Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 7

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 7
Ingibjörg Sverrisdóttir S Lestrarfélög í Arnessýslu Eftirfarandi grein byggist á rannsókn sem unnin var sem verk- efni í námskeiðinu „Eigindlegar rannsóknaraðferðir" sem haldið var við Háskóla íslands á vorönn 1995 undir stjórn Rannveigar Traustadóttur. Hún er allmikið stytt frá upphaflegu útgáfunni. 1.0 Viðfangsefiii rannsóknarinnar 1 rannsókninni var könnuð starfsemi almennra lestrarfélaga í Arnessýslu frá því fyrir síðustu aldamót og á fyrri hluta þessarar aldar. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig þessi félög voru skipulögð, hvaða fólk tók þátt í þeim og hvaða tengsl þau höfðu við aðra menningarstarfsemi. Þeir þættir sem helst voru skoðaðir snúa að hinum almenna félagsmanni, svo sem bókakostur, útlán og bóklestur, hvernig starfsemin var fjármögnuð og hvernig bækurnar voru geymdar. Ekki var lögð áhersla á að afla mjög nákvæmra sögulegra staðreynda eða að skrifa samfellda sögu einstakra lestrarfélaga. Hins vegar var kannað umfang þeirra frumheimilda sem félögin létu eftir sig og þeir þættir sem eru sameiginlegir dregnir fram. Talsvert hefur varðveist af efni og það er í raun óþrjótandi brunnur upplýsinga ef það væri skoðað nánar. 2.0 Rannsóknaraðferðir Við þessa rannsókn var beitt eigindlegum rannsóknar- aðferðum. Þessar aðferðir ganga undir ýmsum heitum á ensku svo sem qualitative research methods, ethnography eða natura- listic inquiry. Þessar rannsóknir eiga uppruna sinn innan félag- sfræði og mannfræði og eru mjög oft notaðar í rannsóknum þar sem reynt er að öðlast innsýn í líf og aðstæður fólks. Markmiðið er ekki að ná fram sem víðtækustu tölfræðilegu yfirliti, heldur að skilja hlutina út frá sjónarhorni þeirra sem eru þátttakendur í rannsókninni. (Taylor & Bogdan, 1984; Rannveig Traustadóttir, 1993). Innan bókasafns- og upplýsingafræði hafa aðferðir af þessu tagi verið notaðar erlendis, en þó í litlum mæli, miðað við meg- indlegar (quantitative) rannsóknaraðferðir. A því sviði ganga þær undir nöfnum eins og observation and description, case studies, library user studies o.fl. (Busha & Harter, 1980). Eig- indlegum rannsóknaraðferðum hefur ekki verið beitt markvisst við rannsóknir í bókasafns- og upplýsingafræði hér á landi og því síður hvað varðar sögulegt efni á þvf sviði. Það var því forvitnilegt að skoða hvaða árangur þetta gæti gefið. 2.1 Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru níu, fimm karlar og fjórar konur. Allar konumar og einn karl eru starfandi bókaverðir í Arnessýslu, þrír karlar eru bændur og einn karl tengist lestrar- félögum gegnum fyrra starf sitt. Allir þátttakendur nema einn eru búsettir í Amessýslu. Um helmingur þeirra hefur búið þar alla ævi, en hinir mikinn hluta ævi sinnar. Fólkið er á aldrinum 55-85 ára. í upphaflegri rannsóknaráætlun var gert ráð fyrir að taka viðtöl við fólk sem hefði tekið þátt í starfsemi lestrarfélaga fyrr á öldinni. Hópurinn sem tók þátt í rannsókninni var hins vegar ekki valinn eftir neinu fyrirfram ákveðnu kerfi, heldur hafði verið bent á fólkið sem hugsanlega heimildamenn. í ljós kom, að einungis tveir karlanna höfðu verið félagar í lestrarfélagi fyrir 1950 og tekið virkan þátt í starfsemi þess. En hinir þátttakend- urnir vissu ýmislegt og gátu gefið mikilvægar upplýsingar og staðreyndir um starfsemi einstakra félaga, auk þess sem þau varðveittu ýmsar heimildir. Viðtölin við þau gáfu góða heildar- sýn yfir starfsemi þess félags sem þau tengdust. 2.2 Gagnasöfnun Gagnasöfnun fór að mestu fram 11. febrúar - 6. aprfl 1995. Rannsóknargögnin samanstanda af viðtölum, þátttökuathugun- um og gömlu efni frá lestrarfélögunum. Einnig er stuðst við nokkrar prentaðar heimildir þar sem fjallað er um starfsemi lestrarfélaga í Arnessýslu. Viðtölin fóru fram á heimili og/eða vinnustað þátttakenda, nema í tveimur tilfellum. Tvisvar var rætt við tvo þátttakendur í einu og vegna þess hve umfang verkefnisins var lítið, var ein- ungis tekið eitt formlegt viðtal við hvern þátttakanda. Alls urðu viðtölin sjö. Ekki voru notaðir sérstakir spurningalistar, en rannsóknarspurningarnar hafðar til hliðsjónar. Farið var í þátttökuathuganir í tvö lítil bókasöfn í sýslunni og í eina kirkju, auk þess sem aðstæður voru skoðaðar þegar viðtöl voru tekin á bókasöfnum. Þátttökuathuganirnar gáfu aðallega upplýsingar um núverandi starfsemi, en einnig komu fram mikilvægar sögulegar upplýsingar. Leitað var eftir frumheimildum frá lestrarfélögunum, auk þess sem athuguð voru þau gögn um lestrarfélög sem varðveitt eru í Skjalasafni Árnesinga á Selfossi. Þessi gögn eru dreifð um alla sýslu, á einkaheimilum og í bókasöfnum. Elsta efnið er þó að mestu komið á skjalasafnið. 2.3 Úrvinnsla gagna Öll viðtölin nema eitt voru tekin upp á segulband og voru þau síðan afrituð. Eftir þáttökuathuganirnar og viðtalið sem ekki var tekið upp voru skrifaðar vettvangsnótur. Frumheimildirnar voru rannsakaðar og þar sem ástæða þótti til var tekið ljósrit eða afritað upp úr þeim gögnum eða teknar nótur. Þar fyrir utan voru skoðaðar nokkrar prentaðar heimildir um lestrarfélög og bókasöfn í Árnessýslu og ber þar sérstaklega að nefna Suðra (1969). í þá bók var meðal annars efnis safnað upplýsingum um starfsemi flest allra lestrarfélaga á Suðurlandi og það eru heimamenn sem segja sjálfir frá, en ekki er gerð tilraun til að vinna frekar úr efninu. Allt þetta efni var dregið saman og voru rannsóknargögnin rúmlega 300 síður, auk rissmynda og prentaðra gagna. Þessi gögn voru lesin vandlega yfir nokkrum sinnum og dregin fram þau megin atriði sem fram komu. Utbúinn var flokkunarlykill og viðtölin flokkuð eða kóduð eftir honum. Helstu flokkarnir sem dregnir vom fram eru eftirfarandi: 1. Gamalt efni - sögulegt. 2. Núverandi starfsemi. 3. Bókavarðafélagið, stéttin, starfið. 4. Ungmennafélögin. 5. Annað, þar með talin ýmis áhugamál þátttakenda. Þar sem áhersla var lögð á að safna gögnum um liðna tíð var einungis fyrsti flokkurinn greindur enn nánar og verða niður- BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.