Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 12

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 12
88 heimsskautalöndunum; og má ráða það af rannsóknum í Noregi, Frakklandi og Sviss. Ef gerla vantar algjörlega einhversstaðar, þá er það efalaust, þar sem jarðvegur og loft er þurt, og mikið sólskin; því að gerl- ar þola illa vatnsleysi, og sólskinið er bráður bani fyrir flesta þeirra. Langflestir gerlar eru jarðgerlar og gróa í moldinni, eins og aðrar jurtir. En margar af tegundunum eru ekki við eina fjöl feldar, og lifa þá jafngóðu lífi í mold og vatni, eða jafnvel í lif- andi skepnum. Sumir gerlar eru þó eingöngu í vatni, og sumir eru aðeins sníkjugerlar. í moldinni er gerlafjöldinn langmestur í sjálfu yfirborðinu. Samkvæmt rannsókn, sem gjörð var í Berlín, voru í garðmold i hverjum teningssentímetra í yfirborðinu 450.000 gerlar, í tveggja metra dýpt 200,000. en í þriggja metra dýpt ekki nema 100. Má af þessum tölum sjá, að gerlunum fækkar óðum, því dýpra sem kemur uiður í moldina, og er venjulega álitið, að moldin sé gerlalaus, eða að minsta kosti gerlalítil, í þriggja metra dýpt. Svo má næstum því að orði komast, að langflestar gerla- tegundir sé moldargerlar. En úr moldinni komast þær oft í vatn eða loft. Einkum er moldin bústaður hins afarfjölskipaða rot- gerlaflokks. Par er og bústaður saltpétursgerlanna, rótargerlanna og margra annarra. Sóttgerlar eru og alloft í moldinni, og má til þess nefna miltisbrandsgerilinn, Auk þess geta ýmsir aðrir sóttgerlar lifað í mold, t. a. m. taugaveikisgerill, barnaveikis- gerill, kólerugerill o. fl. Vatnið er miklu snauðara af lífrænum efnum en moldin, og er því ekki eins góður gróðrarreitur fyrir gerlana. Og þótt nokk- uð sé af lífrænum efnum í vatni, þá mundu þau skjótt ganga til þurðar, er gerlarnir tækju sér þar bústað. Og þótt vatnið í sjálfu sér sé nauðsynlegt fyrir gerlana, þá gætu þeir þó ekki lifað af tómu vatni, og mundu þá skjótt deyja úr sulti, er lífrænu efnin í vatninu væru búin. Gerlalíf vatnsins er langfjölskrúðugast, þar sem mikið er af lífrænum efnum. í rensli úr skolpræsum er mikið af lífrænum efnum, og þar er þá líka mesti aragrúi af gerlum. Skolpræsi ýmsra stórborga, er standa við ár, hafa afrensli í árnar. í borgunum, og neðan við þær, er mjög mikið af lífrænum efn- um, og gerlamergðin eftir því. Petta gerlavatn færist svo neðar og neðar, en smámsaman minka lífrænu efnin í vatninu, og fer

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.