Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 8
stöðurnar raktar hér á eftir. f fyrstu er yfirlit yfir þau almennu lestrarfélög sem starfað hafa í Árnessýslu, tengsl þeirra við ungmennafélagshreyfinguna og síðan verður farið yfir frum- heimildir frá lestrarfélögunum og gerð grein fyrir þeim. Ein- stakir þættir í starfseminni eru síðan teknir fyrir, eins og hvata- menn að stofnun félaganna og stjórnir, meðlimir, árgjöld og tekjur, bókakostur, bóklestur, útlán, húsnæði og aðbúnaður. Að lokum verða dregnar saman niðurstöður og hvaða lærdóma má draga af þessu verkefni. 3.0 Almenn lestrarfélög í Árnessýslu Fjöldi þeirra almennu lestrarfélaga sem stofnuð hafa verið í Árnessýslu er ekki alveg ljós, enda ber heimildum ekki saman. Líftími þeirra var einnig mislangur og misjafnt hversu blómleg starfsemin varð. Lestrarfélög breyttu einnig um nafn, einhver þeirra runnu saman við önnur og einnig eru dæmi um að lestrarfélögum hafi verið skipt milli annarra t.d. eftir breytingar á hreppa- eða sóknarmörkum (sjá Ásgerður Kjartansdóttir 1982; Suðri 1969). Þau lestrarfélög sem falla undir rannsóknina teljast 24. Hið fyrsta var stofnað 1851 og nefndist Lestrarfélag Skálholts- Torfastaða- og Bræðratungukirkjusókna. Síðan voru ekki stofn- uð almenn lestrarfélög fyrr en um 1890, þá voru þrjú talin stofnuð og síðan var meirihluti hinna stofnaður fram til 1914. Hið yngsta, Lestrarfélag Grafningshrepps er talið stofnað 1941 eða 1942 og starfaði einungis í fá ár og rann þá inn í Bókasafn Ljósafosshverfis og Grafningssveitar. Lestrarfélögin sem rannsóknin byggist á eru: Lestrarfélag UMF Samhygð Gaulverjabæjarhreppi 1909 Lestrarfélag Stokkseyrar Stokkseyrarhreppi 1900 Bókasafn UMF Eyrarbakka Eyrarbakkahreppi 1927 Lestrarfélag Árnessýslu Eyrarbakkahreppi 1890 Lestrarfélagið Fróði Eyrarbakkahreppi ? Lestrarf. UMF Sandvíkurhr. Sandvíkurhreppi 1909 Lestrarfélagið Baldur Hraungerðishreppi 1908 Lestrarfélag Villingaholtsh. Villingaholtshreppi 1912 Lestrarfélag Skeiðahrepps Skeiðahreppi 1905 Lestrarf. Stóra-Núpssóknar Gnúpverjahreppi 1890 Lestrarfélag Hrunasóknar Hrunamannahreppi 1890 Lestrarf. Hrepphólasóknar Hrunam,-og Gnúpvhr. 1914-15 Bókasafn UMF Biskupst. Biskupstungnahreppi 1911-1914 Lestrarf. Biskupstungna Biskupstungnahreppi 1892 Lestrarf. Skálholts-, Torfastaða-og Bræðratungu- kirkjusókna Biskupstungnahreppi 1851 Lestrarf. UMF Laugdæla Laugardalshreppi 1906? Lestrarfélag UMF Hvatar Grímsneshreppi 1908 Lestrarfélag Framfarafélags Grímsnesshrepps Grímsneshreppi 1891 Lestrarfélag Þingvallas. Þingvallahreppi 1924 Lestrarfélag Grafningshr. Grafningshreppi 19411942? Lestrarfélagið Mfmir Hveragerðishreppi 1907 1911 ? Lestrarfélag Hjallasóknar Ölfushreppi um 1908 Lestrarfélag Þorlákshafnar- veiðistöðvar Ölfushreppi 1895 Lestrarfélag Selvogshrepps Selvogshreppi 1938 Fyrir utan þau almennu lestrarfélög sem hér er fjallað um, er ljóst að ýmis önnur lestrarfélaga- og bóksafnsstarfsemi hefur verið í sýslunni s.l. tvö hundruð ár. Fyrst skal telja Hið íslenska bókasafns- og lestrarfélag Suðurlands sem var stofnað 1790. Þetta var embættismannalestrarfélag og starfssvæðið náði yfir allt suð-vestur horn landsins, frá Borgarfirði og austur um Rangárvallasýslu. Félagið starfaði í um tvo áratugi og bækurnar voru nær allar á erlendum málum. (Ásgerður Kjartansdóttir, 1982; Suðri, 