Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 3
Heiinur og geimur
3.
lægir, hljóta þeir að hafa mikil aðdráttar-áhrif hver á
annan, svo af því stafa stórkostleg fyrirbrigði flóðs og
fjöru, sem eflaust valda miklum umbyltingum á þessum
hnöttum, menn hafa jafnvel þótst finna þar af leiðandi
timabundnar breytingar á ljósmagninu, auk þeirra breyt-
inga, sem verða við myrkvana.
Breytilegar stjörnur úr öðrum flokki eru mjög líkar
Algolstjörnum, en myrkvarnir haga sjer nokkuð öðruvísi,
birta og dimma skiftast aðlíðandi og aflíðandi á, með
jöfnum millibilum; myrkvunin er eigi stöðug um stund
sem á hinum, heldur fer strax að verða aflíðandi, þegar
hámarkinu er náð. Ljósrannsóknir hafa sýnt, að hjer eru
líka jarðstjörnur, er myrkvunum valda, en á hvern hátt
umferð þeirra er varið vita menn eigi með vissu; sólir
þessar virðast flestar vera mjög litlar, en margt í eðli
þeirra er enn ráðgáta. Sumir halda, að nokkrar þeirra
sjeu mjög farnar að kólna og skurn og gjallskánir sjeu
farnar að myndast á yfirborði þeirra, sem oft brotna í
sundur og eru á hreyfingu, en móti þessu mælir litur
þeirra, því þær eru allar hvítar eða gular eins og Algol-
stjörnurnar, en vanalega hafa þær stjörnur rauðan blæ,
sem mikið eru farnar að kólna.
Undir þriðja flokk telja menn stjörnur með litlum,
óreglulegum ljósbreytingum, og er að svo komnu örðugt
að skilja, hvernig á þeim breytingum stendur; stjörnur
þessar deyfast dálítið við og við, án þess hægt sje að
finna neitt lögmál, sem þær fylgja. Flestar stjörnur af
þessum flokki eru rauðar, en þó líka hvít stjarna, U í
Tvíburamerki, hún er dauf og af 13. stærð, en birta
hennar vex óreglulega um 3 stig við og við, stundum
með eins dags millibili, stundum 10. eða 20. hvern dag.
Undir fjórða flokk teljast stjörnur, sem mikið breyta
birtu á nokkuð óreglulegan hátt með löngum tímabilum,
sem geta varað mánuði og ár; styzt eru tímabilin tveir