Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 47

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 47
bókasafna er hægt að hafa opið allt árið og þar með er tryggt að upplýsingamiðstöðin er hluti af ferðaþjónustu á svæðinu allt ár- ið. Daglegur opnunartími getur verið mismunandi frá einum stað til annars og þarf meðal annars að miða við almennings- samgöngur inn á svæðið. Reynslan er sú að þörf fyrir upp- lýsingar er mest áður en lagt er af stað að morgni og þegar kom- ið er á næturstað. Því er nauðsynlegt að hafa opið alla daga vik- unnar frá morgni fram á kvöld yfir háannatímann. Bókasafnið er valkostur Þegar bókasöfn og staðir sem veita ferðamannaupplýsingar eru bornir saman sést að það er margt sem er líkt með þeim. Ef litið er framhjá atriðum sem greina þessa staði að, og þau eru vissulega til, þá sést að það sem er sambærilegt tengist allt menningarlegum þáttum. Ferðamannaupplýsingum er m.a. ætlað að greiða fólki leið að menningu og sögu staða og svæða. Upplýsingar um sögulega atburði, einkenni bygginga og þjóð- sögur eiga allar að vera til staðar á upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn. Þessar upplýsingar eru nú þegar á almennings- bókasöfnum þó svo þeirra sé aflað á annan hátt - bækur koma hér í staðinn fyrir bæklinga. Ef upplýsingar sem um er beðið finnast ekki á staðnum er auðvelt að nálgast þær í gegnum upplýsinganet. Auk alls þessa hefur í gegnum árin skapast hefð á bókasöfnum fyrir annars konar upplýsingadreifingu þ.e. staðbundnar upplýsingar um það sem er á döfinni og stendur til boða í bæjarfélagi og nágranna- byggðum. Þessar upplýsingar fást bæði frá þeim sem stunda bókasafnið og í gegn um fjölmiðla s.s. dagblöð, sjónvarp, út- varp, auglýsingar o.þ.h. í hverju bókasafni er, eða ætti að vera til staðar úrval heimilda, upplýsingaþjónusta, staðbundin þekk- ing, samhæfing við önnur bókasöfn og góð þjónusta. Þetta reyndist ómetanlegur grunnur þegar starfsfólk Bókasafns Suður- Þingeyinga braut blað í sögu safnsins, fór skrefinu lengra og tók að sér að veita ferðamannaupplýsingar á Húsavík. Arinu var skipt niður í þrjú tímabil: 1. í ársbyrjun (janúar - aprfl) er safnað saman upplýsingum um það sem er boðið upp á fyrir ferðamenn á svæðinu. Þetta er tímabil sem notað er til grundvallarskipulagningar og fram- setningar á efni. Dæmi um framsetningu: upplýsingum kom- ið á tölvutækt form, bæklingum safnað í samvinnu við ferða- þjónustusamtök á staðnum. 2. Yfir aðalannatímann, maí - ágúst gengur starfsemin út á að sjá um samskipti og þjónustu við ferðamenn og daglegan rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar. Auk þess þarf að skipu- leggja opnunartíma um helgar (frá júní og út ágúst). Allt árið þarf að halda skrá yfir allar fyrirspurnir, sérstaklega yfir annatímann, og athuga og skrá hvort þörfum ferðamanna er fullnægt með því að spyrja ferðamenn sem valdir eru úr hópnum af handahófi. 3. I árslok (september - desember) er farið yfir árangur, hvernig til tókst, hvaða breytingar þarf að gera og samin ársskýrsla. Stefna okkar var frá byrjun að notast við nýjustu tækni við upplýsingaöflun og fella þar inní hefðbundnar aðferðir sem upp- lýsingamiðstöðvar notast við. Einkatölvur og faxtæki eru því jafn augljós tæki og regnbogalitir bæklingar. Upplýsingaþörf ferðamanns byggist á því að hann þarf að fá að vita hlutina því sem næst samstundis. Hann býst við skjótum og nákvæmum svörum við spurningum um gistingu, veitinga- staði, áhugverða staði, ferðir og það sem hægt er að gera. Þar að auki líta margir ferðamenn á upplýsingamiðstöð sem þjónustu- miðstöð sem er ætlað að leysa alls kyns vandamál. í mörgum tilfellum vantar fólk upplýsingar fyrir ferðina sem framundan er. Niðurlag Þær mörgu og flóknu spurningar sem sum okkar óttuðust að fylgdu þessu ferðamannaflóði létu á sér standa og menn gátu andað léttar. Margar spurningar var hægt að flokka sem almenn- ar spurningar sem eru í verkahring starfsfólks á bókasöfnum. Við horfum fram til komandi sumars með tilhlökkun og eftir- væntingu, því ef að líkum lætur verður nóg að gera og tilbreyt- ing að svara annars konar upplýsingum en vetrarmánuðirnir bjóða upp á. Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn krefst starfs- kunnáttu og færni í að nýta sér þá upplýsingamiðla sem til eru og er því hvergi betur komið en á almenningsbókasöfnum lands- ins. HEIMILDIR: Fotheringham, Margaret. 1987. Tourism and libraries. Public Library Joumal 2(3); 37-39. Hapel, R. 1992. Tre vestsvenska kulturhuse med stærke biblioteks- indslag. 570(17): 536-538. Roberts, Angela. 1976. The library as a tourist information centre. Service point 11 (mars): 7-9. Stejhumótun íferðaþjónustu. 1996. [Magnús Oddsson ... [et al.]. - [Rv.] : Samgönguráðuneyti.. 74 s SUMMARY A Tourist in the Library Last year Bókasafn Suður-Þingeyinga, the public library in Húsavík, introduced a new information service for tourists and other travellers. No tourist information service existed in the area and after discussions with the Húsavík Tourist Board and the Office for Tourism in Northeastem Iceland it was decided that the public library would meet this need. The purpose of the information service is twofold: to provide general tourist information in order to make travelling easier and to provide a tourist centre for those making a living from tourism. The author points out that libraries and tourist information centres have a lot in common, e.g. both are dedicated to providing cultural, geographical and historical information. Libraries are well-equipped to answer travellers' needs for this kind of information since they usually have access to various information databases. The article concludes by stating that last year's experience was a success, the public library has proved ils worth in this respect and the library staff looks forward to next summer. ÁA BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.