Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 45
Bókavörðunum ber saman um að nýbúa verði ekki mikið vart á þeirra söfnum. Ein ástæða þess er vafalítið sú að talsverður hluti nýbúa hefur ekki vanist bókasöfnum og sækir þau þar af leiðandi ekki svona upp úr þurru. Hitt er líka augljóst að fyrir marga nýbúa er ekkert efni til á söfnunum og hafa þeir því lítið þangað að sækja. Nýbúar frá enskumælandi löndum hafa þó úr ýmsu að moða á söfnunum og Norðurlandabúar sömuleiðis. Þeir sækja þó einna mest í dagblöðin í Norræna húsinu og bóka- safnið þar, sem reyndar telst til almenningsbókasafna. Vinsældir þeirrar starfsemi Upplýsinga- og menningarmiðs- töðvar nýbúa sem beinlínis er á starfssviði bókasafna eða tengist því sýna þó að þörf er á að bókasöfn láti málin til sín taka og fari að huga að því í fullri alvöru hvað þau geti gert og eigi að gera fyrir sístækkandi hóp nýbúa. Ekki er hægt að reiða sig á að Norðurlandamiðstöðvarnar hlaupi undir bagga endalaust og láni okkur grunnsafnkost, enda var að heyra bæði á Þórdísi og Önnu að þeim fyndist þær eiga fullt í fangi með að þjónusta eigin lönd. Þegar borið er saman hvað hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert og eru að reyna að gera fyrir sína nýbúa og svo það sem hér er gert, virðist framlag íslenskra almenningsbókasafna til þjónustu við nýbúa ósköp lítilfjörlegt. Við höfum okkur þó til afsökunar að reynsla okkar af „alvöru“ nýbúum er lítil og stutt miðað við reynslu annarra þjóða. Það er ljóst að það kostar bæði fjármagn og vinnu að koma þjónustu bókasafna við nýbúa í viðunandi horf. Erlendis virðist þjónustan vera best þar sem bæði pólitísk og fagleg stefnumörk- un leggjast á eitt við að gera veg hennar sem mestan (Lund & Tvete 1987, s. 241; Nyeng 1987, s. 686-687). Það væri auðvitað æskilegt fyrir íslensk almenningsbókasöfn að fá einhverja pólitíska stefnumörkun um það hvað þau ættu að gera í sambandi við nýbúaþjónustu. Raunin hefur líka orðið sú á Norðurlöndunum að verulegur skriður hefur ekki komist á þessa þjónustu fyrr en ríkisvaldið hefur lagt til hennar sérstakt fjármagn. Ég tel hins vegar hætt við því að hérlendis muni bæði stefnumörkun og peningar af hálfu hins opinbera láta bíða eftir sér. Ef bókasöfn vilja gera eitthvað að gagni fyrir nýbúa verða þau því að öllum líkindum sjálf að taka frumkvæðið. Hitt er ljóst að nýbúaþjónusta er dýr og erfið og verður varla framkvæmd svo nokkru nemi án þess að til komi veruleg samvinna og verka- skipting milli bókasafna. Heimildaskrá Prentaðar heimildir: Andersen, Ida Marie. 1987. Kunnskapsformidling mot fremmedhat - for internasjonal forst&else. Bok- og Bibliotek 54 (7): 234-235, 275. Carlsen, Ka-Jo. 1987. Bydelen Lambeth i London - hvilke biblio- tektilbud har de der? Bok- og Bibiiotek 54 (7): 241 Chao, Sheau-yueh, J. 1993. The New American Program: Queens Borough Public Library’s service to multilingual/ multicultural communities. Public Libraries 32 (6): 319-322. A charter for public libraries. 1993. London. The Library Association. Ekman, Maud. 1990. Immigrants and libraries in Sweden and Eskilstuna. Journal of Multicultural Librarianship 4 (2): 75-76, 78- 82. Giacoma, P. 1989. The fee orfree decision: legal, economic, political, and ethical perspectives for public libraries. New York, Neal- Schuman. Hellman, Birgitta. 1990. Library services for refugees and immigrants. Scandinavian Public Library Quarterly 23 (1): 16-18. / krafti upplýsinga: tillögur menntamálaráðuneytis um menntun, menningu og upplýsingatœkni 1996-1999. 