Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 76
76
Nú á margur bágt
hafl ofan í sig af landbúnaði. Allir aðrir urðu að leita
sjer atvinnu á annan hátt, og af þeim gátu um 700000
manna alls ekki aflað sjer fæðis á Póllandi. Peir urðu því
að leita til annara landa á sumrin, og lifa þar á kaupa-
vinnu. Á hverju sutnri komu nokkrir af þeim til Dan-
merkur, og unnu þar einkum á stórbýlum að rófnarækt
eða á ökrum sykurverksmiðjanna. Síðan hjeldu þeir heim
að haustinu með kaup sitt, og fengu á þann hátt haldið
við lífinu á vetrin.
Pótt konungsríkið Pólland sje kallað akuryrkjuland,
hefur iðnaður eflst þar samt mest í öllu hinu gamla víð-
lenda Póllandi. Par voru fyrir ófriðinn um 10000 smærri
eða stærri iðnaðarverksmiðjur og verkstæði. Iðnaður þessi
hafði að mestu leyti risið upp ásíðustu mannsöldrum og höfðu
nálega 300000 manna atvinnu við hann. ,Vörur voru bún-
ar til fyrir 430 miljónir rúblna á ári (rúbla samsvarar 2 krón-
um). Fyrsta hernaðarárið eyðilagðist þetta alt saman og
allar vörur og birgðir, sem til voru. Eftir því sem hin
pólverska borgaralega miðnefnd í Pjetursborg skýrir frá
fyrri hluta árs 1915, eyðilagði styrjöldin þá 84000 ferh.
km., það er tvo þriðjunga landsins. Af 27000 sveitaþorp-
um voru 5500 sprengd og brotin eftir skothríðirnar og
þúsund þeirra lá algjörlega í rústum. Óteljandi bændabýli,
bæði íbúðarhús og hlöður og fjós, höfðu brunnið, og
fólkið komið í mestu örvæntingu og neyð. í ávarpi frá
nefnd þeirri, sem var suður í Sviss, og pólverska skáldið
Hinrik Sienkewicz var fyrir, segir svo: Alltnikill hluti í-
búanna, sem eiga þar heima sem barist hefur verið, er
nú algjörlega heimilislaus, og nærri dauða af hungri og
kulda. Peir lifa á rótum, trjáberki og hræjum, leita hælis
í skógum eða fara hópum saman til borganna. Af 3600000
húsum alls eru 13 af hundraði algjörlega eyðilögð, 25 af
hundraði óbrúkandi, en fjölda mörg þarf að gera við. í
þeim hluta konungsríkisins, sem Pjóðverjar og Austurríkis-