Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 12
88 heimsskautalöndunum; og má ráða það af rannsóknum í Noregi, Frakklandi og Sviss. Ef gerla vantar algjörlega einhversstaðar, þá er það efalaust, þar sem jarðvegur og loft er þurt, og mikið sólskin; því að gerl- ar þola illa vatnsleysi, og sólskinið er bráður bani fyrir flesta þeirra. Langflestir gerlar eru jarðgerlar og gróa í moldinni, eins og aðrar jurtir. En margar af tegundunum eru ekki við eina fjöl feldar, og lifa þá jafngóðu lífi í mold og vatni, eða jafnvel í lif- andi skepnum. Sumir gerlar eru þó eingöngu í vatni, og sumir eru aðeins sníkjugerlar. í moldinni er gerlafjöldinn langmestur í sjálfu yfirborðinu. Samkvæmt rannsókn, sem gjörð var í Berlín, voru í garðmold i hverjum teningssentímetra í yfirborðinu 450.000 gerlar, í tveggja metra dýpt 200,000. en í þriggja metra dýpt ekki nema 100. Má af þessum tölum sjá, að gerlunum fækkar óðum, því dýpra sem kemur uiður í moldina, og er venjulega álitið, að moldin sé gerlalaus, eða að minsta kosti gerlalítil, í þriggja metra dýpt. Svo má næstum því að orði komast, að langflestar gerla- tegundir sé moldargerlar. En úr moldinni komast þær oft í vatn eða loft. Einkum er moldin bústaður hins afarfjölskipaða rot- gerlaflokks. Par er og bústaður saltpétursgerlanna, rótargerlanna og margra annarra. Sóttgerlar eru og alloft í moldinni, og má til þess nefna miltisbrandsgerilinn, Auk þess geta ýmsir aðrir sóttgerlar lifað í mold, t. a. m. taugaveikisgerill, barnaveikis- gerill, kólerugerill o. fl. Vatnið er miklu snauðara af lífrænum efnum en moldin, og er því ekki eins góður gróðrarreitur fyrir gerlana. Og þótt nokk- uð sé af lífrænum efnum í vatni, þá mundu þau skjótt ganga til þurðar, er gerlarnir tækju sér þar bústað. Og þótt vatnið í sjálfu sér sé nauðsynlegt fyrir gerlana, þá gætu þeir þó ekki lifað af tómu vatni, og mundu þá skjótt deyja úr sulti, er lífrænu efnin í vatninu væru búin. Gerlalíf vatnsins er langfjölskrúðugast, þar sem mikið er af lífrænum efnum. í rensli úr skolpræsum er mikið af lífrænum efnum, og þar er þá líka mesti aragrúi af gerlum. Skolpræsi ýmsra stórborga, er standa við ár, hafa afrensli í árnar. í borgunum, og neðan við þær, er mjög mikið af lífrænum efn- um, og gerlamergðin eftir því. Petta gerlavatn færist svo neðar og neðar, en smámsaman minka lífrænu efnin í vatninu, og fer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.