teljum vér þó, að framtíðarmarkið sé, að skoðun og búnaðarhættir almennings breytist svo, að hver einstaklingur gæti betur sinna eigin hagsmuna, hjálpi sér sjálfur að mestu. — Þá ritar Halldór Vilhjálmsson skólastjóri: »Um heyverkun«. Byggir þar mikið á eigin reynslu frá stórbúinu á Hvanneyri. Svo á það að vera. Innlend reynsla í þeim efnum það eina, sem dugar. Hingað til of lít- ið um það skeytt, að ábyggilegar athuganir og reynsla yrði almenn- ingseign; hver fer sínu fram. Heyverkun alment talin um of vandalaust verk. Á H. V. þökk skilið fyrir. — Björn Bjarnason ritar um: «Markalög«. Ákveðnar tillögur um, að óregla sú verði afnumin með lögum, sem nú er á búfjármörkum um land alt, og fast fyrirkomulag komist á þau undir umsjón landsstjórnar. f’örf grein. Og önnur »Um akstur og akbrautirc, mest reynsla hans sem góðs og gilds bónda, — Eru þá aðalgreinarnar taldar. Fleiri eru þar smágreinar, 5'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.