Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 19
Fjarnám við Kennaraháskóla íslands Á vormisseri 1993 hóf 83 manna hópur almennt kennaranám með fjarkennslusniði við Kennaraháskóla Islands. Nýir hópar hófu síðan fjarnám vorin 1995 og 1996 og áætlað er að næsti fjarnámshópur hefji nám vorið 1997. Fjarskóli KHÍ var stofnaður til að bæta úr viðvarandi kennara- skorti utan höfuðborgarsvæðisins og gera fólki (t.d. starfandi leiðbeinendum) kleift að afla sér starfsmenntunar án þess að það þurfi að flytja búferlum í lengri eða skemmri tíma. Réttindanám fyrir leiðbeinendur hefur áður verið í boði við KHI í formi námskeiða og bréfanáms. Ný tækni á sviði tölvusamskipta og upplýsingamiðlunar og ekki síst tilkoma Islenska menntanetsins hafa opnað nýja og spennandi möguleika til fjölbreyttra kennsluaðferða og samskipta og er það einkum vegna þessarar nýju tækni sem blað telst vera brotið með þessum nýja fjarskóla. íslenska menntanetið er notað til samskipta og kennslu og allir fjarnemar eiga að hafa aðgang að því (Lára og Sigurjón, 1993). Fyrsti fjarnámshópurinn, sá sem hóf sitt nám fyrri hluta árs 1993 og útskrifaðist í ágúst 1996, er um margt sérstakur og mátti ryðja brautina fyrir þá sem á eftir komu. Flestir fjarnemarnir voru byrjendur í tölvusamskiptum og kennarar KHI voru að þreifa sig áfram í að nota kennsluaðferðir sem hin nýja tækni býður upp á. Mikil áhersla var lögð á að námskröfur í fjarnám- inu væru þær sömu og í staðbundna náminu enda byggt á sömu námskrá. Kennsla í tölvusamskiptum og kynning á bókasafninu voru meðal fjölmargra námskeiða fyrstu lotunnar í janúar 1993. Ákvörðun um að bókasafn KHÍ tæki tilboði um fulla aðild að Gegni árið 1992 var meðal annars rökstudd með því að þar með yrði skrá um gögn safnsins aðgengileg víðar en í skólabygging- unni við Stakkahlíð (Kristín, 1993). Og voru þá ekki síst hafðir í huga þeir sem voru í þann veginn að hefja fjarnám við skólann. Notendafræðsla fjarnemanna fólst í fyrirlestri um safnið, kynn- ingu á þjónustu þess og verkefnavinnu. Aðaláherslan var lögð á að kenna þeim að leita heimilda í Gegni og (ekki síst) að komast inn í Gegnisskrána að heiman um íslenska menntanetið (Kristín, 1994). Utlánatölur bókasafns KHÍ gefa til kynna að fjarnemar fái talsvert færri gögn að láni en nemendur í staðbundnu námi. Spurningar vöknuðu um hvort fjarnemar þyrftu ef til vill ekki að nota bókasöfn í sínu námi, hvort þeir notuðu einhver önnur bókasöfn en bókasafn KHI eða hvort notendafræðslan hefði ekki skilað sér sem skyldi. I ljósi þess að fjarnám til almenns kennaraprófs verður hér eftir reglulega í boði samhliða stað- bundna náminu og að nýtt meistaranám er einnig að hluta stundað sem fjarnám, þótti ástæða til að kanna hvernig fjarnem- ar afla sér nauðsynlegra heimilda í námi sínu og hvort þeir teldu nægilega fyrir sínum þörfum séð af hálfu bókasafns KHÍ. Hvort starfsmenn bókasafnsins og kennarar í KHÍ þyiftu ef til vill að hvetja fjarnema sérslaklega, umfram nemendur í staðbundna náminu, til dáða, minna þá á bókasafnið og aðra þjónustu sem þar er í boði til þess að þeir mættu tileinka sér sjálfstæði í öflun og meðferð heimilda. Til að fjárveitingar til safnsins nýtist sem best þarf að afla upplýsinga um mismunandi þarfir notenda og átta sig á hvernig hagkvæmast er að koma til móts við þær. Könnun á bókasafnsnotkun fjarnema í Kennaraháskóla Islands I byrjun nóvember 1995 var sendur út spurningalisti með 16 spurningum til þeirra 62 (61 konu og eins karls) sem þá voru enn á skrá af þeim 83 sem hófu nám fyrri hluta ársins 1993. 