Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 9

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 9
fangabækur, útlánabækur og í sumum tilfellum skjöl eða bréf, skýrslur og svo rit úr eigu viðkomandi lestrarfélaga. Fundar- gerðir, aðföng og útlán voru færð í stílabækur af ýmsum stærð- um og gerðum, en bækur með svörtum, hörðum spjöldum virð- ast hafa verið algengastar. Einhver regla eða hefð hefur komist á um færslur og nær undantekningalaust hefur verið vandað til við skriftirnar og rithöndin falleg og læsileg. Það er eins og fólk hafi fengið útrás fyrir einhverja listræna hæfileika við að færa þessar bækur. Víðar er hægt er að finna upplýsingar um lestrarfélög en í þeim heimildum sem hér verða taldar upp. Þar má nefna fundar- gerðir ungmennafélaga, sveitar- og sýslusjóðsreikninga, hand- skrifuð og síðar fjölrituð eða prentuð sveitablöð, ævisögur og ýmis héraðsrit. Gjörðabœkur Þær upplýsingar sem eru í gjörðabókunum eru ákaflega misjafnar. Ekki er allsstaðar fært jafn nákvæmlega og upplýsingar fyrir sama félag geta verið breytilegar frá ári til árs. Það sem helst er að finna í gjörðabókunum er: 1. Nöfn félagsmanna og heimili og oft hvort þeir borguðu árgjald eða ekki og hversu mikið þeir borguðu. 2. Listar yfir keyptar bækur og/eða gefnar, verð og hvort inn- bundnar eða ekki. Stundum er getið hvar eða hjá hverjum þær eru keyptar og ef um afslátt hefur verið að ræða. 3. Reikningar félagsins, oftast endurskoðaðir og undirritaðir. Þar koma fram tekjur, þ.e. árgjöld og ef einhverjir styrkir hafa fengist eða ágóði af skemmtunum og slíku. Gjöldin skiptast yfirleitt í keyptar bækur og bókband, póstburðar- gjöld og í fyrstu er oft lagt út fyrir gjörðabókum, skápum eða hillum. 4. Stuttar fundargerðir, en þó ekki algengt. Það var algengara í byrjun að almennir fundir væru haldnir með félagsmönnum, en síðar er eins og stjórnir félaganna hafi aðallega fundað. 5. Lög og reglur félagsins, ekki algengt. Eftir að félag var stofnað, var venjan sú að kjósa þriggja manna stjórn með formanni, gjaldkera og bókaverði. Ætla má að yfirleitt hafi félaginu verið sett lög, þó ekki hafi þau varðveist eins vel og margt annað efni frá lestrarfélögunum. Þau lög sem varðveist hafa eru ýmist skrifuð inn í gjörðabækur félaganna eða eru á lausum blöðum. Hættara er við að laus blöð hafi frekar lent í glatkistunni, en bækurnar sjálfar og ekki þarf heldur að vera að öll félögin hafi sett sér lög. Einungis tveir viðmælenda minna könnuðust við lög frá gömlu félögunum, þannig að ætla má að þau hafi ekki skipt öllu máli varðandi starf- semina. Aðfangabœkur - Bókaskrár Aðfangabækurnar virðast koma til síðar en gjörðabækurnar, þegar bókakaup aukast og söfnin stækka. Upphaflega var venjan að keyptar bækur og gefnar voru færðar inn í gjörðabækurnar, en því er síðan hætt og jafnvel byrjað aftur á byrjuninni þegar hafist var handa við að færa inn í aðfangabækur. Þannig fékkst betra yfirlit yfir bókakostinn. Yfirleitt voru skráðir titlar nýrra bóka, stundum höfundur, útgáfuár og útgefandi og síðan verð. Það er mjög mismunandi hversu nákvæmlega er fært. Bækurnar voru skrifaðar inn jafn- óðum og þær komu í safnið, alla