Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1997, Side 77

Bókasafnið - 01.04.1997, Side 77
Af rannsóknarritvellinum Rannsóknasjóður Háskóla Islands styrkti eftir- farandi verkefiii árið 1996: Samræmd nafnmyndaskrá íslenskra ritverka fyrir 1540 Oft finnum við sem hrærumst í heimi upplýsinga og fræða áþreifanlega fyrir skorti á íslenskum handbókum af margvfslegri gerð. Hvers kyns verkefni sem þörf væri á að vinna koma iðulega í hugann, en mannsævin er stutt og margur vinnur langan dag við krefjandi störf. Við miklum frístundaafrakstri á þessu sviði er varla að búast nema sameinað átak komi til. Með þetta í huga tóku þrír bókfræðingar sig saman um það á árinu 1995 að sækja um styrk til verkefnis af þessu tagi. Þetta voru þau Einar G. Pétursson, fræðimaður á Arnastofnun, Kristín Bragadóttir, forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns og höfundur þessa pistils. Vinnutitill verk- efnisins er Samræmd nafnmyndaskrá ritverka fyrir 1540 ásamt tilvísunum frá öðrum titilafbrigðum/heitum og málmyndum titla á öðrum tungumálum. Sótt var um styrk til Rannsóknasjóðs Háskóla íslands haustið 1995 og fékk umsóknin jákvæðar undirtektir, þótt ekki fengist nema hluti upphæðarinnar sem sótt var um. Var því sótt um framhaldsstyrk ári síðar og fékkst þá nokkur viðbót. Það er ætlun okkar þremenninganna sem að ritverkinu stönd- um, að sækja á þessu ári um þann litla viðbótarstyrk sem dugar til að ljúka því. Verkefninu skilar vel áfram og samvinnan hefur tekist með ágætum. Ddffjöðrin er vitneskjan um þörfina fyrir slíkt rit og einlægur áhugi okkar sem að því stöndum. Avinn- ingur af þessari samvinnu er margþættur, m.a. styrkir sameinuð þekking og reynsla okkar undirstöðuna og vinnuferlið. Þá deilist vinnuálagið niður á þrjá í stað þess að hvíla á einum og unnt er að vinna verkið á styttri tíma. Eins og fram kemur í titli verksins tekur það til ritaverka fyrir 1540 en yngri ritverk verða þó talin fram í nokkrum tilvikum þar sem nauðsyn ber til, m.a. til að fyrirbyggja að ruglað sé saman fornritum og síðari tíma ritum er bera blæ eldri rita. Þar sem erfitt er að tímasetja rímur með nákvæmni eru teknar með allar rímur fyrir 1600, þrátt fyrir ofangreind tímamörk. í formála fyrir ritinu og köflum þess koma fram stefnumið höfunda og lýsing á sérstökum viðfangsefnum ritsins. Umfangið er í hnotskum eftir- farandi: Safnað verður saman undir samræmt íslenskt aðalheiti öllum nafnmyndum (íslenskum titilafbrigðum /heitum og mál- myndum á öðrum tungumálum) sem einstök verk hafa gengið undir. Samræmd nafnmyndaskrá ritverka fyrir 1540 nær þar sem það á við til höfundargreindra verka jafnt sem óhöfundar- greindra, og verða gerðar tilvísanir milli nafnmynda höfunda eltir því sem þörf er á, svo sem vegna dulnefna og tvímynda mannanafna. í verkinu koma einnig fram tengsl ritverka. Kafla- skipting er þessi skv. vinnufyrirsögnum: Formáli, Aðalskrá, Plokkuð skrá, Tilvísanaskrá, Útgáfuskrá, Heimildaskrá. I Formála ritsins verður lýst tildrögum og tilurð verksins, þörf íyrir það, notkun þess, umfang og takmörk. Einnig verður gerð grein fyrir höfundum. Á undan hverjum kafla fer svo stuttur íormáli. Á undan Aðalskrá fer texti um gerð hennar, hvað er í henni og hvernig skipað niður, merkjasetning, notkun