Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 65

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 65
ríkin auk fleiri landa. í sögu Suður-Afríku er nú komin sérstök tala fyrir stjórnartíð Nelson Mandela. í undirbúningi eru breytingar fyrir ýmis önnur lönd. Bætt hefur verið við nýjum tungumálum í töflu 6, (Afríkumál) og þjóðum í töflu 5 (Kúrdar, Balachi). Eftir því sem tímarnir breytast bætast við ný efni sem þurfa að komast fyrir í kerfinu. I nýju útgáfunni er gert ráð fyrir ritum um t.d. línuskauta, Internet, fjallahjól, rapptónlist, snjóbretti og sýndarveruleika svo eitthvað sé nefnt. Dewey-kerfið er orðið mjög alþjóðlegt enda notað í um 200.000 bókasöfnum í 135 löndum. Útgefendur verða því að taka tillit til þess og bregðast við með því að draga úr bandarísk- um áherslum hvað varðar orðalag og fordóma. Orðalagi hefur verið breytt víða í kerfinu, þannig að nú fá þjóðflokkar heiti sem þeir sjálfir eru sáttir við t.d. eru sígaunar nú kallaðir “Romany people” í stað „Gypsies" og samar heita nú „Sami“ í stað „Lapps“. Allar þessar breytingar kalla á mikla vinnu við endurflokkun í bókasöfnunum. Hins vegar má segja að þessar breytingar séu til bóta, kerfið er sveigjanlegra, samræmi hefur verið aukið, dregið hefur verið úr þeirri ofuráherslu sem lögð var á Banda- ríkin og kristna trú og það hefur verið endurbætt í samræmi við þróun þekkingar og stjórnmála. Fyrir þann sem flokkar koma sér vel endurbætur á skipulagi kerfisins. Efnislykillinn hefur verið aukinn mikið eða um 150 síður og vísar hann meir en áður í samsettar tölur. Það færist sífellt í vöxt að tengja þurfi saman tölur víða að úr kerfinu sem getur verið seinlegt svo að það flýtir fyrir að geta flett upp á efni þar sem búið er að tengja santan flokkstölur. Efnislykillinn vísar nú einnig í handbókina. Það var vel þegið þegar handbókin kom fyrst út með 20. útgáfunni og er oft mikil hjálp að geta flett upp í henni einkum þegar þarf að velja á milli tveggja eða fleiri Iíklegra flokkstalna. Nú hefur hún verið aukin um meira en 100 síður. Einnig er nú hægt að fletta upp á netinu ýmsum gagnlegum upplýsingum um Dewey-kerftð á heimasíðu OCLC Forest Press (http://www. oclc.org/fp/). Við hér í Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni fengum 21. útgáfuna í hendur í lok september og byrjuðum strax að flokka eftir henni. Höfum við gert lista yfir helstu breytingarnar og athugað hversu mikið er til í þeim flokkum sem mest hafa breyst. Verða þeir flokkar endurflokkaðir eftir þvf sem tími vinnst til. Mestar breytingar hafa orðið á 560-590 flokkunum, og má segja að nærfellt heilt bókasafn, safn líffræðideildar á Grensásvegi sé í þeim flokkum. Verður endurflokkun þar að bíða næsta sumars en aðrir flokkar endurflokkaðir á næstunni eftir því sem tími vinnst til. Dewey for Windows Fyrsta rafræna útgáfa Dewey-kerfisins, Electronic Dewey, kom út á geisladiski árið 1993. Á geisladisknum var 20. útgáfan, flokkar, töflur, handbók og allt að fimm mest notuðu Library of Congress efnisorð tengd hverri flokkstölu. Árið 1994 kom svo út endurskoðuð útgáfa. Þessi geisladiskur var keyptur í áskrift á Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni en var aldrei mikið notaður vegna þess að hann þótti ekki hafa mikla kosli umfram prentuðu útgáfuna. Dewey for Windows er ný útgáfa af Electronic Dewey með Microsoft Windows notendaviðmóti. Þessi geisladiskur var gef- tnn út samhliða 21. útgáfunni. Nýi geisladiskurinn notar sama gagnagrunn og fyrri DOS-útgáfan og þó að notendaviðmótið sé ólíkt er leitarforritið (search engine, database access progrant) svipað. Nýja útgáfan hefur ýmsa kosti fram yfir Electronic Dewey og þó að geisladiskurinn sé tiltölulega nýkominn í bókasafnið hefur hann nú þegar sannað gildi sitt og er töluvert notaður samhliða prentuðu útgáfunni. Verður nú leitast við að gefa nokkra lýsingu á Dewey for Windows þó að það sé erfitt að kynna geisladiskinn þegar lesendur hafa ekki tölvuskjá fyrir augum. Helsti kostur nýja geisladisksins er sá að hægt er að leita eftir mörgum aðferðum. Um er að ræða nokkrar valmyndir sem gefa mismunandi möguleika á aðferð við flokkun. Á hverri valmynd eru nokkrir gluggar, ýmist tveir, þrír eða fjórir. Sýna þeir árangur leitar í mismunandi formi eftir því hvaða aðferð er notuð. Hægt er að draga upplýsingar á milli glugga (drag and drop) með þvf að halda músinni niðri og draga yfír að næsta glugga. Einnig getur notandi búið sér til sína eigin valmynd (user view). Hægt er skipta um valmynd í miðri leit til þess að beita fleiri aðferðum.Valmynd er valin með því að smella á hnapp á tækjastiku efst á skjá. Þegar þessi valmynd, Scan view er notuð er leitað í efnis- lyklum. Hægt er að velja um leit í mörgum efnislyklum en oftast er heppilegast að leita í Relative Index (Phrases). Þannig er leitað í efnislykli líkt og í prentuðu útgáfunni. Einnig er hægt að leita eftir Library of Congress efnisorðum. Þessi tegund leitar er einkum heppileg ef leitað er að efni sem birtist víða í kerfinu. Fram kemur listi yfír efnisorð og flokkstölur aftan við. Einnig er vísað í handbókina. Þessi valmynd hefur þrjá glugga: DDC- efnislykil (Index window), leitarglugga (Search window) og flokkstöluglugga (DDC Number). Þegar líkleg tala er fundin er ýtt á Search þá koma fram tölur og heiti sem tengjast leitarorði. Ef ýtt er á Display sést full færsla í flokkstöluglugganum. Með Dewey lor Windows Eile £dlt Vlew Window Uelp Browse Search Scan Sumtn Viewl Vi*w2 Vi*w3 Vi»w4 Search tt3 [law] FF S.earch For: | law la 004 020 025.0634 Data pio Library a ♦ | Search M | Display 025.12 Duplrcati 939 hits 025.213 Censorsl’ 1 026.34 Law libra C 027.7-027.8 IJbraries 171.7 Systems 172.1 Relation 222.1 'Pentate 231.7 Relation 241.2 Laws an 262.9 Churchl< C 262.91-262 94 Roman C 262.98 Branche 1 262.9804 Protestar 1 262.9815 Eastern t 1 262.9819 262.983 Eastern ( Anglican Hietarchy Bib Rec 262.98342 262.98373 1 Episcop< * LCSH | Display: Clatx Number: 171 /2 Caption: Systems based on inlukion, moral tense, reason Notes: Including empiricism, existentialism, humanism, natural law. natualism, sloicism For systems and doctnnes based on conscience, see 171.6 See also 171.7 for systems based on biology, genetics, evolution; 340.112 for natural law in legal theory DDC Index Terms: Ba Display << I >x Hjeratchy Bib Rec LCSH BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.