Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 27

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 27
Heimur og geimur 27 einmitt sæjust úr vindaugum vorrar veraldar. Á seinni árum hafa skoöanir vísindamanna í þessum greinum gjör- samlega breyzt, þeim hefur tekist að athuga og mæla hlutfallslega nokkrar fjarlægðir og hreyfingar stjörnuþyrp- inga og þokustjarna, og yfirleitt fengið betri útsjón yfir afstöðu þeirra til umheimsins; hefur það þá betur og betur komið í ljós, að þokustjórnur og stjörnuþyrpingar allar virðast innibyrgðar innan þeirra vjebanda, sem vetr- arbrautin afmarkar, þær sýnast vera partar af alheimi vorum. Alt, sem vjer með augum vorum og verkfærum getum greint um allan himininn, hverju nafni sem það nefnist, er að ætlun flestra hinna nýrri stjarnfræðinga að eins hluti af alheimi þeim, sem vetrarbrautin girðir með hinu glampandi belti, þar fyrir utan þekkjum vjer ekkert nema tómt rúm og myrkur. Um þetta hafa þó verið töluverðar deilur, en svo virðist, sem óyggjandi rök hafi verið færð fyrir eining alheimsins, en flestar stoðir fallnar undan hinum gömlu skoðunum. Hingað til hefur það verið skoðun flestra eða allra heimspekinga og vísindamanna, að alheimurinn væri ó- endanlegur, tala stjarna óendanleg, efnið óendanlegt og orkan óendanleg í tíma og rúmi, alheimurinn hefði hvorki upphaf nje endi. Um slíkt er í raun og veru tilgangs- laust að þjarka, því hugmyndir þessar eru fyrir utan og ofan mannlegan skilning og hugtakið »óendanlegur« með öllu óskiljanlegt, eins og önnur hugtök á takmörkum mannlegs hyggjuvits, t. d. tími, rúm o. fl., um það alt er jafnhægt að játa og neita, menn komast jafnlangt hvort sem er, ekkert úr sporunum. Hjer kemur að eins til skoðunar hinn efnislegi alheimur, sem vjer getum með skilningarvitum vorum og skynjunarfærum skoðað eða þreifað á, eða með öðrum orðum þær staðreyndir, er náttúruvísindin hafa fundið. Pað, sem er þar fyrir utan, kemur ekki þessu máli við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.