Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 21

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 21
ein Greini líka) og 13 fara á bókasafn KHÍ eða hafa samband við bókaverði þar. Miðað við svör við annarri spurningu virðist þessi flokkun hér halda hvað varðar almenningsbókasöfn og bókasafn KHÍ, hins vegar er eftirtektarvert að einungis fjórar nefna hér heimilis- bókasafn samanborið við samtals 41 sem merktu við það í spurningu nr. tvö. Full ástæða virðist því vera til að taka alvar- lega aðvörun um mótsagnarkennd svör við opnum spurningum. A það má þó benda að þessi spurning er sérstaklega um ítarefni en hin er um heimildaleit almennt og skýrir það ef til vill mun- inn að nokkru. Næstu spurningar varða tækni eða leikni. Æskilegt þótti að fá upplýsingar um hve margir nota skrár safnsins eða telja sig hafa vald á því. Ef kunnáttan er ekki upp á marga fiska þá þarf að bregðast við því í notendafræðslunni. Leitar þú sjálf(ur) í Gegni/Greini? Mikill meirihluti leitar sjaldan eða aldrei, eða svarar ekki. Helst er að leitað sé í Gegni hér á bókasafninu eða að heiman, lítið er um að tölvan á vinnustað sé notuð í þessu skyni. Ein telur rétt að nefna að hún hafi ekki heyrt Greini nefndan fyrr. Önnur tekur fram að hún kunni vel að leita að heiman þótt hún hafi ekki gert það ennþá. Ef þetta er borið saman við könnun Jóns Jónassonar frá 1994 (Jón, 1994) kemur í ljós að notkunin er samt heldur að aukast enda sýna útlánatölur hjá þessum hópi sams konar stígandi og sést hjá nemendum í staðbundna náminu, það er að útlánum fjölgar með hverju ári á námstímanum. Efþú þarft aðstoð við að leita í Gegni/Greini, hvert leitar þú eftir henni? Fjarnemar leita til þeirra sem kenndu þeim upphaflega að nota skrárnar, það er bókavarða í KHI, og er það líklega eins og við mátti búast. í dagbókinni má einmitt finna þó nokkur dæmi um fyrirspurnir í tölvupósti uin hvernig eigi að komast inn í Gegni. Fáeinar töldu ástæðu til að nefna aðra möguleika hér og eru þessir helstir: leiðbeiningarrit, samkennarar, vinir og skyld- menni og „prófa mig áfram". Hvaða möguleika Gegnis/Greinis notar þú? Höfundur, titill og efnisorð eru hér vinsælust. Sárafáar leita eftir flokkstölum eða gera ítarleit eða samsetta leit og fáar hafa uppgötvað kosti þess að leggja inn pöntun á bók sem er í útláni. Vandinn er hins vegar sá að tiltölulega fáar bækur hafa fengið íslensk efnisorð þannig að hætt er við að leit eftir efnisorðum gefi lítið af sér nema menn átti sig á að nota efnisorð á ensku. Þessu næst komu spurningar urn notkun tölvu við heintilda- leit á annan hátt en með því að nota Gegni eða Greini, hvar hefði verið leitað og hvernig afraksturinn hefði nýst. Einungis ellefu sögðust hafa prófað aðrar aðferðir við leitir. Flestar þeirra höfðu prófað að leita í ERIC og töldu afraksturinn hafa orðið heldur rýran. Varla er við öðru að búast því tíminn sem ætlaður var til notendafræðslunnar var einungis tvær kennslustundir og var þeim varið til að kynna safnið og þjónustuna sem í boði er og kenna á Gegni. Fjarnemar hafa því ekki fengið skipulega kennslu í að nota ERIC, þeim hefur, eins og öðrum, verið sinnt hverjum fyrir sig þegar tilefni hefur gefist. Einnig skal minnt á að á þeim tíma sem könnunin var gerð var ERIC ekki eins aðgengilegur á neti eins og nú er orðið og því urðu fjarnemar, sem höfðu hug á að nota þennan gagnabanka, að finna sér tíma til þess á bókasafni KHÍ eða öðrum þeim söfnum sem hafa ERIC á geisladiskum. í framhaldi af þessu var spurt: Hvernig metur þú fœrni þína í notkun þessara hjálpargagna ? 