Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 29
Heimur og geimur
29
til af því, að það skyggi á útsjón vora til fjarlægra
stjarna, enda mundi það þá líka hylja fyrir oss smáar
og stórar stjörnur, sem eru 2—300 ljósár eða lengra frá
oss. Þó nú mikið væri til af dimmum hnöttum í geimn-
um, og eflaust eru einhverjir til í flestum sólkerfum, þá
eru þó mjög lítil líkindi til, að þeir væru margfalt fleiri
en allar þær stjörnur, sem sjást, og þó svo væri, þá eru
vegalengdirnar milli sólkerfanna svo afarmiklar, að lítið
mundi muna um hnetti þessa í rúminu, svo ljósið gæti
farið ferða sinna eins fyrir því. Nú vita menn auk þess,
að meteórdust og reikandi smáhnettir dragast að hinum
stærri hnöttum og að hinar risavöxnu þokur hreinsa til
og sópa himingeiminn. Þar sem rifur eða gloppur eru á
stjörnutjaldinu, svo hægt er að horfa gegnum vetrar-
brautina, er ekkert að sjá fyrir utan með beztu sjónpíp-
um nema svartamyrkur. Eins er annarstaðar á himni, og
við norðurmöndul vetrarbrautar er svo stjörnufátt, að
beztu kíkirar hafa þar eigi getað aukið tölu stjarna síðan
á W. Herschels tíma. Pess hefur fyr verið getið, að
tölu stjarna fjölgar mjög eftir flokkatölunni niður á við,
en þegar kemur til hinna fjarlægustu stjarna, verður tal-
an hlutfallslega miklu minni en búast mætti við, einkum
þegar kemur niður fyrir 9. og 10. flokk; þetta sýna bæði
sjónpípur og ljósmyndavjelar, þegar komið er að vissum
takmörkum, sjest ei meira, og deplar hætta að koma
fram á ljósmyndaþynnunum, hvað lengi sem stjörnuljósið
er látið verka á þær. Pó þynnurnar sjeu nú viðkvæmari
en áður og stækkunarafl kíkiranna meira, hefur ekki tek-
ist að fjölga stjörnum í ýmsum stjörnumerkjum, þar sem
hægast er að telja þær. Ef hið óendanlega rúm væri
fult af stjörnum, þá hlytu altaf fleiri og fleiri stjörnur að
sjást, eftir því sem verkfærin yrðu betri. Pað fer fjarri
því, að enn hafi tekist að telja og skrásetja allar stjörn-
ur, en æfðir stjarnfræðingar, sem fróðastir eru á þeim