1969.) Á síðustu öld er talið að a.m.k. eitt lestrarfélag presta í anda hinna Möllersku lestrarfélaga hafi verið stofnað í Árnessýslu, en lítið er um það vitað. Annað lestrarfélag presta var stofnað um aldamótin 1900 og starfaði eitthvað fram eftir öldinni í tengslum við Prestafélag Suðurlands (Guðmundur Óli Ólafsson, 1987). Bókasafn Lefolii-verslunar fyrir landbúnað og sjávarútveg starfaði fyrir aldamót á Eyrarbakka og þá er einnig vafamál hvort telja eigi með Bókasafn Þorlákshafnar sem komið var á fót í tengslum við útgerðarfélagið Meitilinn á 6. áratugnum en lagð- ist af fyrir 1960. Það taldi 119 bindi þegar það varð grunnurinn að núverandi Bókasafni Þorlákshafnar, sem var stofnað 1965. (Suðri, 1969.) 3.1 Tengsl við ungmennafélagshreyfinguna Upp úr 1908 var farið að stofna ungmennafélög í Árnessýslu. Mörg lestrarfélaganna voru stofnuð fyrir þann tíma og lifðu áfram sjálfstæðu lífi. í öðrum tilvikum stóðu ungmennafélög að stofnun lestrarfélags og eða tóku að sér rekstur eldra lestrar- félags þegar fram liðu stundir. í gjörðabókum eða fundargerðum ungmennafélaga má víða sjá skipan í nefndir á aðalfundum og þá er kjörið í stjórn lestrarfélagsins og yfirleitt var það til nokkurra ára í senn. Segja má að í sumum tilfellum hafi hag- kvæmnissjónarmið ráðið um sameininguna, öflugt ungmenna- félag gat stutt við bakið á lestrarfélaginu. í einhverjum tilvikum lifði lestrarfélag eða bókasafn þótt ungmennafélagið legði upp laupana. Drjúgur þáttur í starfsemi ungmennafélaganna var efling sjálfsmenntunar alþýðufólks og lestrarfélag var kjörið tæki til þess. í sveitablaðinu Huginn, sem UMF Baldur gaf út í Hraun- gerðishreppi skrifaði Gísli Jónsson árið 1911 hugleiðingu sem hann nefndi „Nokkur orð um lestrafjelög og flcira". Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir að skólaganga og bókakaup séu ofviða öllum almenningi og að eina ráðið til að efla alþýðu- menntun sé að stofna lestrarfélög. Síðan segir hann: „Ungmennafjel. hafa víða komið á fót lestrafjel. innan sinna vjebanda, síðan þau komu til sögunnar og er þeim það skylt, þar sem þau hafa tekið svo hafleigt mark að keppa að, sem sje að leytast við að auðga meðlimi sína í allri þekkingu, líkamlegri og andlegri, sem orðið getur íslensku þjóðinni til gagns og sóma, og það virðist enginn efi á því, að þeim takist það, ekki hvað síst með lestra- fjelögunum ...“ Gísli hvetur til þess að komið verði á fót lestrarfélögum í hverri sveit og að áhersla verði lögð á að velja „nytsömustu bækurnar" og nýta þær vel. Seinna með tilkomu opinberra styrkja, urðu lestrarfélögin að sveitabókasöfnum og þá slitnuðu tengslin við ungmennafélögin aftur. Þó þekktist það að í stjórn lestrarfélagsins eða bókasafns- ins sæti áfram fulltrúi ungmennafélagsins, ásamt fulltrúum til- nefndum af hreppsnefnd. Þá eru einnig dæmi um að önnur félög í hreppnum hafi átt fulltrúa í stjórninni, t.d. eins og kvenfélög, allt eftir því hvernig samstarf í félagsmálum þróaðist. 3.2 Frumheimildir Frumheimildir frá lestrarfélögunum hafa varðveist misvel og einnig er misjafnt hvað mikið varð til al' heimildum um hvert félag. I sumum félögum má fá nokkuð heillegt yfirlit, en lítið sem ekkert hefur varðveist frá öðrum. Helstu frumheimildirnar eru svokallaðar gjörðabækur, að- 8 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.