Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Page 49

Bókasafnið - 01.04.1997, Page 49
mest notaðar til ýmissa þroskaleikja s.s. til að læra lit og lögun. Algeng sjón er að sjá börn frá fjögurra ára aldri önnum kafin við að leysa skemmtileg þroskaverkefni á tölvunum í barna- deildinni. Símaþjónusta A bókasafninu í Loveland í Colorado geta lánþegar t.d. endur- nýjað bækur sínar í gegnum síma en þó ekki oftar en tvisvar. Það er einnig hægt að hringja í sérstakt símanúmer á bókasafninu og hlusta á nýja sögu vikulega (Dial-a-Story). Útlán og skil I öllum söfnunum er þjófavarnarkerfi. Á skólasafni gagn- fræðaskólans í Gillette í Wyoming var nýlega búið að setja upp þjófavarnarkerfi en áður höfðu tapast unt 2000 bækur. Afgreiðslan er alls staðar vel merkt. Það eina sem er frá- brugðið því sem tíðkast á íslandi er að lánþegar skila safnefninu í sérmerkta lúgu í afgreiðsluborðinu. í öllum almenningsbóka- söfnum er upplýsingaborðið staðsett annars staðar en útlán og skil fara fram. Húsbúnaður Ekki er alltaf fylgt nýj- ustu tísku í húsbúnaði safnanna. Sum söfnin eru eins og stigið sé inn í bfómynd frá því milli 1965-1975 hvað litaval og stíl húsgagna snertir. Allt er samt mjög snyrtilegt og vítt til veggja víðast hvar. Sérstaklega er vel hlúð að barnadeildum og þær gerð- ar hlýlegar með fallegu og hugmyndaríku skrauti. Barna og unglingastarf Á öllum almenningsbókasöfnum þykja sögustundir vera eitt það mikilvægasta í barnastarfinu. Þær eru einu sinni til tvisvar í viku. Sögustundir og sögustundadagskrár eru vel undirbúnar af bókasafnsfræðingi barnadeildar og aðstoðarmanni hans. I sögustund er lesið, gerðar léttar teygjur eða grettur á milli atriða, sungið eða leikið brúðuleikhús og rabbað saman. Sögustundir eru flestar ætlaðar börnum frá tveggja ára aldri. Á bókasafninu í Gillette í Wyoming, sem er ungur bær þar sem mikið af ungu fólki býr, er sérstaklega mikið gert í barna- deild almenningsbókasafnsins. í Gillette eru um 10 þúsund bækur lánaðar út úr barnadeildinni mánaðarlega en í bænum búa 25 þúsund manns. Þar eru að sjálfsögðu sögustundir en einnig „night-programs” fyrir foreldra með ung börn. Við getum kallað þetta rökkurstundir þar sem foreldrar koma á bókasafnið með ung börn sín og sungnar eru vögguvísur. í barnadeildinni er einnig að finna sérstaka hillurekka með bókum um barnauppeldi svo foreldrarnir þurfi ekki að fara út úr deildinni til að finna þess konar bækur. í deildinni er sömuleiðis herbergi með barnarúmi þar sem sá sem kemur með lítið barn og annað stærra getur setið og lesið eða skipt á því yngra meðan eldra barnið dvelur í barna- deildinni. Litla barnið veldur þá engum ónæði á meðan. í barna- deildinni í Gillette er einnig hugað sérstaklega að þjónustu við dagmæður. Þær koma inn á safnið með börnin og fá afhenta sér- staka poka með bókum í til að lesa heima svo þær þurfi ekki að eyða tíma í að velja bækur sjálfar og geta því sinnt börnunum á meðan á bókasafnsdvölinni stendur. Barnadeildir þjóna einnig í auknum mæli þeim foreldrum sem kjósa að kenna börnum sín- um heima í stað þess að senda þau í skóla. í Scottsbluff í Nebraska fá öll fjögurra ára börn í leikskólum bæjarins send boðskort þar sem þeim er boðið að koma í heimsókn á bókasafnið og eignast bókasafnskort. Sumarlestur er í öllum bókasöfnum og er þá reynt að tengja lestur og hreyfingu. Ungir sjálfboðaliðar hjálpa oft til og er svo boðið á pizzastað í lok sumarlestursins (í boði veitingastaðar- ins). Sumarlestur krefst mikils undirbúnings og er þemað ákveð- ið með löngum fyrirvara, heimilda aflað, barnadeildin skreytt og ákveðið hvað skal gera úti við í tengslum við lesturinn. í öllum almenningsbókasöfnum eru unglingadeildir (Young Adult Area frá 12-18 ára) og eru þær oftast frekar aflokaðar. Þar er að finna bækur sérstaklega ætlaðar þessunt aldri, alls kyns bæklinga með upplýsingum um getnaðarvarnir, sjálfsmorð, rétt- indi manna o.fl. Á vissum aldri vita lánþegar ekki alveg hvort þeir tilheyra barna- eða fullorðinsdeild. Mikilvægt er að missa unglingana ekki út af safninu á þessum aldri og því er reynt að hafa efni sem vekur áhuga þeirra í unglingadeildum. Því má við bæta að vin- sælustu bækurnar fyrir 8 til 12 ára börn eru svokallaðar „Goose pimples" bækur sem fást allstaðar og kosta lítið. Þetta eru „léttar" hrollvekjur eftir R.L. Stine sem hafa heltekið banda- rísk börn og bókasöfn. Starfsfólk I flestum bókasöfnum eru nýráðnir starfsmenn þjálfaðir sérstaklega í byrj- un starfstímans. í almenn- ingsbókasafninu í Laramie í Wyonting fá nýjir starfs- menn starfsþjálfun sem tekur eina viku. Þar er einnig sérstök starfsmannahandbók sem alltaf er hægt að líta í. Allir sem starfa í bókasafninu eru þjálfaðir til að svara spurningum notenda. Þar fer enginn út án þess að fá einhverja vísbendingu um hvar best sé að leita svara ef ekki er hægt að veita svörin í bókasafninu. Starfsmannafundir eru reglulega. Eg var viðstödd starfs- mannafund í almenningsbókasafninu í Laramie í Wyoming. Þar eru starfsmannafundir haldnir mánaðarlega og deildarstjóra- fundir hálfsmánaðarlega. Starfsmannafundir eru undirbúnir til jafns af almennu starfsfólki og yfirmönnum svo dagskrá geti legið fyrir nokkru áður en fundur hefst. Starfsfólk fær tækifæri til að koma hugmyndum sínum og kvörtunum á framfæri og verkefni og dagskrá bókasafnsins eru skipulögð. Fundirnir eru um klukkustunda langir. í Bandaríkjunum þykir starf sjálfboðaliða alveg sjálfsagt. Stundum eru sjálfboðaliðar mjög stór hluti af vinnuafli bóka- safnsins. Þeir eru á öllurn aldri með ýmiskonar bakgrunn og menntun. Sumir raða upp, aðrir hjálpa til við undirbúning í barnadeild eins og að klippa út föndur, sumir plasta bækur, gera við bækur eða vinna önnur störf sent oft eru ómetanleg og tíma- frek. Á safninu í Rock Springs í Wyoming er valinn sjálfboðaliði ársins og starfsmaður ársins. Myndir af þeint eru hengdar upp í bókasafninu. Þykir þetta vera mjög hvetjandi fyrir starfsmenn. Góð vinnuaðstaða í bókasafninu í Rock Springs í Wyoming BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 49

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.