1996. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Kpbenhavn læser: bibliotekspolitisk redegörelse 1995. 1995. Kpben- havns kommunes biblioteker. Lund, Anne & Fröydis Tvete. 1987. Bibliotektilbudet til innvandrere i London. Bok-og Bibliotek 54 (7): 240-241, 275. Lög um almenningsbókasöfn. 1976. Stjórnartíðindi A nr. 50/1976. Nyeng, Per. 1987.1 klar forlængelse av lovens ánd og bokstav. Bibliotek 70 (19): 685-688. Rispy Tveter, Ellen. 1987. Bibliotekstjeneste for innvandrare. Bok-og Bibliotek 54(7): 234-235, 275 Somerville, Mary R. 1995. Global is local. Libraryjournal 120 (3): 131- 133. Storch, Vibeke. 1992. Vesterbro Bibliotek kan ikke alene klare in- vandrerbpmenes fritidsproblemer. Bibliotek 70 (15): 432-434. Tinker, Matthew. 1990. The public library service in multicultural Britain. Library Management 11 (4): 40-50. UNESCO Public Library Manifesto. 1995. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir þýddi. Bókasafnið 19:93. Wheeler, J.L. & Goldhor, H. 1981. Wlieeler and Goldltor’s practical administration of public libraries. Rev.ed. New York, Harper & Row. Munnlegar heitnildir: Anna Torfadóttir (deildarstjóri, Borgarbókasafni Reykjavíkur). Viðtöl í október 1996. Erla Kristín Jónasdóttir (deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi). Símaviðtal 1. nóv. 1996. Hólmfnður Gísladóttir (fulltrúi hjá Rauða Krossi íslands). Símaviðtal 4. nóv. 1996. Hrafn Harðarson (forstöðumaður Bókasafns Kópavogs). Símaviðtal 4. nóv. 1996. Hulda Björk Þorkelsdóttir (bæjarbókavörður, Reykjanesbæ). Viðtal 23. okt. 1996. Ingibjörg Hafstað (námstjóri í nýbúafræðslu á grunnskólastigi). Símaviðtal 3. mars 1997. Jóhann Hinriksson (forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins, Isafirði). Símaviðtal 16. okt. 1996. Kristín Njálsdóttir (forstöðumaður Upplýsinga- og menningar- miðstöðvar nýbúa). Viðtal 18. okt. 1996. Margrét Björnsdóttir (forstöðumaður Skólasafnamiðstöðvar Reykjavíkur). Símaviðtal 3. mars 1997. Þóra Hólm (deildarbókavörður, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur). Símaviðtal 4. nóv. 1996. Þórdís Þorvaldsdóttir (borgarbókavörður). Viðtal 18. okt. 1996. SUMMARY Public Library Services for Foreigners This article discusses library services for foreigners residing in Iceland. It begins by describing the role of public libraries as cited by the IFLA and UNESCO manifestos. Foreigners in Iceland mainly come from Hungary, former Yugoslavia, Vietnam and Poland. There are also migrant workers front Poland, New Zealand and various Southeast Asian countries.The article considers these foreigners' needs with reference to Iibrary services, namely the services rendered by public libraries. The author interviewed a number of public librarians to get an overall view of the services they offer. She also contacted the Information and Cultural Centre for Foreigners, The Red Cross and the Reykjavik School Library Centre. She compares the services in Iceland with similar services in the other Scandinavian countries. The conclusion is that library services for foreigners in Iceland are minimal. Libraries have very few books in the foreigners' native tongues and, although some are ordered through interlibrary loans, libraries must make an effort to attract foreigners living in this country by buying books in their mother tongue. The public libraries would benefit from a political directive conceming this since it would help them to apply for more funding. ÁA BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.