vega það ár sem þær komu og þeim var gefið hlaupandi númer, sem jafnframt var skrifað inn í bókina um Ieið og hún var stimpluð. Yfirleitt var fært inn hvenær nýtt ár hófst, þannig að auðvelt er að sjá hvenær bók kom í safnið og hversu mikið bættist við árlega. I einhverjum tilfellum voru tekin upp flokkunarkerfi. I Lestr- arfélaginu Baldri í Hraungerðishreppi var tekið upp flokkunar- kerfi, líklega á þriðja áratugnum. f lítilli stílabók sem varðveitt er í Skjalasafni Arnesinga og er merkt: Bókaskrá Lestrafjelags- ins Baldur, eru bækur félagsins flokkaðar á eftirfarandi hátt: I Sögur A: íslendingasögur B: Fornaldarsögur C: Æfisögur D: Skáldsögur 1. íslenskar skáldsögur 2. Þýddar skáldsögur E: Barnasögur II Fræðirit III Ymsarbækur IV Tímarit V Leikrit VI Kvæði Langstærsti flokkurinn eru þýddar skáldsögur, enda hefur eflaust verið mest úrval af þeim og þær vinsælar. Svipað flokk- unarkerfi, en ekki eins nákvæmt var notað í Lestrarfélagi Hruna- sóknar. Þar er enn varðveitt töluvert af bókum sem eru merktar samkvæmt gamla flokkunarkerfmu. í sumum litlum söfnum í Árnessýslu eru enn notaðar aðfanga- bækur og þar sem ekki er um spjaldskrár að ræða, er aðfanga- bókin eina skráin yfir safnkostinn. Nær engin breyting hefur orðið á færslunum s.l. hundrað ár. Einstaka lestrarfélag lét fjölrita eða prenta skrár yfir bókaeign sína og þá sérstaklega stærri félögin. Þær skrár komu fyrst fram um 1940 og gátu verið bæði höfunda- og titlaskrár. Utlánabœkur Útlánabækumar em mjög misjafnar. Algengast var þó að hver félagsmaður, heimili eða sveitabær ætti eina blaðsíðu eða opnu í bókinni. Síðan em dálkar fyrir dagsetningu, númer eða titil bókarinnar og skiladag. Þegar opnan var búin, var byrjað að færa á nýja opnu. í sumum tilfellum er efnisyfirlit eða lykill fremst í bókinni. Aftan við bæjarnafnið er þá vísað í blaðsíðutal. Færslur í þessar bækur eru ekki eins vandaðar og í hinum bók- unum og greinilegt að þær eru oft gerðar í flýti. Skjöl, bréfog skýrslur í fæstum tilfellum hefur varðveist mikið af skjölum eða bréf- um frá lestrarfélögunum. Þar getur verið um að ræða lög félags- ins á lausum blöðum, bréf frá bóksölum eða umboðsmönnum, auglýsingar, reikningar og fylgiskjöl og í einstaka tilvikum yfirlit yfir starfsemina eða einhverja atburði tengda félaginu. Oll lestrarfélög sem nutu opinberra styrkja þurftu að skila inn skýrslum til bókafulltrúa ríkisins. Eitthvað er til af þeim í skjala- safni menntamálaráðuneytisins, á Þjóðskjalasafni og stundum hafa afrit varðveist meðal annarra pappíra félagsins. Bækur úr eigu lestrarfélaganna Bækur frá gömlu lestrarfélögunum eru víða til í Árnessýslu. Sumar þeirra eru enn til útláns í þeim söfnum sem hafa lifað. Eitthvað var um að bækurnar tvístruðust og runnu inn í önnur söfn, bæði skólasöfn og almenningsbókasöfn. Hluti þeirra dag- aði uppi á einkaheimilum eða í geymslum félagsheimila og skóla. Misjafnt er hvort þessar bækur eru á skrá eða ekki. Þessar bækur þekkjast á stimplum eða áritunum með nafni viðkomandi félags, eins og t.d: Eign Lestrarjelags UMF Sandvíkurhrepps. Nr. 178 Lestrarfjelag Gnúpverja BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.