Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 18
Þórhildur S. Sigurðardóttir Bókasafns- og upplýsingaþjónusta fyrir fjamema Þessi grein er byggð á meistaraprófsritgerð minni, Library and information services to distance learners : the case of the University College of Education, Iceland, við Háskólann í Wales. Ritgerðin er um bókasafns- og upplýsingaþjónustu fyrir nemendur sem stunda fjarnám og er að hluta byggð á könnun sem gerð var meðal fjamema við Kennaraháskóla Islands (KHI) haustið 1995. Hvað erfjarnám og hvert er hlutverk bókasafna í því samhengi? Fjamám má skilgreina sem nám sem stundað er fjarri skóla- stofu og fjarri stöðugu eftirliti kennara. Fjarnám er þó skipulagt og stundað við tiltekna stofnun og nemendur njóta leiðsagnar og fjarkennslu samkvæmt því skipulagi (Holmberg, 1991). Orðin fjarnám og fjarkennsla verða hér notuð um námið sem fjarnemar stunda og kennsluna sem þeir njóta. Margar ástæður eru fyrir því að vænlegt þykir að bjóða upp á fjarnám svo sem þróun búsetu, pólitískur þrýstingur, skólar hafa ekki pláss fyrir fleiri nemendur, margir nemendur hafa ekki ráð á að flytjast búferlum eða vilja ekki ferðast langar leiðir til að geta stundað nám og loks þykir fjarkennsla góð aðferð til að þjóna strjálbýlum svæðum (Aguilar og Kascus, 1991). Þeir sem stunda fjamám gera það oft samhliða starfi til að öðlast tiltekin réttindi eða bæta við sig námi/gráðu. Heimilisaðstæður, vinna og búseta ráða því oftast að þessi kostur er valinn (Faibisoff og Willis, 1987). Bókasafnsfræðingar og aðrir sérfræðingar sem rita um fjarnám og fjarkennslu í tímarit um bókasafnsmál virðast flestir sammála um að allir nemar hafi jafnmikla þörf fyrir aðgang að bókasafns- og upplýsingaþjónustu í sínu námi, hvort sem námið er stundað í dagskóla, kvöldskóla eða fjarskóla, sem hlutanám eða fullt nám. Hins vegar má lengi lesa í nýjum ritum um fjarkennslu og fjarkennsluaðferðir án þess að rekast á orðið bókasafn eða bóka- safnsþjónustu. Þó eru undantekningar þar á og má þar nefna Börje Holmberg (Holmberg, 1991). Hann mælist til þess að í námsvísum séu nemendur hvattir til að nota sem fjölbreyttastar heimildir. Til þess að þeir geti það verði þeir að hafa greiðan aðgang að bókasöfnum. Erlendar heimildir Við athugun á erlendum heimildum kemur í ljós að bóka- verðir víða um heim hafa áhyggjur af því að fjarnemar fái ekki jafn góða menntun og nemendur í staðbundnu námi. Þessa skoðun byggja þeir einkum á því að fjarnemar hafi ekki jafn greiðan aðgang og þeir sem stunda staðbundið nám að bóka- söfnum og þeim leiðum að upplýsingum sem þar gefst kostur á. Að mati margra bókavarða eru fjarnemar of víða mataðir með námspökkum sem innihalda allt sem þeir þurfa til að ljúka til- teknu námskeiði og því vantar alla hvatningu til að fara á bóka- söfn til að leita frekari heimilda eða til að víkka sjóndeildar- hringinn. Sumir fjarnemar halda því jafnvel fram sjálfir að þeir þurfi ekkert á bókasöfnum að halda í sínu námi og rekur Shillinglaw (Shillinglaw, 1992) þetta til þess að alla hvatningu í þá veru vanti frá kennurum þeirra. Baker (Baker, 1995) telur fulla þörf á að athuga kennsluhætti og markmið kennaranna til að finna út hvernig megi fá þá til að gera bókasöfnin að virkari þætti í kennslunni. Aðrir fjarnemar telja aðgang að bókasöfnum forsendu þess að þeir fái stundað sitt nám á sómasamlegan hátt (Unwin, 1994). 