Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 110
1 IO
í’jóðjarðasalan
2. Að rannsaka þegar, hve margir af kaupendum
þjóð- og kirkjujarða búa á þeim, og hve margar þeirra
eru nú í sjálfsábúð; einnig um sölu þeirra og söluverð,
sem seldar hafa verið, síðan landssjóður seldi þær, og
birta skýrslu um það sem fyrst.
3. Að taka upp þá stefnu, að landssjóður eignist
sem flestar jarðir, eftir því sem færi gefst.
4. Að leggja verðhækkunarskatt á lóðir og jarðir
þær, sem stigið hafa og stíga sökum vegagjörða og ann-
ars, er þjóðfjelagið, kaupstaðir eða sýslur og sveitarfjelög
láta gjöra, eins og stungið hefur verið upp á í blaðinu
»Austurland« 30. maí 1908, nr. 26 B, í grein, er heitir:
»Nýr, ljettbær og rjettlátur skattur«.
5. Að banna með lögum að selja utanríkismönnum
jarðeignir og fasteignir, nema með sjerstöku leyfi lands-
stjórnar, er alþingi leggi á samþykki sitt í hvert sinn.
Pað er engin hamingja fyrir ísland eða þjóðfjelagið í
heild sinni, að jarðirnar hækki mjög í verði, heldur að
þær batni og sjeu vel ræktaðar. Nú eru jarðir sökum
ýmsra fjárglæfra, sem ávalt eru óhollar fyrir þjóðfjelagið,
komnar í svo hátt verð nærri Reykjavík, að þær eru
farnar að leggjast í eyði. Búskapur á meðaljörð eða
minni með reitings landi getur eigi borgað sig, ef jörðin
er seld fyrir 20 eða 30 þúsund krónur. Góða grein og
mjög viturlega um jarðamatið hefur Guðmundur Frið-
jónsson ritað, »Matið og menningin«, í Lögrjettu 28. febr.
1917, nr. 11.
Sumar hinar minni þjóðir eru í raun rjettri hinar
mentuðustu þjóðir og farsælustu, sem nú eru uppi. Pær
eru og hinar mestu framfaraþjóðir og hinar rjettlátustu
gagnvart öðrum þjóðum, þótt út af því hafi brugðið fyr
á tímum. fær sjá vel, hvar hættan er, og þær verða
oft að reyna, að smáþjóðunum er vandfarið á þessum
tímum. Pær verða að gæta sín og mega ekki gefa stór-