Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 46

Bókasafnið - 01.04.1997, Qupperneq 46
Jón Sævar Baldvinsson Ferðalangur á bókasafni Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn á Bókasfni Suður-Þingeyinga Inngangur Kveikjan að því að Bókasafn Suður-Þingeyinga hóf upp- lýsingagjöf til ferðamanna kom frá undirrituðum og reynslu hans af ferðamálum á árum áður. Húsavík hafði eiginlega aldrei lent inn á korti ferðamanna sem áfangastaður, heldur „gegnum- keyrslustaður" þar sem ágætt væri að létta á sér, jú svo mætti einnig skoða kirkjuna fyrst fólk á annað borð væri komið á staðinn. Líklega er skýringin sú að Húsavíkurbær hefur aldrei gert verulegt átak í að markaðssetja sig sem ferðamannabæ, þrátt fyrir fallegan bæ, fagurt umhverfi og þá staðreynd að í næsta nágrenni eru helstu náttúruperlur Norðurlands. Fyrir tveimur árum hófu Húsvíkingar skipulegar hvalaskoðunarferðir sem í dag eru helsta aðdráttarafl ferðamanna. Hvalaskoðun er ekki eingöngu fyrir ferðamenn í skipulögðum ferðum heldur fyrst og fremst fyrir þá sem ferðast á eigin vegum á eigin farartæki eða með aimenningsfarartækjum. Upplýsingamiðstöð Eftir umræður við ferðamálafulltrúa Þingeyjasýslna og Ferða- málafélag Húsavíkur, þar sem fram kom að upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn vantaði sárlega, var ákveðið að gera tilraun og reka upplýsingamiðstöð í bókasafninu. Fram að þeim tíma hafði allur bærinn verið nokkurs konar upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn því enginn einn aðili hafði þetta hlutverk með höndum og að vonum voru misjafnar upplýsingar sem fólk fékk hverju sinni. Ekki þurfti að leggja í mikinn stofnkostnað til að koma upp- lýsingamiðstöðinni fyrir. Breyta þurfti fimm hillustæðum til þess að hægt væri að raða í þær bæklingum og öðru upp- lýsingaefni sem starfseminni tilheyrði. Samskiptatæki eins og sími, bréfsími og tölvupóstur voru til staðar. Aðstaða var handa viðskiptavinum til þess að þeir gætu sest niður og blaðað í þeim bæklingum sem Iágu frammi. Fljótlega kom í ljós að síminn var stærsti kostnaðarliðurinn því oft þurfti að hringja til að fá nánari upplýsingar um tíma- setningar, gistimöguleika o.s.frv. Vegna innri aðstæðna í safninu þurfti ekki að ráða aukastarfsmann sl. sumar og með því að gera nýtt vaktaskipulag var hægt að manna bókasafnið sjö daga í viku frá 1. júní til 31. ágúst og eini viðbótarkostnaður vegna starfsmanna var vaktaálag um helgar. Á öðrum árstímum nægir venjulegur opnunartími bókasafnsins. Sumarið 1997 þarf að ráða starfsmann yfir háannatímann. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður verði um það bil 40.000 kr. á mánuði. Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn gegna mikilvægu hlutverki hvað varðar dreifingu ferðamanna um landið og til að dreifa álagi á viðkvæma náttúru landsins. Hlutverk þeirra er: • Að veita þær upplýsingar sem ferðamaðurinn þarfnast til að auðvelda sér ferðalagið. • Að gera hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu auðveldara um vik að koma vöru sinni á framfæri. Með fjölgun upplýsingamiðstöðva og jafnri dreifingu þeirra um landið, fjölgar þeim sem notfæra sér þjónustuna. Þetta á bæði við um fólk á heimaslóðum og þá sem vilja skipuleggja ferðir sínar áður en lagt er af stað. Með virkari upplýsingum, bæði þeim sem beðið er um og sem