Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 27
Heimur og geimur
27
einmitt sæjust úr vindaugum vorrar veraldar. Á seinni
árum hafa skoöanir vísindamanna í þessum greinum gjör-
samlega breyzt, þeim hefur tekist að athuga og mæla
hlutfallslega nokkrar fjarlægðir og hreyfingar stjörnuþyrp-
inga og þokustjarna, og yfirleitt fengið betri útsjón yfir
afstöðu þeirra til umheimsins; hefur það þá betur og
betur komið í ljós, að þokustjórnur og stjörnuþyrpingar
allar virðast innibyrgðar innan þeirra vjebanda, sem vetr-
arbrautin afmarkar, þær sýnast vera partar af alheimi
vorum. Alt, sem vjer með augum vorum og verkfærum
getum greint um allan himininn, hverju nafni sem það
nefnist, er að ætlun flestra hinna nýrri stjarnfræðinga að
eins hluti af alheimi þeim, sem vetrarbrautin girðir með
hinu glampandi belti, þar fyrir utan þekkjum vjer ekkert
nema tómt rúm og myrkur. Um þetta hafa þó verið
töluverðar deilur, en svo virðist, sem óyggjandi rök hafi
verið færð fyrir eining alheimsins, en flestar stoðir fallnar
undan hinum gömlu skoðunum.
Hingað til hefur það verið skoðun flestra eða allra
heimspekinga og vísindamanna, að alheimurinn væri ó-
endanlegur, tala stjarna óendanleg, efnið óendanlegt og
orkan óendanleg í tíma og rúmi, alheimurinn hefði hvorki
upphaf nje endi. Um slíkt er í raun og veru tilgangs-
laust að þjarka, því hugmyndir þessar eru fyrir utan og
ofan mannlegan skilning og hugtakið »óendanlegur« með
öllu óskiljanlegt, eins og önnur hugtök á takmörkum
mannlegs hyggjuvits, t. d. tími, rúm o. fl., um það alt er
jafnhægt að játa og neita, menn komast jafnlangt hvort
sem er, ekkert úr sporunum. Hjer kemur að eins til
skoðunar hinn efnislegi alheimur, sem vjer getum með
skilningarvitum vorum og skynjunarfærum skoðað eða
þreifað á, eða með öðrum orðum þær staðreyndir, er
náttúruvísindin hafa fundið. Pað, sem er þar fyrir utan,
kemur ekki þessu máli við.