Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Page 15

Bókasafnið - 01.04.1997, Page 15
hin ýmsu lönd og þjóðir heims, en slíkar upplýsingar eru mikil- vægar vegna markaðsrannnsókna eða viðskiptaferða og að á Bókasafni HA séu til upplýsingar um ýmislegt varðandi fram- leiðslu, útflutning og innflutning hinna ýmsu landa auk þess sem það annist m.a. millisafnalán og tölvuleitir. 7. Kannaðir verði möguleikar á sameiginlegu geymslusafni fyrir öll söfnin. Nú þegar eru vandræði með geymslupláss hjá bókasöfnunum fyrir eldri og lítt notuð rit og því hefur þeirri hugmynd skotið upp að kanna megi hvort æskilegt væri að leysa þau með sam- eiginlegu geymslusafni sem jafnvel mætti hugsa sem geymslu- safn fyrir allt landið. Þarna er á ferðinni gamall draumur sem oft hefur skotið upp kollinum í umræðum manna á milli en sem aldrei hefur verið tekið á í fullri alvöru af bókavarðastéttinni. 8. Söfnin skulu stuðla að menntun og símenntun starfsmanna sinna, því aðeins með vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki er hægt að ná þessum markmiðum. Hæft og vel þjálfað starfsfólk er forsenda þess að bókasöfnin nái þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. Fjarlægð frá Reykjavfk og hár ferðakostnaður eru atriði sem hafa veruleg áhrif á fjölda þeirra endur- og símenntunamámskeiða sem bóka- verðir á Akureyri og reyndar á landsbyggðinni allri geta vænst að sækja. Því fyrirhuga bókasöfnin á Akureyri að vinna í sam- einingu að því að mennta sitt starfsfólk, t.d. með því að standa sjálf fyrir námskeiðum, kynningarfundum og þ.u.l. Þetta er reyndar þegar hafið því í haust hélt undirrituð fræðsluerindi um gæði þjónustu og þegar hefur verið haldið námskeið um Inter- netið fyrir bókaverði. Það er rétt að það komi einnig fram hér að bókavörðum á öllu Norðurlandi eystra var boðið að taka þátt í þessu og hafa þeir tekið því vel. Aheyrendur á fræðsluerindinu vora fjölmargir og þar kom fram mikill áhugi á áframhaldandi samstarfí. Rétt er að taka fram að það víðtæka samstarf sem lýst hefur verið hér að ofan er rétt að hefjast og því of snemmt að spá nokkru um árangur, þar á ýmislegt eftir að hafa áhrif. En grund- vallarhugsunin er sú, að skipuleggja aðgengi borgaranna á Akureyri að bókasöfnunum sem eina heild. Því hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess að tryggja það að framhaldsskóla- nemar verði jafn velkomnir á Bókasafn HA eða Amtsbókasafnið eins og á sitt eigið skólasafn. Sama á við um hinn almenna borgara sem hingað til hefur farið á Amtsbókasafnið en þarf e.t.v. vegna endurmenntunar að sækja þjónustu á Bókasafn HA, hann er velkominn þangað því á Akureyri verður áhersla lögð á að skipuleggja bókasafnsþjónustuna svæðisbundið, en ekki teg- undabundið. Ymsar breytingar eru að verða í þjóðfélaginu sem kalla á nýja hugsun í skipulagi og uppbyggingu bókasafnsþjónustu. Það er kallað eftir stefnumótun og því að opinber starfsemi sé skilvirk og vel skipulögð. Ýmislegt virðist benda til þess að notkun bókasafna muni breytast á næstu árum. Þau munu þurfa í ríkari mæli en áður að sinna þörfum fólks sem leggur stund á sjálfs- menntun, símenntun og endurmenntun. Það er verkefni sem krefst þess að bókasöfn allra tegunda stilli saman krafta sína. Áður hefur verið talað um þarfir atvinnulífsins í þessu sam- bandi. Tæknilegar framfarir gera bókasöfnum einnig kleift að vinna saman á annan hátt í framtíðinni en hingað til. Islendingar eru ekki sú stórþjóð að þeir hafi efni á að standa einir í þessu tilliti. Því þarf að leita leiða til að allur safnkostur landsmanna myndi eina heild. Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér. NEÐANMÁLSGREINAR 1 John Kirby, „How to bridge the information gap,“ The Library Association Record 98 (March 1996): 155. 2 A.K. Symons og K. Crane, „Capital city libraries: a model of community cooperation," Bottom Line 8 (3 1995): 10-13. 3 D.J. Grimes, „Library instruction the cooperative way,“ College & Research Libraries News, 55 (December 1994): 715-17. 4 A. Miller, „Co-operation and scholarship,“ British Journal of Academic Librarianship, 7 (3 1992): 131-6. SUMMARY Mutual Library Goals in Akureyri The article cites examples of cooperation between libraries in several cities in Great Britain and U.S.A. Libraries in Akureyri have cooperated successfully for a long time. A specific cooperation project was launched early in 1996 to discuss mutual policies and promote mutual goals. Almost all Akureyri libraries have taken part in the project. Two workgroups were formed, one for university, special and secondary school libraries along with the public library and one for elementary school libraries. An open seminar was held in May for staff, administrators and library users. In November the workgroup issued a Report on Library Issues in Akureyri. It consists of two parts: Mutual library goals and Elementary school library issues. Five goals are put forth and eight ways to attain them are suggested. The report suggests a mutual acquisition policy and more effective interlibrary loans, mutual online catalogues and databases as well as a co-operative effort in user education. It also suggests better services for the industrial sector and a mutual depot library. The report is now being evaluated in the various libraries. Concludes by emphasizing the need for cooperation between libraries in one area as opposed to cooperation between similar types of libraries. SM BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 15

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.