Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 76

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 76
76 Er harla fróðlegt að sjá, hverjum breytingum sagan hefir smámsaman tekið, og skýr- ir það, hvernig sumar af sögum vorum hafa til orðið. Alítur höf., að fyrst sé sagan til íslands komin frá Hollandi, og færir rök fyrir því, en þó aðeins sem munnleg frásögn, sem seinna hafi verið færð í letur. Petta er sjálfsagt rétt; en aftur er það ekki rétt, að óvanalegt sé í íslenzku, að kalla ógiftar konur »frúr«, þó það sé ekki tíðkað á vorum dögum. I fornsögum vorum og fornritum er »frú« oft haft um ógift- ar hefðarstúlkur, þó það komi enn oftar fyrir um giftar. V G. HEINRICH ERKES: NEUE BEITRÁGE ZUR KENNTNISS INNER-ISLANDS (Sonderabdruck aus den Mitteilungen des Vereins fui Erdkunde zu Dresden. Band II, Heft 9). Petta er alllöng ritgerð (52 bls.) og með 15 myndum, og er þar skýrt frá fimtu íslandsför hr. Erkes, sumarið 1913. Hafði hann þá einsett sér að rannsaka Vatnahjallaveg og norðausturröndina á Hofsjökli og finna upptök í^jórsár og Jökulsár hinnar eystri. Ennfremur ætlaði hann að kanna svæðið í kringum Laugafell og þann hluta Sprengisands, sem enn var ókunnur, milli Eystri-Polla og Kiðagils. Að lokum ætlaði hann og að ganga upp á Kerlingardyngju í norðurhluta Odáðahrauns, og einkum Hvammsfjöll, sem enginn hefir áður komið upp á. Og alt þetta gerði hr. Erkes, eins og hann hafði ásett sér, og er ritgerðin lýsing á förinni, bæði fjörug og fróðleg, og stráð innan uro góðum sögulegum upp- lýsingum. V. G. ISLANDS KLIMA I OLDTIDEN. Svo heitir merkileg ritgerð, sem próf. Porv. Thóroddsen hefir ritað í »Geografisk Tidsskrift« XXII, 6, bls. 204—216 (1914). I ýmsum ritum um Island hefir því verið haldið fram, að loftslag á Is- landi muni hafa verið miklu mildara í fornöld en nú. fessari skoðun hefir nú síð- ast sænskur prófessor, A. Pettersson, haldið fram í vísindalegri ritgerð um loftslags- breytingar að fornu og nýju. Hann álítur, að hérumbil íslaust hafi verið á Islandi fyrstu fjórar aldirnar (9.—13. öld), og loftslag þá miklu betra, enda hafi afturför landsins í menningu og velmegun verið að kenna þeim miklu ísárum, er hófust á 13. öldinni, og hinum mörgu eldgosum og stórsóttum á 14. og 15. öld. Gegn þessari skoðun rís próf. Thóroddsen í ritgerð sinni, og sýnir fram á, að þó að sjaldan sé beinum orðum sagt frá hafþökum af ísi í fornritunum, þá sé þar víða getið um afleiðingar hans, harðindi og óáran, og sannar þetta með fjöl- mörgum dæmum úr sögunum. Hann sýnir og fram á, að frásagnirnar um skóga og akuryrkju séu engin sönnun þess, að loftslag hafi þá verið neitt betra en nú, og afturför landsins hafi átt sér aðrar orsakir en loftslagsbreytingar, þótt óblíða náttúr- unnar og stórsótta-áföll hafi átt sinn þátt í henni í sambandi við annað. — Ritgerð- in er afarfróðleg og sannanirnar svo sterkar, að allir hljóta að sannfærast. V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.