Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 16
Margrét Loftsdóttir Samstarf framhaldsskólasafna og almenningsbókasafna Síðastliðið sumar (1996) var ég beðin um að fjalla um samstarf/ samvinnu framhaldsskólasafna og almenningsbókasafna á Landsfundi Bókavarðafélags Islands. Ég tók það að vísu fram að samstarf „míns safns“ Bókasafns Flensborgarskóla við önnur almenningsbókasöfn og þá einkum Bæjarbókasafn Hafnar- fjarðar væri fremur lítið. Þetta stafaði af ýmsum ástæðum en einkum þó af tímaskorti ef slíkt er ekki öfugmæli. Grein sú sem hér fer á eftir byggir á áðurnefndri umfjöllun. Söguleg umfjöllun Áður en ég byrja að ræða um samstarf þessara safnategunda ætla ég fyrst að vrkja lítillega að þróun bókasafna í framhalds- skólum og þá einkum þess safns sem ég þekki best til. Bókasafn Flensborgarskóla var upphaflega stofnað veturinn 1893-1894 og bar þá nafnið Bókasafn Skinfaxa. Bókasafn þetta var rekið af nemendum skólans og greiddu þeir til safnsins fyrst eina krónu hver allt til skólaársins 1919-1920 en þá var framlag þeirra hækkað í þrjár krónur á hvern nemanda. Eins og áður segir var þetta ekki eiginlegt skólasafn í þeirri merkingu sem við þekkjum nú í dag. Engu að síður voru keyptar í það bækur sem gerðu nemendum kleift að kynna sér betur ýmis fræði og lesa sér meira til um einstakar námsgreinar en það sem kennslubækurnar gáfu þeim kost á. Sem sagt safnið nýttist í námi og kennslu. (Skýrsla um alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg 1894-95, s. 7-8.) Bókasafnið virðist hafa blómstrað vel þangað til að ísland var hernumið vorið 1940. í skólaskýrslu frá vetrinum 1940-1941 kemur fram að kennslumálaráðuneytið leggur bann við því að nemendur opinberra skóla komi á dansleiki sem bæði íslend- ingar og erlendir hermenn sæktu. Þar með var grundvellinum kippt undan því að halda styrktarskemmtun fyrir bókasafnið en á þessum tíma eru slfkar skemmtanir orðnar helsta tekjulindin. í skýrslum áranna þar á eftir er ekkert minnst á safnið og virðist þetta hafa orðið þess banabiti. Að því sem ég best veit mun ekkert formlegt eða óformlegt samstarf hafa verið við Bæjarbókasafnið á þessum tíma. Hins vegar má geta þess að bæjarbókasafnið var lengi til húsa í Flens- borgarskólanum og væntanlega hafa nemendur skólans nýtt sér það dyggilega. Það er ekki langt síðan að bókasöfn í framhaldsskólum urðu virkur þáttur í skólastarfinu. Ég minnist þess þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1958-1962 að þá var að vísu svokallað bókasafn í skólanum. En bókasafn þetta var geymt í læstum glerskáp niðri í kjallara. Nemendur gátu fengið bækur þar að láni einu sinni í viku, að mig minnir, en bækur safnsins vöktu lítinn áhuga þeirra sökum aldurs og efnis og þær tengdust lítið eða ekkert skólastarfinu. Hafa þær að líkindum verið tilfallandi gjafir til skólans í gegnum tíðina. Sum skóla- systkin mín, sem ég hefi rætt þetta við, muna ekki einu sinni eftir því að bókasafn hafi verið við skólann. Bókasöfn í framhaldsskólum nú í dag Ég hygg að það sé ekki fyrr en um 1970 að bókasöfn í framhaldsskólum fara að taka á sig þá mynd sem þau hafa í dag og verða virkur þáttur í skólastarfinu. Breyting þessi tengist nýjum kennsluháttum og breyttum framhaldsskólum. Fyrstu bókaverðir í framhaldsskólum eftir breytinguna voru kennarar sem gegndu hluta af vinnuskyldu sinni á bókasafninu. Það var ekki fyrr en sumarið 1979 að auglýst var fyrsta staða sérstaks bókavarðar með bókasafnsfræðimenntun við fram- haldsskóla hérlendis. Ári seinna, sumarið 1980, voru auglýstar tvær slíkar stöður og var staða bókavarðar við Flensborgarskól- ann önnur þeirra. Núverandi starfsemi Bókasafns Flensborgarskóla Það var í kringum 1973 sem safnið fór að gegna virku hlutverki í skólastarfinu því þá tók einn af kennurum skólans, Eyjólfur Guðmundsson, við stöðu bókavarðar. Á sama tíma fær það einnig sérstakt húsnæði, sal gamla skólans, sem áður var þrjár samliggjandi skólastofur. Áður hafði safnið verið geymt í kössum og í læstum glerskáp. Þegar Eyjólfur lét af störfum árið 1980 tók ég við. Hlutverk bókasafnsins Hlutverk bókasafnsins og þá jafnframt annarra safna í fram- haldsskólum er að styðja kennslu í skólanum, kenna nemendum að afla sér þekkingar og líta á hvert viðfangsefni út frá sem flest- um sjónarhornum í stað þess að lesa aðeins „hina einu sönnu kennslubók" í hverju fagi fyrir sig eins og áður tíðkaðist. Safn- kostur er því samsettur og starfsemi safnsins skipulögð þannig að það hafi bolmagn til að styðja kennslu og nám. Á bóka- safninu eiga nemendur að geta fengið að láni heimildir vegna verkefnagerðar í tengslum við námið auk bóka um flest það sem þeir hafa áhuga á. Þar að auki eru þar til notkunar en ekki útláns orðabækur, kennslubækur og ýmiss konar handbækur. Nemend- ur notfæra sér safnið í æ ríkari mæli til heimanáms og verkefna- gerðar og er oftast hvert sæti skipað ákveðna tíma dagsins. Kennarar eiga einnig að geta fengið að láni flest það sem þeir þurfa sem ýtarefni við kennsluna og verkefna- og prófagerð. Þannig styður bókasafnið við námskrá og kennslu skólans. Á vegum safnsins fer síðan fram kennsla í notkun þess með það að markmiði að gera nemendur að sjálfstæðum safnnotendum, bæði í skólanum og væntanlega einnig síðar í lífinu. Innkaup safnsins byggjast á eftirfarandi atriðum • Ábendingum kennara um æskilegt efni, innlent og erlent. • Áliti bókavarðar á því hvað þurfi að endurnýja, breyta og bæta eftir því sem tök eru á. • Óskum nemenda þar sem því verður við komið. Fræðibækur og íslensk skáldrit eru í fyrirrúmi auk heppilegra tímarita. Afþreyingarbókmennlir eru aðeins keyptar á þeim erlendu tungumálum sem kennd eru í skólanum nema kennarar beri fram sérstakar óskir um annað vegna ákveðinna áfanga í kennslu. (Bókakostur safnsins er nú um 17.000 bindi.) Samstarfsmál Þá kem ég loks að samstarfinu og hvað æskilegast væri í þeim efnum. Stundum höfum við bókaverðir í framhaldsskólum haft það á tilfinningunni, sjálfsagt að ósekju, að framhaldsskólanem- 16 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.