Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 50

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 50
Markaðssetning Markaðssetning bókasafna er mjög mikilvæg og í þessum heimshluta er hún mikilvægur hluti þess að bókasafnið haldi velli og sé virt sem slíkt. í flestum stærri bókasöfnum er einn starfsmaður sem sér um markaðsmál. Hann er einskonar tengiliður bókasafnsins og þess samfélags sem það á að þjóna. Fylgst er með því sem gerist í ýmsum stjórnum bæjarins því ætlast er til að almenningur geti sótt upplýsingar um t.d. heil- brigðismál og félagsleg málefni í bókasafnið. Athygli bæjar- blaða er vakin á dagskrá bókasafnsins og reglulega er stuttur og skemmtilegur pistill birtur undir heitinu „Spurt og svarað á bókasafninu". Svæðisútvarpsstöðvar senda út stuttar auglýsing- ar frá bókasafninu eða stutt viðtöl við starsfólk um málefni bókasafnsins. Bæklingar eða einföld blöð eru útbúin um hvað er á döfinni á næstunni í bókasafninu, listar yfir ýmiskonar efni, upplýsinga- bæklingar um tölvuleitir og annað í þeim dúr sem viðkemur starfi safnsins. Lánþegar geta líka gerst áskrifendur að fréttabréfí bókasafnsins. Samstarf bókasafna og fyrirtækja hefur aukist. Dregið hefur úr fjárhagslegum stuðningi yfirvalda til bókasafna og berjast því margir um sama bitann. Pizzastaðir og önnur fyrirtæki gefa verðlaun í sumarlestri gegn auglýsingu. Tölvufyrirtæki gefa tölvur til að nota á bókasafninu því þau telja lestur vera undirstöðu þess að hægt sé að nota tölvur. Haldnir eru „gala” kvöldverðir til styrktar rekstri bókasafnsins og svo mætti lengi telja. Það sem skiptir máli er að beina athyglinni að þjónustu bókasafnsins. Nýsigögn og merkingar „Large Print“ bækur eru bækur með stóru letri. Þær eru afar vinsælar og er þeim raðað sér. Þeir sem eiga erfitt með að lesa smátt letur, bæði ungir og gamlir, fá þar með tækifæri til að njóta lesturs. Hljóðbækur eru vinsælar og hafa bókasöfn á nokkrum svæð- um skipst á hljóðbókum til að auka úrvalið. Sem dæmi um lán- Á BÓKASAFNINU William Saroyan: Leikvangur lífsins (Akranesútgáfan, 1946) Þýð.: Guðjón Guðjónsson Þegar drengirnir tveir komu inn í bókasafnshúsið, látlausa en svipmikla byggingu, ríkti umhverfis þá djúp þögn og nærri því þjakandi. Það var eins og veggirnir og gólfið og borðin hefðu misst málið, eins og þögnin hefði gleypt allt í húsinu. Þarna sátu gamlir menn og lásu dagblöð. Þarna voru fræðimenn og spekingar borgarinnar. Þarna voru menntaskólapiltar og stúlkur að grúska, en allir voru hljóðir, því að þeir leituðu vizkunnar. Þeir voru meðal bóka. Þeir voru að reyna að fræðast. Líónel hvíslaði af því, að honum fannst það tilhlýðileg virðing við bækurnar, hann gerði það ekki vegna lesendanna. Odysseifur elti hann og læddist líka á tánum. Þeir rannsökuðu bókasafnið og fundu mörg dýrmæti, Líónel bækur, en Odysseifur fólk. Líónel las ekki sjálfur, og hann var ekki kominn í bókasafnið til þess að fá neitt handa sjálfum sér. Hann hafði bara gaman af að sjá bækurnar - þúsundir bóka. Hann benti vini sínum á raðir bóka í hillunum og hvíslaði: „Allar þessar - og þessar. Og þessar. Hér er ein rauð. Allar þessar. Þarna er ein græn. Allar þessar.“ (Leikvangur lífsins, s. 164-165) þegahóp sem fær hljóðbækur mikið að lant ma nefna vöru- bflstjóra sem eru fjölmargir í þessum landshluta. Myndbönd eru í flestum bókasöfnum bæði til fræðslu og skemmtunar, helst þó barnaefni. Þetta er ekki stór hluti safn- efnis. Að lokum langar mig til að minnast á skemmtilega merkingu á svokölluðum vestra bókum sem eru vinsælar þama í villta vestrinu. Þær raðast saman en era á sumum bókasöfnum merktar með kúrekastígvéli á kili. A þann hátt er auðvelt fyrir lánþegann að þekkja vestrana frá öðrum bókum. Margt skemmtilegt bar fyrir augu og eyru á ferðalagi mfnu milli bókasafna sem ekki verður tíundað hér. Eg á vonandi eftir að moða úr því á komandi árum og jafnvel miðla öðrum enn frekar. Að síðustu langar mig til að benda þeim sem eiga leið um Denver á bókabúð á fjórum hæðum sem heitir Tattered Cover. Þar er að finna úrval bóka fyrir börn og fullorðna til fræðslu og skemmtunar. SUMMARY Librarians in the Wild West This article describes a field trip sponsored by the Rotary Club in Iceland to Colorado, Nebraska and Wyoming in the spring of 1996. The purpose of the trip was to visit public libraries with user services as the main field of interest. Computer services, services for children and young adults, staffing and staff education as well as public relations are described. WYLD is the database for the Wyoming Libraries. In Nebraska and Colorado it is possible to search the public libraries' databases in the library or via the Internet. Services for children and young adults are considered very important and special emphasis is placed on having something to offer young adults so as to keep them interested in visiting the Iibrary. New library staff usually take a one- week training course before starting work. The author also describes work done by volunteers. Public relations are very important and most of the larger libraries have at least one staff member who concerns himself exclusively with PR. Cooperation between libraries and various companies has grown since govemment funding diminished. ÁA 50 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.