leturbreytinga o.fl. í texta fyrir Flokkaðri skrá er gerð grein fyrir niðurskiptingu skrárinnar í flokka eftir bókmennta- og fræði- greinum og sérstaklega getið um ef saman er í kafla efni sem hefði mátt aðskilja. Tilvísanaskrá er lykill að öðrum hlutum ritsins og er þar að finna allar nafnmyndir í einni stafrófsröð, bæði nöfn höfunda og heiti ritverka. Er þar öllum afbrigðum vísað á samræmda nafnmynd sem einnig er í tilvísanaskrá en undir hana er raðað í aðalskrá. I Útgáfuskrá eru taldar upp útgáfur þeirra verka sem getið er í Aðalskrá og notaðar sam- ræmdar skammstafanir í báðum skrám. Vísað er á bestu útgáfur og heildarútgáfur ef misgóðum útgáfum er til að dreifa, en annars gildir tiltekin forgangsröð svo sem fram kemur í formála. I Heimildaskrá eru talin upp verk sem höfundar Samræmdrar nafnmyndaskrár ritverka fyrir 1540 hafa stuðst við, en frekari grein er gerð fyrir þeim í formála. Ritið er sniðið með þarfir safnamanna og annarra lærðra og leikra í huga, íslenskra sem erlendra fræðimanna og áhuga- manna um þennan elsta þjóðararf íslendinga. Niðurskipan í kafla og innan kafla er miðuð við að notkun ritsins verði sem auðveldust og tengsl heita, verka og höfunda komi sem skýrast fram auk þess sem vísað er í útgáfur verka sem talin eru upp í skránni. Guðrún Karlsdóttir Islensk kvœðaskrá í Handritadeild Landsbókasafns íslands — Háskólabókasafns eru nú skráð um 15 þúsund handritsnúmer sem gefa þó aðeins litla hugmynd um umfang safnsins því að innan hvers númers geta verið frá nokkrum blöðum til nokkurra binda. í stórum hluta þessara handrita er að finna veraldlegan og andlegan kveð- skap og hafa íslenskir fræðimenn til langs tíma byggt á þeim við rannsóknir sínar og útgáfu á íslenskum kvæðum og sálmum. Um árabil hefur verið gripið í gerð spjaldskrár í Handritadeild Landsbókasafns þar sem upphöf kvæða, höfundar og handrita- númer hafa verið skráð, en sökum fámennis hefur aldrei verið hægt að sinna þessari skráningu eins og þyrfti. Engu að síður hefur hún sannað gildi sitt og komið mörgum að notum. En nú hafa tölvur tekið við af spjaldskrám í kössum. Er hugmyndin að byrja nú á að tölvuvæða það efni sem þegar hefur verið sett á spjöld, en halda síðan áfram að vinna þessa skrá með hinum nýja hætti. Vísindalegt gildi tölvutækrar skrár sem þessarar í samhengi við menningarverðmæti íslendinga er ómetanlegt. í stað þess að skoða handrit eftir handrit í leit að ákveðnu kvæði sem eignað er mörgum skáldum yrði hægt að fletta upp kvæðinu og sjá öll þau handrit sem það væri í, sem og tilgreinda höfunda. Einnig mætti á auðveldan hátt finna öll kvæði sem eignuð væru einu skáldi, svo nokkuð sé nefnt. Slík skrá myndi gera allar rannsóknir á íslenskum kveðskap og þýðingum markvissari og flýta fyrir fræðimönnum, sér í lagi við útgáfu á síðari alda efni. Rétt er að benda á að í erlendum söfnum eru til hliðstæðar kvæðaskrár þó að enn séu margar þeirra í spjaldskrárformi. Ögmundur Helgason Skrá um þýðingar á íslenskum fornbókmenntum 1950-1996 Árið 1990 fengum við Áslaug Agnarsdóttir styrk úr Vísinda- sjóði til að gera skrá urn þýðingar á íslenskum fornbókmenntum. Engin heildarskrá um þýðingar á fornbókmenntum er til á þessu BÓKASAFNIÐ 21. ÁRG. 1997 77

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.