49 not- hæf svör bárust, öll frá konum. Til að afla frekari eða fjöl- breyttari gagna var talað við átta fjarnema (í janúar 1996), þá- verandi forstöðumann fjarnámsins, Sigurjón Mýrdal, og nokkra aðra kennara í KHÍ, þrjá forstöðumenn almenningsbókasafna og loks sérlegan matsmann námsleiðarinnar, Jón Jónasson. Jón lagði nokkrar kannanir fyrir hópinn og leyfði góðfúslega að vitnað væri í þær, sem hann var búinn að vinna úr, þegar unnið var úr þessari könnun. í bókasafni KHÍ var einnig haldin dagbók haustið 1995 og í hana skráðu starfsmenn dæmi um samskiptin við fjarnemana. Vitnað verður í þetta efni eftir því sem tilefni gefst til í tengslum við einstakar spumingar þótt farið verði frekar fljótt yfir sögu. Hafa verður í huga að um leið og búið er að gera könnun af þessu tagi er hún nánast orðin söguleg heimild um ástandið eins og það var þegar spurningunum var svarað. Þátttaka í svona könnun getur breytt afstöðu þess sem svarar til þjónustunnar sem spurt er um, vakið á henni athygli og jafnvel öðrum mögu- leikum sem viðkomandi hafði ekki áttað sig á áður. I fyrstu spurningunni var spurt um heimabyggð miðað við fræðsluumdæmin eins og þau vom þegar könnunin var gerð. En við flutning grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga árið 1996 var flestum fræðsluumdæmunum átta skipt upp í nokkur minni. í ljós kom að svörin sem bámst skiptust nokkuð jafnt niður á skráða fjarnema í hverju umdæmi. Hvert leitar þú þegar þig vantar heimildir? Fjarnemar leita víða fanga eins og sjá má. Ef lagðar em saman súlurnar „oftast“ og „stundum“ þá hefur heimilisbókasafnið vinninginn. Almenningsbókasafnið fylgir fast á eftir og þá bókasafn KHÍ. Nokkrar leita svo til fræðsluskrifstofanna. Þær sem merkja við „annað“ eiga flestar við skólasöfn í grunn- skólum. Önnur söfn sem nefnd eru em bókasöfn í framhalds- skólum eða sérskólum, Landsbókasafn Islands - Háskólabóka- safn, Borgarbókasafn - og ein nefnir frönsk söfn. Fjöldi □ Oftast ■ Stundum □ Sjaldan □ Aldrei B Svara ekki Ég tel líklegt að til heimilisbókasafnsins séu talin þau gögn sem ijarnemar hafa aflað gagngert til að stunda námið og einnig má telja eðlilegt að fólk, sem sumt hefur kennt árum saman, eigi sitthvað í fórum sínum sem gagnast því í þessu námi. Rétt er að minna á að fjarnemar hafa verið hvattir til að fara á almenn- ingsbókasöfnin í sinni heimabyggð og athuga hvað þeir geta fengið þar áður en þeir leita til bókasafns KHÍ. Þetta getur auð- vitað fyrst og fremst átt við um bókmenntir og efni tengt íslenskri menningu og sögu. í erlendum könnunum kemur líka fram að fjarnemar leita gjarnan til almenningsbókasafna, t.d í nýlegri norskri athugun (0vrelid, 1995). Við höfum líka hvatt fjarnemana til að leita til fræðsluskrifstofanna, sumir hafa gert það með góðum árangri, aðrir hafa ekki haft erindi sem erfiði eins og fram hefur komið í viðtölum við þá. Sumir fræðslu- stjórar hafa stutt mjög vel við bakið á fjarnemum í sínu um- dæmi, keypt inn efni og jafnvel útvegað þeim vinnuaðstöðu. BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.