Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 35

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 35
araðstöðu og notendatölva. Þegar þessar línur eru skrifaðar hefur deildin enn ekki verið formlega opnuð, enda þótt marg- vísleg starfsemi fari þar þegar fram. Hirslur undir safngögn og annar búnaður er um það bil að komast í viðunandi horf, en safngögnin sjálf eru ekki frágengin nema að hluta. Fyrst í árslok 1996 var lokið við að tengja tækjabúnað deildarinnar. Gestir eru þegar farnir að nýta sér aðstöðuna og kunna vel að meta. Á starfsmannasvæði er stjórnstöð ásamt afspilunartækjum fyrir geisladiska, hljóðsnældur, myndbönd og hljómplötur. í sjálfu safnrýminu eru aftur á móti tíu básar með fjarstýringu fyrir gesti, þar sem hægt er að hlusta á hljómplötur, geisladiska, snældur eða útvarp, horfa á myndbönd og jafnvel sjónvarp. Hljómflutningstækjunum er einnig hægt að tengjast frá tíu hægindastólum. Öllu þessu efni er hægt að miðla til tveggja les- herbergja, eins hópvinnuherbergis og fyrirlestrasalar á 2. hæð. Á starfsmannasvæði er einnig vandaður búnaður og aðstaða til afritunar efnis á milli miðla. Eitt af meginhlutverkum deildarinnar er að safna, varðveita og miðla gögnum á sviði íslenskrar tónlistar og talaðs orðs, en einnig efni á myndböndum og ýmiss konar öðru myndefni. Safnið nýtur skylduskila íslenskra hljóðrita, sem lögleidd voru árið 1977, en myndefni lýtur þeim ekki. Meðal markmiða deildarinnar er ennfremur að hafa samskipti við innlend samtök og stofnanir á sviði tónlistar, safna erlendu tónlistarefni eftir því sem kostur er og afla annarra nýsigagna í samræmi við hlutverk og skyldur safnsins. Gögn deildarinnar eru að stofni til skylduskil íslenskra hljóð- rita, nokkur stór hljómplötusöfn með erlendu sem innlendu efni, sumu fágætu. Einnig má nefna myndbönd úr fórum Háskóla- bókasafns, bæði fræðsluefni og sígildar kvikmyndir, gjafir Há- skólabíós, nótur, margvíslegt smáprent og úrklippusafn, einkum um tónlist. Handrit nótna og annars tónlistarefnis verður eftir sem áður varðveitt í handritadeild og prentskilin í þjóðdeild. Leitast er við að hafa aukaeintök af íslensku efni og sem bestan ritakost, innlendan og erlenda, tengdan efni deildarinnar til notkunar og útlána á hæðinni. Lokaorð Á þeim rúmlega tveimur árum sem Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn hefur starfað hefur upplýsingadeildin verið að finna sér farveg og móta stefnu varðandi mismunandi viðfangs- efni. Fjölbreytt og áhugaverð verkefni blasa við hvort sem litið er til upplýsingaþjónustu, fræðslumála, heimasiðugerðar, tón- og mynddeildar eða annarra starfsþátta deildarinnar. Safninu er ætlað mikilvægt hlutverk á sviði upplýsingatækni, sem leggur því þær skyldur á herðar að fylgjast grannt með og tileinka sér hina öru þróun sem á sér stað á þeim vettvangi. Þótt starfsmenn leggi metnað sinn í að sinna þessu hlutverki sem best er fram- vindan ekki einungis háð mannafla upplýsingadeildar heldur einnig framtíðarfjárveitingum til safnsins. Öll störf í safninu eru hlekkir í sömu keðju og stefna þegar allt kemur til alls að því marki að þjóna notendunum sem best í nútíð og framtíð. SUMMARY Reference and Public Relations This article describes the Reference Department of The National and University Library of Iceland. The library opened on the lst of December 1994 and was an amalgamation of the former National Library and University Library. No specific reference department existed in the two former libraries. The article describes how the depart- ment has organised its services in the new library. Besides answering most reference questions this department supervises the use of twenty- six CD-ROM databases and the Internet. It also offers specialized searches in databases such as Dialog, DataStar, ESA/IRS and Questel. It supervises public relations and offers several programs conceming user education. Together with the Circulation Department it has regularly performed quality measurements in the library. The Audio-Visual Division is also described. Its main function is to collect, preserve and make available all material pertaining to Icelandic music and speech. ÁA BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.