Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Blaðsíða 9
Heimur og geimur
9
hvítur og hreinn. Ljósband þessarar stjörnu var nákvæm-
lega rannsakað, og fjekkst af því margskonar fróðleikur
um atburö þann, er hjer hafði orðið. Niðurstaða vísind-
anna varð sú, að hjer hefðu tveir hnettir rekist á með
ógurlegum hraða, báðir þessir hnettir voru dimmir eða
svo lítið lýsandi, að þeir voru fyrir neðan 12. birtuflokk.
Slys þetta hafði í raun og veru viljað til á 18. öld, þó
það sæist fyrst hjer á jörðu 1901, því fjarlægð hnatta
þessara, sem saman rákust, var að minsta kosti 120 ljós-
ár. Við hinn ógurlega smell og högg, er hnettirnir rákust
saman, breyttust þeir í ofsabál, sem hlýtur að hafa verið
mörg þúsund sinnum birtumeira en sól vor, en af því
högg vanalega kemur skáhalt á hnött, sem fyrir verður,
kemst hann í afskaplega hreyfingu um möndul sinn, og
efnin, sem fuðra upp og verða að logandi gufu, þeyttust
eins og úr flugelda-hjóli í allar áttir um nágrenni himin-
geimsins með 700 km. hraða á sekúndu. Kringum stjörn-
una mynduðust af hinum útköstuðu gufum tvö hring-
mynduð rafmagnsglitrandi ský, sem þutu burt frá mið-
hnettinum af sprengingaraflinu og snerust svo kringum
hann, en ný og ný gufuskot þeyttust út frá bálinu og
mynduðu nokkurskonar lofthvolf kringum hnöttinn með
sífeldri ólgu og umróti; ljósbrotið í þessu gufuhvolfi or-
sakaði litbreytingar stjörnunnar. Smátt og smátt fjellu
stærri agnirnar aftur niður á aðalbálið, en hinar smæstu
fóru út í geiminn. Tveir hnettir höfðu nú sameinast í
eina ofsaheita sól með þykkum gufuskýjum alt í kring,
sem draga úr Ijósmagninu, en eru samsett af liettustu
efnum: vatnsefni, helium og þokustjörnu-efni, en það er
sjerstakt efni, sem hvergi finst nema í stjörnuþokum.
Seinasta stjarnan af þessu tagi sást í Tvíburamerki
12. marz 1912 og var þá í 4. röð, daginn áður hafði
hún, án þess menn vissu af því fyrr en á eftir, komið
fram á ljósmyndaplötu og var þá í 5. röð, hinn 10. marz