0vrelid (0vrelid, 1995) hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé einkum þrennt sem hafi áhrif á eða hvetji fjamema til að leita til bókasafna: 1. Námið er skipulagt sem blanda af fjamámskeiðum og stað- bundnum námskeiðum 2. I náminu er hvatt til sjálfstæðra vinnubragða við lausn verkefna 3. Nemandinn verður að skrifa og skila inn verkefnum Bent hefur verið á margar leiðir til að auðvelda fjarnemum að- gang að bókasöfnum. Þær tillögur eiga flestar við fjölmennar þjóðir þar sem vegalengdir eru svo miklar að fjarnemar komast sjaldan ef nokkurn tíma á bókasafnið í skólanum sem þeir stunda nám við. Dæmi um slíkar tillögur eru sérstök bókasöfn sem eingöngu þjóna fjarnemum, bókakassar eru sendir til tiltek- inna staða og sérstök símanúmer eða símatímar fyrir fjarnema. Við okkar aðstæður eru vangaveltur um tölvusamskipti, bein- línuaðgang að skrám bókasafna, aðgang að efni á rafrænu formi og sérstaka notendafræðslu fyrir fjarnema áhugaverðari, ekki síst vegna þess að í skipulagi fjarskóla KHÍ er gert ráð fyrir notkun tölvusamskipta. Fjarnemar koma í húsnæði KHI við Stakkahlíð tvisvar sinnum á ári, allir eiga því kost á að koma í safnið og að læra að nota það sem þar er í boði. í Ástralíu (Crocker, 1982), Bandaríkjunum (Association of College & Research Libraries 1990), Bretlandi (Fisher, 1988) og Kanada (Canadian Library Association 1993) hafa verið útbúnar viðmiðunarreglur um bókasafnsþjónustu við fjarnema. Þessar viðmiðunarreglur hafa einmitt verið samdar vegna þess að hefðbundin bókasafns- og upplýsingaþjónusta fullnægir tæpast þörfum fjarnema. Óljóst er hversu víða eða bókstaflega er farið eftir þessum viðmiðunarreglum en í þeim eru mörg verðug um- hugsunarefni fyrir þá sem hyggjast skipuleggja bókasafnsþjón- ustu fyrir fjarnema. Mathews (Mathews, 1991) minnir á að áður en hafíst er handa við að skipuleggja eða endurskipuleggja þjónustuna þarf að safna upplýsingum um hópinn sem á að þjóna, skipulag námsins, hvernig þjónustan hefur verið fram að þessu, hvernig hún hefur nýst og hvað gera má betur. Einnig ætti að huga vandlega að samvinnu við önnur söfn. í nýrri skýrslu frá Noregi, Bibliotek for fjernundervisning (1996), er lögð mikil áhersla á að háskóli eða stofnun, sem býður upp á fjarnám, beri ábyrgð á því að allir nemendur, nær og fjær, hali jafngreiðan aðgang að bókasafns- og upplýsinga- þjónustu. í þessu skyni er hvatt til formlegrar samvinnu þessara stofnana við almenningsbókasöfn og/eða bókasöfn við fram- haldsskóla eftir því sem betur hentar. Tekið er fram að mörg þessara bókasafna hafi ekki bolmagn til að þjóna þessum notendahópi enda séu þau ekki skyldug til þess en sveitarfélög ættu að sjá sér hag í að efla bókasöfnin í þessu skyni. I form- legum samningi fjarkennslustofnana og almenningsbókasafna getur til dæmis verið kveðið á um fjárhagslegan stuðning og tæknilega ráðgjöf auk greiðra millisafnalána almenningsbóka- söfnunum að kostnaðarlausu. 18 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.