Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 23
Heimur og geimur
23
hennar mjög mismunandi, sumstaðar greiðist hún sundur
í mjóar jafnhliða ræmur, sumstaðar dregst hún saman í
stórar fúlgur eða breikkur, alveg eins og á, sem dreifir
sjer á sljettum söndum. Á norðurhimni kvíslast vetrar-
brautin greinilega í Álftarmerki í tvær jafnhliða álmur,
sem sameinast við Alfa í Bogmanni á suðurhimni, þessar
álmur eru mestar, en annars eru víða óglöggar smágreinir
og kvíslar.
Pví nánar sem vetrarbrautin er athuguð, því örðugra
er að átta sig á hinu einstaka, alt virðist svo margbreyti-
legt og óskipulegt, eins og skýjabelti með hnoðrum og
hnúðum, víða eru líka dökkar rifur og holur eða svartir
blettir, það er eins og þar sjáist gegnum vetrarbrautina
út í stjörnulausan, tóman og svartan geim. Stærsta og
frægasta gloppan í vetrarbrautina er á suðurhimni, 1
syðstu bugðu hennar, og er kölluð Kolapokarnir, sakir
sortans, mitt innan um björt og lýsandi stjörnuský, ná-
lægt fögru stjörnumerki, sem heitir Suðurkross. Á norð-
urhimni hafa alls verið taldir 164 smáir, dimmir blettir
í vetrarbrautinni. Menn hafa með mikilli fyrirhöfn gert
margar tilraunir til að teikna vetrarbrautina, og hafa þær
tilraunir tekist misjafnlega, því það er ákaflega örðugt að
henda reiður á hinum óteljandi misbjörtu röndum, hnúð-
um, blettum, dílum og þokum, sem alt ólgar fyrir auganu
eins og bylgjur í skýjum. Síðan farið var að ljósmynda
himininn, hefur könnun vetrarbrautar mikið farið fram, en
ljósmyndirnar sýna slíkan urmul af stjörnum, að afarörð-
ugt er að átta sig á hinu einstaka, það er eins og litið
sje gegnum hina þjettustu skæðadrífu af sólkerfum og
stjörnuklösum. Ekki hafa menn enn neina vissa hugmynd
um tölu stjarna í vetrarbrautinni, ýmsar ágizkanir hafa
verið gerðar, en þær er ekki mikið að marka, þær fara
mjög á dreif, frá 20 miljónum upp í 80 — 90 miljónir, en
víst er það, að stjörnutalan skiftir tugum miljóna. W.