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% Bakui «6 liru Ðakuu tendti ii . 1 Ljóint i póiti eó« f«n Les Um«nt 7 | 32 I 0 18 | 25 | (. NotiuppsUtttmt 9 1 30 l!!l|||||!l 5TTTTTTT! Efhi«sk«mmUmil«ni N émsefrii grunnskóU Sko6« í hillum safnsins Fomt, myndbond, spU Lokantgeiðu NoUlestóstöðu Milistfhtlin Ljósnta Leita í skxam, sjilf Leita i skiim,me6 «6sto6 II J .i 24 | 19 llill 55 1 T7T p 3 1 36 1 lllilPÍIIIIIII 30 ! 17 | 25 2i | 3 2] 39 | 8 28 I 20 » LJ li LJL 1 ::::i ni T LeitafERIC, sjilf Leita í ERIC. me6 «6sto6 .t.l " 1!...:.» J 37 tllHllllllWtll III 1 0 Oft/stundum □ Sjaldan/aldrci □ Svara ekki Fjarnemar gefa sér ekki háa einkunn hér. Upp úr stendur þó að næstum helmingur þeirra sem svara telja sig ráða vel við Gegni/Greini (samtals 21 segist nokkuð góð eða ágæt). Hvað ERIC varðar (5 telja sig nokkuð góðar eða ágætar) þá má minna á að í janúar 1996 (þ.e. skömmu eftir að könnunin var gerð) streymdu fjarnemar á bókasafnið til að læra að leita í ERIC því nú var þörfrn komin upp, lokaritgerðir í undirbúningi. Það er nokkuð eftirtektarvert að 13 telja sig vera nokkuð góðar eða ágætar í að leita á Intemetinu en samkvæmt svömm við spurn- ingu um heimildaleitir með aðstoð tölvu höfðu einungis fjórar leitað að efni á Internetinu. Auðvitað má fara um Internetið án þess endilega að vera að leita að heimildum til að nota í ritgerðir eða verkefni svo hér þarf ekki endilega að vera um ósamræmi að ræða. Fljótt á litið virðist tölvunotkun við heimildaleit heldur fábreytileg. Þetta er nokkuð umhugsunarvert þegar þess er gætt að einn af höfuðkostum þessa fjamáms umfram gamla réttinda- námið átti einmitt að vera tölvusamskiptin og hinir greiðu möguleikar á að hafa samband við KHÍ, bókasafnið ekki síst. En af hverju ætli fjarnemar noti ekki þessa möguleika sem þeir hafa til þess að ná sér í efni og fróðleik út um allan heim? í viðtölum við fjarnemana er skorti á tíma, kunnáttu og raunar einnig lélegum tækjabúnaði hjá mörgum kennt um að tölvu- samskipti hafi verið heldur minni en vonir stóðu til í upphaft. Að þessu verður nánar vikið rétt á eftir. í þessu samhengi er fróðlegt að skoða hversu fjölbreytt tölvunotkunin er hjá kennaranemum í staðbundna náminu. Anna Kristjánsdóttir, prófessor við KHI, hefur kannað tölvu- notkun í heimildavinnu og námi. 176 nemendur í staðbundna náminu svöruðu könnun sem hún gerði vorið 1995 og kom þar fram að um 85% þeirra nota Gegni/Greini, 24% nota ERIC og um 6% leita heimilda á ýmsum öðrum geisladiskum. 29% þeirra sem svöruðu höfðu eða notuðu tölvupóst og margir fleiri höfðu hug á að fá tölvupóstfang (Anna, 1996). Rétt er að geta þess að nemendum í sumum valgreinum í staðbundna náminu hefur verið kennt að leita í ERIC og hefur það verið gert að beiðni kennara sem þá hafa ætlast til þess að heimilda í verkefni væri aflað á þennan hátt. Ekki hefur gefist færi á að reglubundinni kennslu fyrir alla kennaranema. Um þetta leyti var lítið framboð af geisladiskum í safninu en úr því hefur heldur ræst. BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.