Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 28
28
f’orv. Thoroddsen
Pó margir hafi slegið því fram, að stjörnurnar væru
óendanlega margar í hinu óendanlega rúmi, þá hafa þeir
víst ekki alment gert sjer grein fyrir, hvað þeir voru að
segja, enda sýnir það sig, að ómögulegt er að sanna, að
stjörnurnar sjeu óendanlega margar. Nú eru líka flestir
eða allir stjörnufræðingar á þeirri skoðun, að tala stjarna
geti eigi verið óendanleg, hún hljóti að vera takmörkuð,
og færa til þess ýms rök. Ef stjörnurnar væru óendan-
lega margar, gæti engin dimma verið til, því þá hlyti
ljós þeirra líka að vera óendanlega mikið og himinhvolfið
alt eitt leiftrandi ljóshaf, svo eigi væri hægt að greina
hinar einstöku stjörnur, og hefur hinn frægi stjörnufræð-
ingur Simon Newcomb fært stærðfræðisleg rök fyrir því, að
svo hlyti að vera. Sumir hafa haldið því fram, að geim-
urinn mundi deyfa ljósið, það mundi smátt og smátt
missa afl sitt á hinni löngu leið og á löngum tíma, þess
vegna næði ljósið frá hinum fjarlægari hlutum veraldar-
innar aldrei til vor. Petta hefur ekki verið hægt að
sanna, enda ætti af því að leiða, að fjarlægustu stjörn-
urnar yfirleitt væru daufastar, en hinar næstu bjartastar,
en svo er ekki. Smæstu stjörnurnar, sem að eins sjást
í beztu sjónpípum, eru fæstar mikið lengra burtu en hin-
ar stærri stjörnur í 2. og 3. röð. Birta stjarna er engin
sönnun fyrir því, að þær sjeu nálægar. Mönnum hefur
tekist að mæla fjarlægð sumra smástjarna, sem að eins
sjást í sjónpípum, af því þær eru tiltölulega nærri, en
sumar af hinum allra björtustu stjörnum á himninum eru
svo fjarlægar, að ómögulegt er að mæla þær. Af þessu
sjest, að ljósaflið getur eigi þrotið að mun í geimnum, ef
ljósmissirinn er nokkur, hlýtur hann að vera mjög lítill.
Aðrir segja, að í geimnum hljóti að vera mikil mergð
dimmra hnatta, stór ský af meteórdusti, torfur af víga-
hnöttum o. s. frv.; eflaust er töluvert til af þessu í
geimnum, en engar líkur eru til þess, að svo mikið sje