Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 69

Bókasafnið - 01.04.1997, Síða 69
Landsbókasafni, og segir deili bæði á samstarfsmönnum og safngestum, en þar á meðal eru ýmsir sem ég þekki til bæði af eigin kynnum og afspum. Ég hafði drjúgt gaman af þessum lestri. Ytri búnaður bókarinnar er einfaldur, en dugir þó vel, og verðið er þannig að það ætti ekki að íþyngja kaupgetu neins. Hins vegar þótti mér sérkennilegt að fyrrum bókavörður skyldi birta eftir sig rit sem hvorki hefði efnisyfirlit eða registur! Eins og sjá má af ofansögðu er yfirferð mín yfir akur bók- menntanna ekki slík að ég telji rétt að gefa eindregna yfir- lýsingu, þar sem ein bók væri tekin fram yfir aðra sem hin „besta“. Hins vegar er það rit ótalið sem ég sökk hvað dýpst í um jólin, tveggja binda verk sem heitir Eylenda. Það rit höfðar til mín á tvo vegu, annars vegar sem landsbókavarðar og hins vegar sem Breiðfirðings. Grunnurinn að verkinu er nefnilega ættfræðihandrit sem er í eigu Landsbókasafns og nánir vensla- menn höfundar handritsins hafa verið og eru sumpart enn starfs- menn safnsins. Sögusvið bókarinnar er hinn gamli Flateyjar- hreppur, og þótt mínir heimahagar séu sunnar í firðinum kannast ég við fjölmarga sem við sögu koma í ættrakningunum, auk þess sem bókin flytur aragrúa þátta af mannlífinu í eyjunum, verklagi og búskaparháttum. Þar var ekki mikill rnunur á hvort heldur menn bjuggu í Suðureyjum eða Vestureyjum svo að notað sé orðalag sem venja er að hafa um meginbyggðasvæðin í firð- inum. Bókinni er ritstýrt af Þorsteini Jónssyni sem mikið hefur látið að sér kveða í útgáfu ættfræðirita. Þótt ekki fari hjá því að kunnugir taki eftir villum og ónákvæmni í riti sem þessu er það ótrúlegt afrek að draga saman á skömmum tíma svo mikinn fróðleik sem auk þess er studdur aragrúa gamalla mynda. Þórdís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður Oviðráðanlegar orsakir urðu til þess að minna varð úr lestri „jólabóka" hjá mér en oftast áður. Inn á heimili mitt rak fimm bækur úr íslenska jóla- bókaflóðinu. Þetta voru: Að hugsa á íslensku eftir Þorstein Gylfason, Fley og fagrar árar eftir Thor Vilhjálms- son, Lávarður heims eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Z. Astarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur og Er vit í vísindum? ritgerðasafn. Af þeim hefur ég lesið Fley og fagrar árar og Z spjaldanna á milli og haft mikla ánægju af. Bók Vigdísar er sérlega læsileg, textinn fallegur og ljóðrænn °g stíllinn myndríkur. Mér finnst hún fara mjög smekklega með efnið sem fram til þessa hefur lítið verið fjallað um í íslenskum bókmenntum. Thor Vilhjálmsson hefur víða farið og marga hitt °g í bókinni tekur hann lesandann með sér í þetta veraldarflakk sitt og kynnir því bæði áhugaverð atvik, staði og fólk. Þeir kaflar sem ég hef lesið í bók Þorsteins Gylfasonar fannst mér fróðlegir °g skemmtilegir aflestrar. Ég leit yfir ýmsa aðra og hugsaði með mer að niður í þá kafla þyrfti að sökkva sér og ekki hugsa um neitt annað. Ég verð að játa að ég hef hlaupið á hundavaði yfir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar en ætla að lesa hana þegar tími vinnst til. Inn á milli „jólabókanna" datt ég ofan í norsku spennusöguna Salige er de som tprster eftir Anne Holt sem var fyrir nokkrum mánuðum dubbuð til ráðherra í nkisstjóm Torbjprns Jagland í Noregi og lenti þar í