Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 54

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 54
Faglegri og sérhæfðari upplýsingaþjónusta með aðgangi að erlendum og innlendum gagnagrunnum og almenningsaðgang að Internetinu var álitið vera helsta ónýtta tækifæri safnanna. Viðtöl við forstöðumenn listasafns og minjasafns - helstu niðurstöður Á hvorugu safninu eru til formleg skrifuð markmið. En form- leg áætlanagerð er meiri á listasafninu og minjasafninu en á bókasöfnunum. Það er beinlínis nauðsyn að skipuleggja starfið nokkur ár fram í tímann. A listasafninu liggur ævinlega fyrir samþykkt áætlun yfir sýningar 2 ár fram í tímann og eru sýningar jafnvel skipulagðar 3-4 ár fram í tímann. Á minja- safninu eru sýningar og uppákomur einnig skipulagðar með löngum fyrirvara. Þar er útbúin vinnuáætlun fyrir hvert ár. Á listasafninu er sérstakur starfsmaður, sem ber megin ábyrgð á almannatengslum. Á minjasafninu stóð til að ráða starfsmann til að skipuleggja og sjá um almannatengsl tímabundið í 3 mánuði. Á hvorugu safnanna hafði verið útbúin markaðsáætlun. Markaðsgreining og reglulegar markaðsrannsóknir eru ekki ástundaðar, en kynningarstarf allt er mun öflugra en á bókasöfn- unum og tengsl við fjölmiðla ræktuð meðvitað. Eins og bókasöfnin nota lista- og minjasöfnin fréttatilkynningar mikið og í ársskýrslu minjasafnsins fyrir árið 1992 kemur fram að það árið hafí birst 50 fréttatilkynningar í dagblöðunum um starfsemi safnsins. Á listasafninu fer fram mikið kynningarstarf í kringum opnanir á sýningum. Boðskort eru send til fjölda fólks og haft samband við alla helstu fjölmiðla landsins. Menningarfulltrúar fjölmiðlanna eru lykilmenn í þessu sambandi. Erlendir ferðamenn eru sérstakur markhópur þessara safna og því eru góð tengsl við hótel og ferðaskrifstofur. Bæði söfnin eru vel merkt á götum úti og eru skiltin bæði á ensku og íslensku. Annar mikilvægur markhópur safnanna eru skólaböm. Sam- vinna hefur þróast milli safnanna og skólanna og er farið með skólabörn í skipulagðar ferðir á söfnin þar sem fram fer safna- kennsla. Allir safnamennirnir sem talað var við eru sammála um það að konur séu mun duglegri að sækja söfnin en karlmenn og að unglingar séu sjaldséðir gestir. Bæði lista- og minjasafnið hafa logo eða merki safnsins og þau framleiða margs konar kynningarefni, bæklinga, vegg- spjöld, boli, drykkjarkönnur, penna og ýmsa smáhluti með merki safnsins. Á minjasafninu er minjagripaverslun sem aflar safninu tekna. Á listasafninu var í undirbúningi stofnun safn- verslunar og er hún tekin til starfa nú. Víða erlendis eru safna- verslanir mjög vinsælar og eru þær drjúg tekjulind fyrir við- komandi stofnun. Listasafnið og minjasafnið hafa ekki meira fé til kynningar- starfa en stærstu bókasöfnin, en þau vekja mun meiri athygli fjölmiðla og veggspjöld þeirra og annað kynningarefni sést víða á opinberum stöðum. Forstöðumenn listasafnsins og minja- safnsins virtust ekki hafa hinar minnstu áhyggjur af því að geta ekki staðið undir væntingum sem aukin athygli hefði í för með sér, þó að það kallaði á aukið álag fyrir starfsmenn. Þó ekki sé um algjörlega sambærilega þjónustu að ræða, kallar aukin aðsókn skipuiagðra hópa á listasafnið og minjasafnið og ráðgjöf af ýmsu tagi á aukið vinnuframlag og álag á starfsfólk, en það virtist ekki vera áhyggjuefni á þeim bæjum. Sem dæmi um menningarstofnanir sem leggja mikið upp úr kynningarstarfi má nefna atvinnuleikhúsin í Reykjavík. Þau hafa bæði í þjónustu sinni starfsmenn sem sinna markaðs- og kynningarstarfi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá markaðs- og kynningarfulltrúa Þjóðleikhússins er útbúin markaðsáætlun á hverju hausti fyrir næsta leiktímabil. Skil- greindir eru markhópar fyrir hvert leikrit og gerðar áætlanir um það hvernig ná megi til þessara hópa. