Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 85
Nú á margur bágt
»5
ber 1916 fór hún frá Konstantínópel. Þá höfðu Tyrkir
flutt höfuðbiskupinn í eyðimörku fyrir austan Aleppo á
Sýrlandi, og lokað embættisbústað hans; en frúin kveðst
hafa fengið vissu fyrir því, að tala þeirra, sem myrtir hafa
verið og farist höfðu, væri orðin svo há sem hún segir.
Af þessu má sjá, að það vantar ekki mikið á, að búið
sje að ryðja burtu og gjöreyða þjóð þessari í löndum
Tyrkja.
Armenía hefur verið vígvöllur í ófriðnum milli Rússa
og Tyrkja, en það hefur eigi verið hið versta. Gamalt
hatur Tyrkja hefur orðið þeim enn þyngra og skæðara,
því að þeir munu hafa óttast, að Armeningar mundu ganga
í lið með Rússum. Tyrkir hafa haft þá aðferð að láta her-
menn sína skipa Armeningum að fara að heiman frá sjer
til einhvers hjeraðs, sem þeir hafa til tekið í það og það.
sinn. Peir hafa rekið þá bundna saman á undan sjer með
bareflum, jafnt konur, börn og gamalmenni sem karlmenn
á besta skeiði. Ef einhver hefur reynt að hlaupa burtu,
hefur hann verið skotinn. Armeningar hafa eigi fengið að
taka vistir með sjer eða hinn nauðsynlegasta fatnað. Alt,
sem var að nokkru nýtt, hafa tyrkneskir höfðingjar gert
að eign sinni áður. Örmagna af hungri hafa Armeningar
oft orðið að labba dag eftir dag, og þeir, sem hafa ekki
getað haldið áfram ferðinni, hafa þá verið drepnir. Pá er
komið hefur verið á hina tilteknu staði eða þar sem bygð
hefur verið lítil, hafa Armeningar verið skotnir þar. Kon-
um og börnum hefur verið kastað í fljót bundnum saman.
Stundum hafa þau og aðrir Armeningar verið brendir,
kastað bundnum á bálið. Frá Miklagarði og öðrum borg-
um við sjávarstrendur hafa Armeningar verið reknir út á
skip og fluttir burtu sjóleiðis. Fjölda þeirra hefur þá verið
kastað í sjóinn, þar á meðal mörgum í hið straumharða
iund hjá Miklagarði. Sumstaðar hafa Armeningar verið
myrtir, þar sem þeir hafa verið, en oftast flytja Tyrkir þá