Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 72
7*
Nú á margur bágt
þvi, að hvorugur getur á annan ráðist óviðbúinn. Flug-
mennirnir fljúga bátt uppi í loíti, sjá allar hergöngur og
flutninga, og segja sínum mönnurn.
Og þá er manntjónið
í öllum styrjöldum Napóleons keisara 1804 —1814,
hinum stórkostlegasta ófriði fýr á tímum, fjellu 1700000
Frakka og alt að því tvær miljónir manna af öðrum
þjóðum. En í heimsófriði stórveldanna falla nálega eins
margir á einu ári. Enginn veit þó enn með vissu, hve
margir hafa mist lífið í þessari miklu styrjöld, en svo
mikið er víst, að það eru margar miljónir, og að hálfu
fleiri hnfa særst en fallið. Peir lifa flestir við örkuml það
sem eftir er æfinnar, sumir blindir, sumir handlausir, aðrir
fótlausir o. s. frv. Miljónir manna hafa og verið hertekn-
ar og lifa við sult og seyru hjá óvinum sínutn; en við
þetta bætist nú, að h u n g u r vofir yfir þ ú s u n d m i 1 j -
ónum manna, og það verður eflaust mannskæðast af
öllu, ef ófriðurinn heldur enn lengi áfram. 1
Hier má nefna eitt dæmi upp á mannfallið í ófriði
þessum Af hjer um bil 170000 danskra manna á Suður-
Jótlandi hafa Pjóðverjar tekið um 25000 manna í her-
þjónustu. — Petta samsvarar 12800 manna á íslandi. —
Af þeim eru nú (í miðjum apríl) fallnir 3940 menn, sem
kunnugir menn vita deili á, og hálfu fleiri hafa særst. Af
þessu má sjá, hve ófriðurinn hefur komið hart niður á
Pjóðverjum, því að útboðið mun hafa verið hið sama um
alt þýska ríkið. fótt Danir sjeu hlutlausir, á þó margur
meðal þeirra, ekki síst Jótar, að sjá á bak frænda og
vina. Neyðin er líka stórkostleg á Suður-Jótlandi.
Nú er þetta er ritað, stendur á Norður-Frakklandi,
hjá Reims og Soissons, hin grimmasta og ógurlegasta
orusta, sem háð hefur verið. Flestir Suður-Jóta eru á
þeim vígstöðvum, svo að líklegt er, að margir af þeim
falli þessa dagana.