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur þróað dagskrá sína þannig að hún falli betur að tónlistaráhuga mismunandi hópa og býður nú upp á gula, rauða, græna og bláa tónlistarröð að danskri fyrirmynd. Niðurstaða af viðtölum við þessa aðila sem eru í forsvari fyrir menningar- stofnanir er, að þeir eru mun meðvitaðri um markaðs- og kynn- ingarstaf og leggja meiri vinnu í slíkt starf en starfsbræður þeirra á almenningsbókasöfnunum. Hvað geta almenningsbókasöfn lært af þjónustufyrirtœkjum sem rekin eru í ábataskyni eins og verslunum, bönkum og stórmörkuðum? Þessar stofnanir hafa leitast við að gera umhverfi sitt og þjón- ustu notendavæna og aðgengilega fyrir almenning. Sem dæmi má nefna merkingar utanhúss (og innan). Algengt er að sjá auglýsingaskilti þeirra úr fjarska. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvar þessi fyrirtæki eru staðsett og eru vegfarendur kyrfilega minntir á það, þegar þeir fara um nágrenni þessara fyrirtækja. Ef ókunnugur maður gengi um Þingholtin og ætlaði að finna Borgarbókasafn Reykjavíkur yrði hann að spyrja kunnuga til vegar til að finna safnið. Sömu sögu má segja af almenn- ingsbókasöfnum víða á landinu. Af hverju er Borgarbókasafn Reykjavíkur ekki merkt með sams konar götuskiltum og önnur söfn í Reykjavík? Einn markaðsfrömuður, John R. Croyne, leggur til, að sem liður í umhverfisgreiningu safnanna, gangi starfsmenn bókasafnanna um þau og meti þau með augum að- komumanns og beri þau saman við verslanir, banka og aðrar þjónustustofnanir fyrir almenning. Hvernig er merkingum háttað, hvernig er þjónustulund starfsmanna, hvernig eru starfs- menn auðkenndir, hvernig er aðgengi fyrir fatlaða, bílastæði, hvernig er uppröðun á gögnum safnsins? Hver er ímynd safnsins út á við? Er safnið skreytt eftir árstíma, t.d. í kringum jól, páska og aðra árstíma sem tíðkast að skreyta eða gera eitthvað sérstakt til að lífga upp á útlit og andrúmsloft þjónustustofnana? Dœmi um þjónustu almenningsbókasafna erlendis, sem hefur haft markaðs- og kynningargildi fyrir þau. í Eskilstuna í Svíþjóð var komið á fót sérstakri upplýsinga- þjónustu fyrir unglinga, sem eins og hér á landi höfðu verið sjaldséðir gestir á almenningsbókasöfnunum. Sérstök áhersla er lögð á upplýsingar um nám og starf. Á þessu aldursskeiði er mikil þörf fyrir upplýsingar á þessu sviði fyrir ungt fólk, sem er að taka ákvarðanir um náms- og starfsval. Upplýsingum var safnað um nám sem var í boði, inntökuskilyrði, hvaða náms krafist er í tiltekin störf, námslengd, nám í öðrum löndum og svo framvegis. Á íslandi eru upplýsingar af þessu tagi ekki aðgengi- legar fyrir ungt fólk. Þarna gætu almenningbókasöfnin gegnt veigamiklu hlutverki. í Hornbæk í Danmörku var komið á fót sérstakri upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn í tengslum við almenningsbókasafn staðarins. í upphafí var þetta tilraunastarf til 2ja ára. Tilraunin var styrkt fjárhagslega af menningar- málanefnd bæjarins, ferðamálanefnd og nokkrum öðrum aðilum. Lykillinn að því að tilraun þessi tókst eins vel og raun varð á var að starfsfólk safnsins féllst á að útvíkka hefbundið starf sitt og takast á við ný verkefni. Þessi tilraun vakti mikla athygli fjölmiðla og taldi forstöðumaður safnsins að þessi tilraun hefði komið safninu á landakortið eins og hann orðaði það og skapað því mikla velvild sem skilaði sér margfalt í aukn- um tjárframlögum frá bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Ótal dæmi má nefna um vel heppnaða þjónustu almenning- bókasafna erlendis, sem ekki er boðið upp á hér á landi, en hér verður staðar numið. 54 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.