mikilli hugarleikfimi við að ráða í merk- ■ngu norska slangursins! Ennfremur las ég mjög góða sænska skáldsögu, Korta kapitel och lánga, eftir Sigrid Combúchen en hún gat sér góðan orðstír er bók hennar Byron var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur Ég er nú svo heppin að eiga afmæli í desember, þannig að ég fæ bækur bæði í jóla- og afmælisgjöf. Núna fékk ég einar sex bækur, allar góðar - hver annarri betri. Svo fékk ég líka bækur lánaðar. Bókin hans Ólafs Gunnarssonar, Blóðakur þótti mér alveg stórkostleg. Einnig fékk ég báðar Vesturfarabækurnar hans Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. Þær voru mjög góðar. Einnig hafði ég mjög gaman af Islandsförinni eftir Guðmund Andra Thorsson og Brotahöfði Þórarins Eldjárns. Svo las ég Z eftir Vigdísi Gríms- dóttur og líkaði vel og ekki var barnabókin hennar síðri, Gauti vinur minn. Eins hafði ég afskaplega gaman af bókinni hennar Ingu Huld Hákonardóttur Konur og kristsmenn. Stórmerkileg bók og gaman að lesa hana. Nú svo las ég þýðingar Kristjáns Arnasonar á Dúínó-tregaljóðum eftir Rainer Maria Rilke. Mjög góðar. Af þýddunt skáldsögum má nefna Dagbók steinsins eftir Carol Shields, virkilega skemmtileg og svo Kona eldhúsguðsins eftir Amy Tan sem ég var reyndar búin að lesa áður. Ég verð líka að nefna tvær bækur sem voru alveg stórkostlegar. Fyrst skal telja Hamingjan er huliðsrún, bókin um ástir Victoriu Benedictsson og Georg Brandes sem Bjöm Th. Björnsson þýddi. Reyndar verð ég að taka það fram að þetta er ekki holl lesning fyrir konur ef þær em eitthvað strekktar fyrir! Hin bókin er Under my skin - fyrsti hluti ævisögu Doris Lessing. Báðar þessar bækur eru alveg þrælmagnaðar! En þær eiga það sameiginlegt að það borgar sig að vera í góðu jafnvægi þegar lesturinn hefst! Svo geynti ég mér eina sem ég hlakka mikið til að lesa en það er bókin hennar Dagnýjar Kristjánsdóttur Kona verður til. Þetta voru virkileg bókajól - sannkölluð nautnajól fyrir bókaorma. Isak Harðarson, rithöfundur Já, ég fékk bækur í jólagjöf, til allrar hamingju. Ég hefði örugglega ekki á heilum mér tekið, hefði ág ekki feng- ið að minnsta kosti eina. í jólanætur- kyrrðinni er gott að opna bók. Þá er fjör og.gleði aðfangadagskvölds að baki, eftirvæntingu krakkanna full- nægt (líka okkar, hrukkóttu krakk- anna) og aðventustressið eins og liðinn draumur - eða flauntur sem fleytti manni alla leið inn í þessa undarlegu kyrru nótt. Friður og ólesin bók, það eru einkenni jólanæturinnar. - Ég fékk 5-6 bækur þessi jól, sem er óvenju mikið. Ég nefni Indíánasumar Gyrðis Elíassonar, Villiland Jónasar Þorbjarnarsonar og Þrítengt eftir Geirlaug Magnússon; allt ágætis Ijóðabækur. Einnig hef ég gluggað í Valsana hennar Lindu Vilhjálmsdóttur, í bókabúðum. Mér sýnast þeir mjög skemmtilegir. Ég ætlaði reyndar að bítta við Lindu, eins og fleiri skáld, fyrir jólin, en það fórst fyrir: höfundareintökin al bókinni minni voru flogin frá mér áður en ég vissi af. Annars geri ég sífellt minna af því að lesa skáldskap, það er eins og hann fullnægi manni verr og verr. Nú vil ég helst fá Veruleikann sem óblandaðastan beint í æð. Hann er lifandi að finna í Biblíunni, og svo hef ég líka verið að lesa um hann í gömlum ritum kristinna einsetumanna og kirkjufeðranna. Nokkur þessara rita, sem skrifuð voru á milli fjórðu og J BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.