upplýsingaþjónustan kemur á framfæri óumbeðin, er líklegra að ferðamaðurinn verði aðnjót- andi reynslu sem hann hefði annars farið á mis við og fyrir ferðaþjónustuaðila er oft um beinan fjárhagslegan ávinning að ræða. Þess vegna er mikilvægt að sá sem veitir upplýsingar sé ekki fjárhagslega háður þeim aðila sem selur hana. Með auknúm upplýsingum til ferðamanna aukast líkurnar á vel heppnuðu fríi. Rekstrarfyrirkomulag upplýsingamiðstöðva er mjög mismun- andi, en á flestum stöðum standa sveitarfélögin að rekstri þeirra. Miklar vangaveltur hafa orðið um á hvern hátt stöðvamar geti treyst betur fjárhagslega afkomu sína og hefur þá helst verið horft til umboðslauna fyrir bókanir og tekna af sölu póstkorta og minjagripa. Ekki er þó hægt að treysta á að bókanir og sala geti staðið straum af kostnaði við rekstur. Því er nauðsynlegt að sveitarfélög og héraðsnefndir komi að rekstri þeirra. Lengi hefur verið horft til þess að ríkið verði þátttakandi en hingað til hafa ekki sést nein teikn á lofti um að sá aðili telji sér málið skylt. Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn á fyrst og fremst að taka mið af þörfum ferðafólks og láta því í té upplýsingar sem þörf er á án tillits til þeirra sem selja ferðamönnum þjónustu. Víðast hvar eru upplýsingamiðstöðvar reknar í tengslum við aðra þjón- ustu. Á þann hátt hefur verið hægt að samnýta húsnæði og starfsmenn. í Þingeyjarsýslum eru allar upplýsingamið- stöðvarnar reknar í tengslum við aðra starfsemi. Húsavík: Bókasafn Suður-Þingeyinga (allt árið). Mývatni: Gestastofa Náttúruvemdarráðs (sumarmánuðir). Ásbyrgi: Þjónustumiðstöð þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfmm (sumarmánuðir). Raufarhöfn: Hótel Norðurljós (allt árið). f markmiðum Ferðamálaráðs um upplýsingamiðstöðvar hefur verið gengið út frá þeirri forsendu að í hverjum landshluta sé ein „móðurstöð", sem veiti upplýsingar á landsvísu og að auki smærri stöðvar, sem veita svæðisbundnar upplýsingar. Reyndin er þó allt önnur því fólk leitar oftast að upplýsingum um stærra svæði en svæðisbundin upplýsingamiðstöð getur veitt, og því veita flestar miðstöðvar upplýsingar á landsvísu. Þjálfun starfsfólks Nauðsynlegt er að starfsfólk sé vel þjálfað og vant að veita upplýsingar. Þekki vel til náttúru Islands, staðhátta, dýralífs og menningar- og efnahagslífs. Það ráði yfir þekkingu á ferða- þjónustu bæði á þjónustusvæði upplýsingamiðstöðvarinnar og utan þess. Starfsmenn þurfa að vera kunnugir því sem í boði er á þjónustusvæðinu svo sem bátsferðum, skoðunarferðum, útsýnisflugi, veiðisvæðum, söfnum, golfvöllum, sundstöðum og svo framvegis. Jafnframt þarf starfsfólk að fylgjast vel með því sem á döfinni er á viðkomandi landsvæði: tónleikum, útihátíð- um, markaðsdögum og ýmsum uppákomum og koma þeim á framfæri á réttan hátt. Vita hverju sinni hvernig ástand vega er og hafa á takteinum veðurspá næstu daga. Starfsmenn þurfa einnig að vera færir um að koma með ábendingar til ferða- þjónustuaðila um það sem vantar eða betur má fara, svo sem nýjungar, merkingar, gæði þjónustu, umhverfismál og fleira. Ferðamenn á swnri sem vetri Flestir ferðast yfir sumartímann og þurfa upplýsingamið- stöðvar að vera opnar a.m.k. frá því í maí og fram í september. Með samrekstri miðstöðva við heilsárs starfsemi eins og t.d. 46 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.