Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Page 48

Bókasafnið - 01.04.1997, Page 48
Margrét I. Ásgeirsdóttir Bókasöfn í villta vestrinu Stundum virðist veröldin tilbreytingalaus. 1 byrjun árs 1996 fannst mér óskaplega langt síðan að ég hafði gert nokkuð spenn- andi og óvænt sem er náttúrulega algjör vitleysa. Hver dagur er spennandi því aldrei er að vita hvað á daginn drífur. Barst mér þá til eyrna að Rotary-umdæmið á íslandi sendi nokkra einstaklinga til útlanda í svokölluð starfshópaskipti eða Group Study Exchange Programme fjórða hvert ár. Ég brá skjótt við og sótti um og átti ekki í erfiðleikum með að færa rök fyrir því að bókasafnsfræðingur ætti svo sannarlega erindi í ferðina og ekki yrði nokkurt vandamál að ftnna bókasöfn, skjalasöfn eða aðrar safnategundir fyrir mig til að skoða og kynna mér, því hvað er útbreiddara um allan heim en söfn í einhverju formi. Ég fékk jákvætt svar og í maí 1996 var haldið af stað í GSE ferð eða starfs- hópaskiptaferð á vegum Rotary umdæmisins á Islandi til Rotary um- dæmis í Bandaríkjunum sem nær yfir hluta Colorado fylkis, Nebraska og Wyoming. Starfshópaskipti eru fyrir fólk á aldrinum 25- 35 ára sem hefur lokið starfsmenntun og starfað í það minnsta í tvö ár í faginu og hyggst starfa þar áfram. Tvær konur og tveir karlar ásamt farar- stjóra voru valin til ferð- arinnar, öll úrmismunandi starfsgreinum (einn markaðsfræðing- ur, annar blaðamaður, kennari og rithöfundur, þriðji rafmagns- tæknifræðingur og svo ég bókasafnsfræðingur). í ferðinni kynntum við land og þjóð ásamt því að vera fulltrúar okkar starfstétta. Við vorum mánuð á ferðalagi og dvöldumst yfirleitt þrjá daga á hverjum stað. Einn af þessum dögum var alltaf skipulagður sem starfsdagur en þá vorum við send hvert fyrir sig í fyrirtæki og stofnanir á okkar starfssviði. Eitt af skilyrðunum við þessa ferð er að þegar heim er komið séum við í aðstöðu til að deila reynslu okkar með öðrum og skal það nú gert. Það sem ég og þeir sem tóku á móti mér þarna úti vorum sammála um var að ef einhver er í ókunnum bæ og hefur heimþrá þá er besta ráðið að heimsækja almenningsbókasafnið í bænum því þá líður manni strax eins og heima hjá sér svo lik eru þau um allan heim. Almenningsbókasöfn er að finna í hverjum bæ og þess vegna heimsótti ég þá tegund safna oftast en fór þó einnig í heimsóknir í skólasöfn, skjalasöfn og á gagnasafn á bæjarblaði einu. Tölvumál Þar sem umræðan um tölvur og fyrirkomulag þeirra mála vill oft verða efst á baugi í umræðum um bókasöfn er best að byrja á þeim málaflokki hér. 1 Wyoming búa um 450 þús manns og er fylkið helmingi stærra en ísland. Þar hefur verið komið á sameiginlegum gagna- grunni bókasafna í fylkinu sem nefnist WYLD (Wyoming Libraries Database) og inniheldur 1) WYLD CAT (Wyomings Online Public Access computer), rafrænan gagnagrunn um allt það efni sem er að finna á almenningsbókasöfnum í Wyoming; 2) CARL, gagnagrunn sem bókasöfn háskólanna í Wyoming geta tengst beint; 3) ERIC, (Educational Resources Information Clearinghouse) og 4) EXPANDED ACADEMIC INDEX, en þar er að finna útdrætti úr greinum úr 1500 tímaritum og heilar greinar úr 500 tímaritum. Til þess að koma til móts við íbúana í fylkinu sem er mjög strjálbýlt hefur WILL (Wyoming Informa- tion and Library Link) verið sett upp. WILL er samvinnuverkefni og veitir almenningi heima í stofu, á skrifstofunni eða í skólan- um aðgang að rafrænum upplýsingum ríkisins sem varða almenning (Ferret) og aðgang að rafræna bókasafns- og upplýsinga- grunninum WYLD. Á öll- um bókasöfnum liggja frammi bæklingar þar sem útskýrt er hvernig hægt er að nálgast tölvutækar upp- lýsingar í Wyoming. I Nebraska og í Colo- rado er hægt að leita í gagnagrunnum bókasafna með beintengingu, í gegn- um Internetið eða á bóka- safninu sjálfu. Hvert bókasafn getur einnig leitað í gagnagrunn- um annarra almenningsbókasafna. Ekki þarf að vera skráður lánþegi til að leita í gagnagrunnum safnanna. Á hverju almenningssafni eru nokkrar tölvur ætlaðar notend- um. Á aðalsafninu í Greeley í Colorado eru sérstakar tölvur sem ætlaðar eru til leita á geisladiskum. Geisladrifin sem eru með plássi fyrir nokkra diska í einu eru læst svo ekki sé hægt að skipta um diska eða stela þeim (t.d. ættfræði Mormóna og símaskrár). Útprentun kostar alls staðar einhverjar krónur. í bæklingi almenningsbókasafnsins í Scottsbluff í Nebraska er kynnt hvaða upplýsingar er hægt að fá af margmiðlunardiskum í safninu (allt frá alfræði fyrir yngstu börnin til upplýsinga fyrir atvinnulífið). Sá hluti bókasafnsins er nefndur Electronic Reference Center. í beinni þýðingu er það rafræn upplýsinga- miðstöð sem er einmitt orðið sem notað er í tengslum við al- menningsbókasöfn framtíðarinnar á Islandi í bók Menntamála- ráðuneytisins í krafti upplýsinga sem kom út í mars 1996. Ekki er óalgengt að notendur hafi hálfgerða “fóbíu” fyrir tölvum og neiti alveg að læra að leita í þeim. Þá er ekki aðeins um að ræða fólk sem komið er yfir miðjan aldur heldur einnig yngra fólk. Starfsfólk reynir alltaf að vera innan handar með að kenna notcndum á tölvurnar og aðstoða þá sem þjásl af tölvu- fælni á ýmsan hátt. I barnadeildum eru tölvur fyrir yngstu lánþegana. Þær eru Greinarhöfundur ásamt hókaverði við einn af bókabílum þeirra í Vesturheimi 48 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.