Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 26

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 26
Hönnun Við hönnun á barnadeild eða í raun á hvaða deild á safni sem er, á fyrst og fremst eins og fyrr segir að skoða hvaða starfsemi á að fara fram, hvaða árangri við viljum ná. Mikilvægt er að húsgögn og búnaður séu sterk, sveigjanleg og fjölbreytt. Efnis- val og litir á hillubúnaði, gólfefnum, áklæði og gluggatjöldum skiptir miklu máli fyrir það umhverfi sem við viljum skapa. Hillubúnaðurinn á að vera þannig að hægt sé að sníða hann að þörfum deildarinnar eins og hún er í dag en jafnframt bæta við hann og breyta eftir þörfum. Hillur í barnadeild eiga aldrei að vera hærri en 180 sm upp við veggi en 150 sm úti á gólfi. Æskilegasta hilluhæð í barnadeild- um er 150 sm eða lægri. Hillunum á að koma þannig fyrir að stæður séu helst aldrei lengri en þrjú stafgólf. Gott er að það myndist skot og svæði á milli hillustæðna sem nýta má á ýmsan máta. Bil á milli hillustæða á ekki að vera minna en 1,5-2 metr- ar. Hillur í barnadeild mega alveg vera nær gólfi en í fullorðins- deild, því börnum líkar að liggja á gólfinu og sjá heiminn á hvolfi. Búnaðurinn þarf að vera þannig að auðvelt sé að breyta bili á milli hillna, því barnabækur eru af öllunt stærðum og gerðum. Lýsing er mjög mikilvæg. Ljós eiga að vera á hillustæðum, í lofti og leslampar á borðum. Ef mikil lofthæð er í safni getur verið valkostur að hafa öll ljós í bókahillunum og á lesborðum. Þegar ég hanna barnadeild geng ég út frá því að það sé gott rými til að stilla út bókum, að í deildinni séu krókar þar sem að hægt er að vera útaf fyrir sig, að bókavörðurinn hafi ekki of mikla yfirsýn og að það sé hægt að vera þarna með vinum sínum. Eða með öðrum orðum, ég vil líta á börn eins og hverja aðra notendur, við þurfum ekki að vakta þau frekar en fullorðið fólk. Þegar böm finna að þeim er treyst, haga þau sér samkvæmt því. H ugmyndabanki Hér á eftir er nokkurs konar gátlisti yfir hluti og aðstöðu sem æskilegt er að hafa í barnadeild. Ekki má gleyma því að bestur árangur í að skapa notalegt umhverfi næst með því að vanda val á búnaði og skipulagi hans. Skemmtilegar skreytingar full- komna verkið. í barnadeildum eru oft leikföng sem bæði eru notuð til brúks og skrauts. Leikföng og spil mega gjarnan vera hluti af safnkosti. Leikföng og myndir sem notuð eru til skreytinga eiga hins vegar öll að vísa í bækur. Þetta eiga að vera brúður sem eru sögupersónur, hlutir eða myndir úr bókum. Barnadeildin á ekki að minna á barnaherbergi sem er vel tekið til í. Veggskreytingum á að koma þannig fyrir að þær sjáist þegar litið er yfir deildina en einnig frá óvæntum sjónarhornum. Þessar veggskreytingar geta vísað í heim bókarinnar eða náttúr- una. Veggmyndir og aðrar myndskreytingar eiga að vera inn- rammaðar, því böm eru líka fagurkerar. Bókasafnsfræðingurinn sem sér um barnadeildina þarf að hafa starfsaðstöðu sem ekki virðist ógn fyrir börnin. Þetta þýðir að hann á ekki að sjá inn í alla króka og kima. Borðið hans á að vera aðlaðandi þannig að börnin finni að þau em velkomin. Við borðið eiga að vera stólar sem að þau geta tyllt sér á. Sérstakar hillur eða bókakassar, svokallaðar jötur, eiga að vera fyrir myndabækur. Við kassana á að vera möguleiki á að liggja á dýnum eða í þægilegum sófa fleiri saman og hér þarf ekki að skapa rólegt umhverfi. Barnadeildina má einnig skreyta með myndum frá ýmsum löndum eða landshornum. f deildinni á að vera greiður aðgangur að landabréfabókum og hnattlíkan ætti að vera í öllum barna- deildum. í hverri barnadeild á að vera aðgangur að tölvum. Hér á að vera hægt að komast í ritvinnslu, fræðsluefni á geisladiskum og Internetið. Hér er allt í lagi að stilla tölvum þétt saman því krökkum líkar vel að geta gægst á skjáinn hvert hjá öðrum. Það á líka að vera hægt að fara í tölvuleiki á bókasafninu. Það má að sjálfsögðu finna tölvuleikjum margt til foráttu en ekki má gleyma því að alveg eins og það eru til góðar og vondar bækur gildir það sama um tölvuleiki. Til eru mjög fræðandi og krefj- andi leikir eins og Transport Tycoon og SimCity. í SimCity er sá sem spilar leikinn borgarstjóri sem stofnar nýtt bæjarfélag í tölvuumhverfi. Leikurinn gengur út á að ákveða hvar íbúðar-, iðnaðar- og verslunarhverfi eiga að vera. Leggja vegi, hita og rafmagn. Akveða hve háa skatta íbúarnir þurfa að greiða o.s.frv. Spilið er heilmikill lærdómur í samfélagsfræði (Jessen, 1995, 62-63). Aðrir leikir byggja á því að þekkja þarf söguþráð bóka. Fyrir þau börn sem vilja vera ein og sér í eigin hugarheimi þarf að skapa svæði inni á milli hillnanna þar sem þau geta setið eða legið og horfið á vit sögunnar. Þetta þurfa að vera borð, stólar og líka þægilegir mjúkir stólar. Best er að velja falleg og stflhrein húsgögn sem þó eru ekki of stofnanaleg. I barnadeildinni á að vera möguleiki á að hafa tónlist. Það á bæði að vera hægt að hlusta á tónlist einn og sér eða láta hana hljóma um alla deildina. Einnig er gott að hafa tónlistarherbergi þar sem hægt er að hlusta saman á tónlist. í sama herbergi má hafa sjónvarp og myndbandstæki sem hægt er að nota saman eða einn í einu. Þetta herbergi má gjarnan vera gluggalaust með takmarkaðri birtu. Sögustóll, þar sem börnin geta farið í hlutverk sögumanns hvetur til sköpunar. Brúðuleikhús þar sem börnin leika sjálf og tölvur þar sem þau geta skrifað sögur eru á sama hátt skapandi. Dœmi um hönnun barnadeildar Þegar ég fékk það verkefni að endurskipuleggja barnadeild Bókasafns Seltjarnarness hafði ég ofangreindar hugmyndir í huga. Það svæði sem ætlað er fyrir barnadeildina myndu flestir Mynd 1. Grunnteikningar Regína Eiríksdóttir. Tölvuteikning Anna Sandgren. 26 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.