Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 70

Bókasafnið - 01.04.1997, Blaðsíða 70
fimmtándu aldar, eru tekin saman í bókina Philokolia og lýsa af einlægni samfélagi Guðs og manns í klaustrum miðalda. Philokaliuna fékk ég í bókaverslun Kaþólsku kirkjunnar við Hávallagötu, sem aðeins er opin eina klukkustund í viku - milli 5 og 6 á miðvikudögum. Þeim sem ekki hafa fundið það sem þeir eru að leita að í almennu bókabúðunum, er óhætt að benda á þessa verslun, svo og verslunina Jötu í húsi Fíladelfíu við Hátún. Sigrún Antonsdóttir, 10 ára nemi í Vesturbœjarskóla I fyrsta sinn á ævinni fékk ég enga bók í jólagjöf. I fyrra fékk ég fjórar. Eg las samt margar. Ég las Ungfrú Nóra, Jólaöskjuna og áreiðanlega 1000 Andrésblöð. Ég las Sól yfir Dimmubjörgum og Beinagrind með gúmmíhanska og fyrstu bókina um Svan. Mér finnst ævintýrabækur alltaf skemmtilegar, sérstaklega bæk- urnar eftir Enid Blyton og svo Narníu-bækurnar. Allt sem ég las var skemmtilegt en Ungfrú Nóra var best. Ævintýrið í henni var svo skemmtilegt. Það voru kettir og ... hún var bara best. Ólöf Pétursdóttir, starfsmaður í mötuneyti Landsbókasafns Ég bað um að bókagjöfum yrði stillt í hóf í þetta sinn, en eina bók fékk ég, Alþingismannatal 1845-1995. Um jólin las ég Híbýli vindanna og Lífsins tré eftir Böðvar Guðmunds- son. Að vísu var ég byrjuð á fyrri bókinni fyrir jól. Þá las ég að mestu Húsafellsætt, gluggaði töluvert í Al- þingismannatalið og Islenskar tal- símakonur. Þá bók keypti ég, var ein þeirra á tímabili. Nú er ég að Ijúka við bók Agnars Þórðarsonar I vagni tímans. Hún er fróðleg og skemmtileg aflestrar. Ég hef ferðast til flestra staða sem nefndir eru í bókinni. Bókin Lífsins tré er mjög áhugaverð. Þar er góð lýsing á erftðleikum vesturfaranna, bæði hörmungum þeirra á leiðinni yfir hafið og einnig við að koma sér fyrir og yftr sig þaki er vestur var komið. I bókinni eru sendibréf sem skrifuð voru að vestan til gamla landsins eins og þeir orðuðu það. Þau bréf lýsa vel samtímanum. Fyrri bókin var líka mjög góð. Síðastliðið sumar ferðaðist ég um slóðir íslendinga í Vestur- heimi. Eftir þessa ferð er ég nokkuð kunnug staðháttum landnemanna. Ég hitti og talaði við marga sem enn tala íslensk- una mjög vel. Flest var þetta fólk um og yfir sjötugt. í Norður- Dakóta vestur af Cavalier skoðaði ég gamalt hús á landnema- jörð. Það hefur verið gert að safni til minningar um íslensku landnemana. Uppi á lofti í húsi þessu sá ég gamalt fornfálegt koffort, sennilega frá íslandi komið. Ég opnaði koffortið og það var fullt af gömlum bókum. Vegna þessarar vesturfarar minnar og viðtölum við gamla fólkið hafði ég meiri skilning á efni bóka Böðvars og mesta ánægju af lestri þeirra um jólin. Valva Árnadóttir, Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Ég fékk fjórar bækur í jólagjöf: Þætti af einkennilegum mönnum eftir Einar Kárason, Blóðakur eftir Ólaf Gunn- arsson, Hestahvíslarann eftir Nicholas Evans og Merkisdaga á mannsævinni eftir Árna Björnsson. Ég er búin að lesa Þætti Einars og Hestakvíslarann, Merkisdagana hef ég gluggað í en Blóðakur lánaði ég öðrum. Ég keypti mér líka nokkrar bækur fyrir jólin, bæði erlendar og íslenskar, m.a. Islandsförina (Guð- mundur Andri Thorsson), Úr plógfari Gefjunar (Bjöm Th. Björnsson), Brotahöfuð (Þórarinn Eldjárn) og Engar smá sögur (Andri Snær). Bók Árna þótti mér mjög skemmtileg. Það er bók sem er ekki lesin beint heldur gluggað í. Hestahvíslarinn er ágætis afþreying en bók Einars í lélegri kantinum. Ég hef enn ekki haft tíma til að lesa annað. Ég fékk nokkrar lánaðar sem ég hlakka til að lesa. Bryndís Loftsdóttir, Bókaverslunin Eymundsson, Austurstrœti Ég fékk fjórar bækur í jólagjöf og fannst mér Blóðakur best þeirra. Hún er skemmtilega súperrealistísk. Hún gerist á stöðum sem em til og lýsir raunverulegum húsum við raunveru- legar götur. Ég hef gengið um borg- ina og skoðað nokkur þeirra húsa sem koma við sögu. Starfsfólk Eymunds- son- og Pennabúðanna var í leshring fyrir jólin. Við völdum hvert okkar bækur til að lesa en reyndum að skipta nokkuð á milli svo sem flestar yrðu lesnar. Við lásum líka barnabækur. Svo hittumst við á kvöldin og spjölluðum um bækurnar. Þetta var mjög skemmti- legt og gott fyrir okkur að þekkja bækurnar til að geta ráðlagt fólki við kaup á bókum í jólagjafir. 70 BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.